Slydda eða snjókoma sunnan- og vestantil Spáð er suðaustan golu eða kalda með slyddu eða snjókomu með köflum á landinu sunnan- og vestanverðu í dag. Á morgun, laugardag, er víða spáð björtu veðri en talsverðu frosti. Veður 3. janúar 2025 07:27
Dálítil él og frost að tíu stigum Veðurstofan gerir ráð fyrir vestan og norðvestan fimm til þrettán metrum á sekúndu í dag. Gera má ráð fyrir dálitlum éljum, en bjart að mestu á Suðausturlandi. Veður 2. janúar 2025 07:28
Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Ísþoka steig upp af Elliðaánum í Víðidal í dag og hrímaði trjágróður meðfram ánni. Þar mældist frostið 21,1 gráða á opinberri mælistöð Veðurstofunnar og reyndist þetta kaldasti staður á láglendi Íslands í dag. Innlent 1. janúar 2025 16:52
Kalt og rólegt veður á fyrsta degi ársins Á þessum fyrsta degi ársins er útlit fyrir rólegt veður víðast hvar. Reikna má með hægum vindi og léttskýjuðu veðri, en norðvestan strekkingi og dálitlum éljum fyrir austan. Veður 1. janúar 2025 08:06
Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Fjórtán áramótabrennur verða tendraðar á höfuðborgarsvæðinu í dag, fjórum fleiri en útlit var fyrir í haust. Þá gæti stórkostleg norðurljósasýning veitt flugeldum samkeppni á himni í kvöld. Innlent 31. desember 2024 13:03
Talsvert frost en rólegt veður þegar nýtt ár gengur í garð Veðurstofan spáir því að þegar nýtt ár gengur í garð verði kalt og rólegt veður víðast hvar á landinu. Því sé hætt við talsverðri flugeldamengun. Á nýársdag verði fremur hæg norðlæg átt, víða bjart og kalt veður. Veður 31. desember 2024 08:44
Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Björgunarsveitarmenn frá Berserkjum í Stykkishólmi og Klakki í Grundarfirði aðstoðuðu í dag fjölda fólks eftir árekstur nokkurra bíla á Vatnaleið á Snæfellsnesi. Vel mun hafa gengið að aðstoða fólk á heiðinni við erfiðar aðstæður og ófærð. Innlent 30. desember 2024 22:11
Hægur vindur og slæm loftgæði Áramótaspá Veðurstofu Íslands spáir hægum vindi á gamlárskvöld og talsverðu frosti. Loftgæðin verða víðast hvar slæm. Innlent 30. desember 2024 14:45
„Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ „Þetta er búið að ganga lygilega vel. Það voru fjórir til fimm árekstrar í morgun en síðan hefur ekkert verið kallað í okkur. Við héldum að það yrði meira, sérstaklega þegar að menn voru að fara í vinnuna. Það varð ekki raunin, vegna þess að þegar það bætist í umferðina, hægist á öllu, því sumir eru verr útbúnir en aðrir.“ Innlent 30. desember 2024 14:30
Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Snæviþakin jörð blasti við íbúum á höfuðborgarsvæðinu þegar þeir héldu út í daginn í morgun. Talsverður lausasnjór er nú á Vesturlandi og með deginum tekur að blása úr norðaustri og því er útlit fyrir að ansi blint verði á vestan til. Innlent 30. desember 2024 12:50
Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Gottlieb Konráðsson segir snjómokstur hafa gengið vel á Hellisheiði í vetur. Það hafi verið lítill snjór. Meiri skafrenningur og hálka. Hann segir umferðarmenninguna rosalega á Hellisheiðinni og ökumenn oft skapa hættulegar aðstæður með því að flýta sér of mikið. Veður 30. desember 2024 10:11
Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt Eiður Fannar Erlendsson yfirmaður vetrarþjónustu í Reykjavíkurborg segir snjómokstur hafa gengið vel í morgun. Færðin sé tiltölulega góð í borginni. Veður 30. desember 2024 08:00
Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Töluverð snjókoma blasti við íbúum höfuðborgarsvæðisins í morgun en viðbúið er að þar hætti að snjóa þegar líða tekur á morguninn. Veðurstofa hvetur vegfarendur til að kynna sér fréttir af færð og veðri áður en lagt er af stað í ferðalög en nýfallin snjór og hvassviðri gæti til að mynda valdið skafrenningi og lélegu skyggni, einkum í kvöld og í fyrramálið. Hætt er við að vegir teppist, einkum á Snæfellsnesi og í Dölum og víðar á Vesturlandi. Innlent 30. desember 2024 07:50
Heitavatnsleki geti leikið hús jafn illa og bruni Húseigendur þurfa að hafa varann á og gera viðeigandi ráðstafanir í kuldakastinu sem nú gengur yfir. Þetta segir forvarnasérfræðingur. Vatnsleki geti haft sömu áhrif á eignir og húsabruni. Innlent 29. desember 2024 20:31
„Það versta stendur yfir áramótin“ Kuldakast herjar á landið og búast má við tveggja stafa frosti næstu daga. Veðurfræðingur spáir mestum kulda yfir áramótin og þykir líklegt að kuldatíðin teygi sig inn í nýja árið. Veður 29. desember 2024 19:42
Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Kuldakast sem nú gengur yfir landið mun að öllum líkindum vara langt inn í vikuna. Þrátt fyrir það verður víða hæglætisveður á gamlárskvöld, en aðra sögu var að segja í Skagafirði í gær þar sem fresta þurfti stórtónleikum vegna færðar. Kórmenn sátu fastir um allan fjörð og því reyna menn aftur í kvöld. Innlent 29. desember 2024 11:33
„Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Formaður utanríkismálanefndar Sjálfstæðisflokksins gefur lítið fyrir gagnrýni flokksfélaga á mögulega frestun landsfundar flokksins fram í haust. Allt tal um baktjaldamakk sé þvæla og jafnvel grunnskólabörn viti hvernig tíðarfarið sé í febrúar. Innlent 29. desember 2024 10:51
Útlit fyrir snjókomu vestast Minnkandi norðanátt er í dag og búist er við því að það dragi úr éljum og að áfram verði bjart um sunnanvert landið. Þá er harðnandi frost og í kvöld er útlit fyrir snjókmu vestast á landinu, en líklega mun hún einungis standa yfir í nokkra klukkutíma. Veður 29. desember 2024 08:54
Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Björgunarsveitir allt frá uppsveitum Borgarfjarðar og norður í Skagafjörð hafa aðstoðað tugi vegfarenda frá sunnanverðri Holtavörðuheiði og inn í syðstu svæði Vestfjarðarkjálka við að komast leiðar sinnar í kvöld. Innlent 28. desember 2024 21:30
Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað Súðavíkurhlíð verður lokað á ný í kvöld, ekki seinna en klukkan 21:30, vegna snjóflóðahættu. Athugað verður með opnun í fyrramálið. Innlent 28. desember 2024 17:35
„Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Stjórnarmaður SUS gefur lítið fyrir hugmyndir um að fresta landsfundi Sjálfstæðisflokksins fram á haust af veðurfarslegum ástæðum. Lygasagan um paradísina sem er íslenskt haustveður sé ekki nógu góð. Innlent 28. desember 2024 14:38
Ófært í Ísafjarðardjúpi Ófært er í Ísafjarðardjúpi og á Dynjandisheiði á Vestfjörðum. Þá er ófært um Breiðdalsheiði á Austurlandi og á Fróðárheiði á Vesturlandi. Innlent 28. desember 2024 10:27
Smálægðir keppast við að stýra veðrinu í dag „Í dag keppast smálægðir um að stýra veðrinu hjá okkur,“ segir í textaspá Veðurstofunnar um veðrið í dag. Veður 28. desember 2024 07:41
Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Kuldakast sem er í veðurkortunum gæti haft áhrif á sundlaugarnar yfir áramótin. Veitur biðla til fólks að fara sparlega með heita vatnið á meðan það gengur yfir. Innlent 27. desember 2024 23:35
Súðavíkurhlíð opin á ný Búið er að opna veginn á milli Ísafjarðar og Súðavíkur. Vegurinn hefur verið lokaður vegna mikillar snjóflóðahættu. Innlent 27. desember 2024 14:38
Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Vegurinn um Holtavörðuheiði var opnaður á ný fyrir hádegi eftir að hafa verið lokaður síðan í gær. Innlent 27. desember 2024 12:47
Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Sigurður Þ. Ragnarsson sem betur er þekktur sem Siggi stormur segir veðrið um jólin að mestu hafa gengið eftir. „Þetta var bara skítaveður,“ sagði Sigurður í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir spár benda til þess að veðrið verði fínt um áramót. Það verði stilla á nær öllu landinu en að henni muni fylgja slæm loftgæði þegar fólk byrjar að sprengja flugelda. Veður 27. desember 2024 08:17
Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Loftslagsbreytingar á jörðinni gerðu það að verkum að á árinu sem er að líða fjölgaði dögum þar sem hitinn er hættulegur mannfólki mikið, eða um sex vikur að meðaltali. Þetta þýðir að hitabylgjum hefur fjölgað og þær vara lengur í hvert skipti. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem Guardian fjallar um í dag. Erlent 27. desember 2024 07:38
Holtavörðuheiði enn lokuð Vegurinn um Holtavörðuheiði er ennþá lokaður og er reiknað með að staðan verði tekin á ný um hádegi. Innlent 27. desember 2024 07:25
Stíf suðvestanátt áfram ríkjandi Milli Íslands og Grænlands er nú dálítil lægð sem nálgast smám saman landið. Stíf suðvestanátt verður því áfram ríkjandi um sinn og gengur á með skúrum eða slydduéljum framan af morgni, en síðar snjóéljum og kólnar í veðri. Hiti verður í hringum frostmark. Veður 27. desember 2024 07:11
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent