Veður

Á­kveðin austan­átt á landinu öllu og víða snarpar hviður

Atli Ísleifsson skrifar
Hlýtt í veðri og tveggja stafa tölur líklegar sunnan- og vestantil.
Hlýtt í veðri og tveggja stafa tölur líklegar sunnan- og vestantil. Vísir/Vilhelm

Ákveðin austanátt er á landinu öllu í dag og má reikna með að víða verði snarpar hviður við fjöll sem geti náð 30-35 metrum á sekúndu.

Á vef Veðurstofunnar segir að það verði talsvert vatnsveður á Suðausturlandi og Austfjörðum, en annars staðar úrkomuminna. Það dregur aðeins úr vindi seint í kvöld.

Hlýtt í veðri og tveggja stafa tölur líklegar sunnan- og vestantil.

Á morgun og næstu daga verður strekkings austanátt allsráðandi með úrkomu aðallega suðaustantil á landinu en bjart með köflum annars staðar. Það fer heldur kólnandi.

Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag, laugardag, sunnudag og mánudag: Austanátt, víða 8-15 m/s, en 15-20 syðst. Skúrir eða él suðaustan- og austanlands, annars þurrt að mestu og víða bjart vestantil. Hiti 0 til 8 stig, svalast á Norður- og Austurlandi.

Á þriðjudag og miðvikudag: Útlit fyrir áframhaldandi austanátt en kólnandi veður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×