Bankastræti Club hafi gert allt rétt í krísustjórnun Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 25. nóvember 2022 07:48 Friðrik Larsen er ánægður með viðbrögð rekstraraðila og eigenda Bankastrætis Club í kjölfar árásarinnar sem framin var á staðnum. Í umfjöllun um hnífaárásina í síðustu viku hefur ítrekað verið rætt um Bankastræti Club í því samhengi, og réttilega, þar sem árásin fór jú fram á staðnum. Sérfræðingur í vörumerkjastjórnun telur ekki að málið komi til með að hafa áhrif á skemmtistaðinn til lengri tíma og eigendur hafi gert allt rétt í krísustjórnun. Hann hefur hins vegar meiri áhuga á að skoða málið út frá vörumerkinu Ísland. Friðrik Larsen er sérfræðingur í vörumerkjastjórnun. Hann segist viss um að málið muni ekki hafa mikil áhrif á skemmtistaðinn þegar fram líða stundir og að eigendum hafi tekist að minnka skaðann. Bankastræti Club er einn vinsælasti skemmtistaður landsins „Þetta mál er auðvitað leiðinlegt fyrir staðinn. En það var allt gert rétt þar í krísustjórnun frá upphafi. Þau komu fram, voru einlæg og sögðu frá sinni upplifun,“ segir Friðrik. „Þetta er eitthvað sem er mjög stutt og gengur hratt yfir. Að því gefnu að ekkert meira gerist, að minnsta kosti.“ Alvarlegt mál ímyndarlega séð Hann telur að ef rekstraraðilar Bankastræti Club væru minna þekktir væri þetta ekki jafn stórt mál. „Þetta er auðvitað með vinsælustu stöðum landsins og vekur eðli málsins samkvæmt meiri athygli en einhver staður sem fólk þekkir ekki nafnið á. Auðvitað er þetta stórmál og alvarlegt mál, ímyndarlega séð,“ segir Friðrik. En eins leiðinlegt og málið er þá telur hann að sem betur fer muni það ganga hratt yfir. Friðrik Larsen hjá Brandr er einn helsti vörumerkjasérfræðingur landsinsBrandr „Almenningur hefur ekki áhuga á að velta sér upp úr þessu. Þetta er erfitt mál sem maður skilur varla, ég skil þetta ekki sjálfur. Heimur sem ég þekki ekki. En manni bregður auðvitað að sjá fréttir af því að Bandaríska sendiráðið hafi varað ferðamenn við því að fara í miðbæinn. Það er magnað að þetta hafi náð þeim hæðum.“ Aðspurður um hvaða ráðleggingar Friðrik gefi rekstraraðilum Bankastrætis Club er hann afdráttarlaus í svörum; „Halda áfram að vera einlæg og opinská. Halda áfram að vinna með lögreglu og þar til gerðum yfirvöldum og hafa allt uppi á borðum. Þetta gerðist jú inni á staðnum þeirra og þeim finnst það jafn leiðinlegt og öllum öðrum. Þau eru engir gerendur í þessu máli og eiga ekki að draga sig inn í skel.“ Öryggi, öryggi, öryggi Friðrik segir að sér finnist áhugaverðara að skoða málið út frá því hvað vörumerkið Ísland varðar. Sjálfur hefur hann unnið að mörgum rannsóknum sem tengjast landinu sem vörumerki. Hann telur eins og í tilfelli Bankastrætis Club að um stuttan storm sé að ræða sem komi ekki til með að skaða orðspor Íslands eða landið sem vörumerki til lengri tíma. „Eitt af því sem hefur alltaf einkennt Ísland er öryggi, öryggi, öryggi. Nú er eitthvað sem ögrar því jafnvægi. Vörumerkið Ísland er risastórt. Það stendur á sterkum stólpum í huga fólks og hefur þessi tengsl við náttúruna með sína hreinu orku, jökla og allt það. Það mun standa upp úr áfram og yfirskyggja hitt.“ Friðrik telur ekki að orðspor Íslands hafi beðið varanlega hnekki vegna hnífstungumálsins. Friðrik setur þetta fram með þeim fyrirvara að um einstakt mál sé að ræða. „Þetta gengur fljótt yfir, nema að hefndarárásir verði gerðar og þetta stríð haldi áfram. Þessir aðilar halda í þessu lífinu. Svona mál ýfa upp alls konar kenndir og opna á myllu þeirra sem eru á móti alþjóðahyggju, sem er auðvitað ekki gott. En þetta er vonandi bara einstakt mál, stórt af skala, sem líður hjá.“ Allt annars eðlis en Klaustursmálið Margir muna eftir Klaustursmálinu svokallaða. Þar náðust upptökur af þingmönnum í nóvember árið 2018 þar sem þeir fóru ófögrum orðum um konur, fatlaða einstaklinga og ræddu ráðningar sendiherraembætta meðal annars. Samtalið fór fram á bar í miðbænum sem þá bar nafnið Klaustur, og var ítrekað talað um „Klaustursmálið.“ Svo fór að rúmu ári eftir atvikið, sem olli mikilli ólgu í samfélaginu, var tekin ákvörðun um að breyta um nafn á staðnum. Var það gert til að reyna að losna við „Klausturs-stimpilinn“ svokallaða en staðurinn heitir nú Aldamót Bar. Klaustur Bar heitir nú Aldamót Barvísir/vilhelm Friðrik segir að þessi tvö mál séu gjörólík og í raun sé ekki hægt að bera þau saman. „Þetta er allt annars eðlis. Það eina sem er svipað er að þetta eru tveir veitingastaðir. Ég sé enga aðra tengingu.“ Hann telur ekki að Bankastræti verði tengt við hnífstunguárásina líkt og Klaustur var tengt við upptökurnar. „Klausturmálið var svo pólíserað. Þetta er það ekki. Það eru allir á því að þetta sé hræðilegt mál og fordæma það. Það eru engir talsmenn hnífaárása sem eru á hinum pólnum og halda umræðunni á lífi. Þetta er bara tragedía sem venjulegt fólk skilur ekki, það er enginn að taka afstöðu með því. Í Klaustursmálinu var fullt af fólki að verja þá aðila, þó þeir væru fáir, en þannig er það ekki núna,“ segir Friðrik Larsen. Hnífstunguárás á Bankastræti Club Auglýsinga- og markaðsmál Veitingastaðir Reykjavík Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Friðrik Larsen er sérfræðingur í vörumerkjastjórnun. Hann segist viss um að málið muni ekki hafa mikil áhrif á skemmtistaðinn þegar fram líða stundir og að eigendum hafi tekist að minnka skaðann. Bankastræti Club er einn vinsælasti skemmtistaður landsins „Þetta mál er auðvitað leiðinlegt fyrir staðinn. En það var allt gert rétt þar í krísustjórnun frá upphafi. Þau komu fram, voru einlæg og sögðu frá sinni upplifun,“ segir Friðrik. „Þetta er eitthvað sem er mjög stutt og gengur hratt yfir. Að því gefnu að ekkert meira gerist, að minnsta kosti.“ Alvarlegt mál ímyndarlega séð Hann telur að ef rekstraraðilar Bankastræti Club væru minna þekktir væri þetta ekki jafn stórt mál. „Þetta er auðvitað með vinsælustu stöðum landsins og vekur eðli málsins samkvæmt meiri athygli en einhver staður sem fólk þekkir ekki nafnið á. Auðvitað er þetta stórmál og alvarlegt mál, ímyndarlega séð,“ segir Friðrik. En eins leiðinlegt og málið er þá telur hann að sem betur fer muni það ganga hratt yfir. Friðrik Larsen hjá Brandr er einn helsti vörumerkjasérfræðingur landsinsBrandr „Almenningur hefur ekki áhuga á að velta sér upp úr þessu. Þetta er erfitt mál sem maður skilur varla, ég skil þetta ekki sjálfur. Heimur sem ég þekki ekki. En manni bregður auðvitað að sjá fréttir af því að Bandaríska sendiráðið hafi varað ferðamenn við því að fara í miðbæinn. Það er magnað að þetta hafi náð þeim hæðum.“ Aðspurður um hvaða ráðleggingar Friðrik gefi rekstraraðilum Bankastrætis Club er hann afdráttarlaus í svörum; „Halda áfram að vera einlæg og opinská. Halda áfram að vinna með lögreglu og þar til gerðum yfirvöldum og hafa allt uppi á borðum. Þetta gerðist jú inni á staðnum þeirra og þeim finnst það jafn leiðinlegt og öllum öðrum. Þau eru engir gerendur í þessu máli og eiga ekki að draga sig inn í skel.“ Öryggi, öryggi, öryggi Friðrik segir að sér finnist áhugaverðara að skoða málið út frá því hvað vörumerkið Ísland varðar. Sjálfur hefur hann unnið að mörgum rannsóknum sem tengjast landinu sem vörumerki. Hann telur eins og í tilfelli Bankastrætis Club að um stuttan storm sé að ræða sem komi ekki til með að skaða orðspor Íslands eða landið sem vörumerki til lengri tíma. „Eitt af því sem hefur alltaf einkennt Ísland er öryggi, öryggi, öryggi. Nú er eitthvað sem ögrar því jafnvægi. Vörumerkið Ísland er risastórt. Það stendur á sterkum stólpum í huga fólks og hefur þessi tengsl við náttúruna með sína hreinu orku, jökla og allt það. Það mun standa upp úr áfram og yfirskyggja hitt.“ Friðrik telur ekki að orðspor Íslands hafi beðið varanlega hnekki vegna hnífstungumálsins. Friðrik setur þetta fram með þeim fyrirvara að um einstakt mál sé að ræða. „Þetta gengur fljótt yfir, nema að hefndarárásir verði gerðar og þetta stríð haldi áfram. Þessir aðilar halda í þessu lífinu. Svona mál ýfa upp alls konar kenndir og opna á myllu þeirra sem eru á móti alþjóðahyggju, sem er auðvitað ekki gott. En þetta er vonandi bara einstakt mál, stórt af skala, sem líður hjá.“ Allt annars eðlis en Klaustursmálið Margir muna eftir Klaustursmálinu svokallaða. Þar náðust upptökur af þingmönnum í nóvember árið 2018 þar sem þeir fóru ófögrum orðum um konur, fatlaða einstaklinga og ræddu ráðningar sendiherraembætta meðal annars. Samtalið fór fram á bar í miðbænum sem þá bar nafnið Klaustur, og var ítrekað talað um „Klaustursmálið.“ Svo fór að rúmu ári eftir atvikið, sem olli mikilli ólgu í samfélaginu, var tekin ákvörðun um að breyta um nafn á staðnum. Var það gert til að reyna að losna við „Klausturs-stimpilinn“ svokallaða en staðurinn heitir nú Aldamót Bar. Klaustur Bar heitir nú Aldamót Barvísir/vilhelm Friðrik segir að þessi tvö mál séu gjörólík og í raun sé ekki hægt að bera þau saman. „Þetta er allt annars eðlis. Það eina sem er svipað er að þetta eru tveir veitingastaðir. Ég sé enga aðra tengingu.“ Hann telur ekki að Bankastræti verði tengt við hnífstunguárásina líkt og Klaustur var tengt við upptökurnar. „Klausturmálið var svo pólíserað. Þetta er það ekki. Það eru allir á því að þetta sé hræðilegt mál og fordæma það. Það eru engir talsmenn hnífaárása sem eru á hinum pólnum og halda umræðunni á lífi. Þetta er bara tragedía sem venjulegt fólk skilur ekki, það er enginn að taka afstöðu með því. Í Klaustursmálinu var fullt af fólki að verja þá aðila, þó þeir væru fáir, en þannig er það ekki núna,“ segir Friðrik Larsen.
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Auglýsinga- og markaðsmál Veitingastaðir Reykjavík Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira