Veður

Veður


Fréttamynd

Skýjað, lítils­háttar væta og temmi­lega hlýtt

Suðvestur af Íslandi er lægð sem beinir hlýju og röku lofti til landsins. Áttin verður suðaustlæg og hvessir eftir því sem líður á daginn. Skýjað og lítilsháttar væta og hiti á bilinu tíu til sautján stig sunnan- og vestanlands fram eftir degi en í kvöld fer að rigna. Á Norður- og Austurlandi verður víðast hvar léttskýjað og hiti að 23 stigum.

Veður

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Rigning og rok í methlaupi

Veðurspáin fyrir morgundaginn aftrar ekki metþátttöku í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Nú hafa yfir sextán þúsund skráð sig til þátttöku sem slær fyrra met frá árinu 2014 sem stóð í 15.552.  Siggi stormur segir að það gæti orðið allhvasst og rigning þegar flugeldasýningin fer fram um kvöldið.

Innlent
Fréttamynd

Hiti að 21 stigi í dag

Veðurstofan gerir ráð fyrir suðaustan fimm til þrettán metrum á sekúndu sunnan- og vestanlands, en átta til fimmtán á morgun. Skýjað verður á þessum slóðum og sums staðar dálítil væta, og mun bæta í úrkomu seinnipartinn á morgun.

Veður
Fréttamynd

Hitamet aldarinnar slegið

Hitamet þessarar aldar var líklega slegið á flugvellinum á Egilsstaðaflugvelli fyrr í dag þar sem hiti mældist 29,8 gráður. Það mun vera hæsti hiti sem mælst hefur í ágústmánuði á Íslandi.

Veður
Fréttamynd

Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum

Víða er tjón eftir mikið vatnaveður sem reið yfir höfuðborgarsvæðið síðdegis í gær. Vatn lak inn í kjallara á Kjarvalsstöðum í Reykjavík en málverk urður ekki fyrir skemmdum. Í heimahúsum fór vatn að flæða upp úr klósettum og niðurföllum.

Innlent
Fréttamynd

Spá eldingum á Vestur­landi

Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir vegna eldingaspár á vestanverðu landinu í dag en eldingar hafa mælst vestur af landinu og má búast við eldingum á vestanverðu landinu fram yfir hádegi.

Innlent
Fréttamynd

Úr­koma í öllum lands­hlutum

Veðurstofan gerir ráð fyrir suðlægum eða breytilegum áttum í dag með úrkomu í öllum landshlutum, ýmist skúrum eða rigningu, enda sé lægð vestan við landið á leið austur yfir landið.

Veður
Fréttamynd

„Það er nóg eftir af sumrinu“

„Það er nóg eftir af sumrinu. Það er ekkert sem bendir til þess að hér sé að kólna. Þó það hafi komið ein frostnótt, þá er það engin vísbending um að sumarið sé að verða búið eða komið haust fyrr en venjulega. Síður en svo.“

Veður
Fréttamynd

27 daga frost­lausum kafla lokið

Nú í morgunsárið er hægur vindur á landinu og víða bjart og fallegt veður. Það kólnaði niður fyrir frostmark á Þingvöllum í nótt, fór niður í 1,3 gráðu frost, en þetta var í fyrsta sinn sem mældist frost á landinu síðan 13. júlí.

Veður
Fréttamynd

Borgar­búar fá annan góð­viðris­dag

Grunn lægð gengur til norðausturs fyrir suðaustan land í dag, áttin verður því norðlæg eða breytileg og vindur fremur hægur. Dálítil væta norðaustan- og austanlands, og samfelld rigning allra syðst, en þurrt að mestu í öðrum landshlutum.

Veður
Fréttamynd

Viðrar vel til gleði­göngu

Minnkandi lægðasvæði austur af landinu stjórnar veðrinu á landinu í dag. Áttin verður því norðlæg eða norðvestlæg, víða gola eða kaldi og súld eða rigning með köflum á Norður- og Austurlandi, en bjart að mestu suðvestan- og vestantil.

Veður
Fréttamynd

Esjan snjó­laus og það ó­venju snemma

Snjóskaflinn í Gunnlaugsskarði í Esjunni er horfinn, óvenju snemma á árinu. Einungis tvisvar sinnum áður hefur skaflinn horfið fyrr á árinu, árin 1941 og 2010, en þau ár hvarf hann í júlí. 

Innlent