Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Guðspjallið spilaði ...

Johann Sebastian Bach hefur stundum verið nefndur fimmti guðspjallamaðurinn. Slíkar tilfinningar vakna með hlustanda í kirkju þegar tónlist hans flæðir þar um hvelfingar, mótettur hans, óratoríur, tokkötur og fúgur.

Skoðun
Fréttamynd

Fyrsta lagið af væntanlegri plötu Tunglleysu

Hljómsveitin Tunglleysa er skipuð þeim Þorkatli Atlasyni tónskáldi, gítarleikara og Pan Thorarensen tónlistarmanni.  Sortufen er fyrsta lagið af væntanlegri plötu þeirra sem er gefin út af Reykjavík Record shop í september.

Albumm
Fréttamynd

Lauf­ey lofuð í Rolling Stone

Fjallað er um fyrstu EP-plötuna sem tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir sendi frá sér á dögunum í bandaríska stórtímaritinu Rolling Stone. Fram kemur í umfjöllun Rolling Stone að mörg laganna á plötu Laufeyjar hafi hún samið á heimavistinni í Berklee-tónlistarskólanum í Boston, þar sem Laufey stundaði nám.

Lífið
Fréttamynd

Gamalt SSSól lag í nýjum búningi

Nú á dögunum sendu þau Eva Björnsdóttir söngkona og Ingvar Valgeirsson gítarleikari frá sér lagið Ef ég væri Guð. Lagið er gamalt SSSól-lag og er nýja útsetningin talsvert frábrugðin þeirri gömlu. 

Albumm
Fréttamynd

Superserious frumsýnir myndband

Sveitin Superserious frumsýnir í dag nýtt myndband við lagið Let's Be Grown Ups sem er af væntanlegri plötu sem kemur í sumar sem mun heita Let's get serious.

Tónlist
Fréttamynd

Britney mun ávarpa dómara í júní

Söngkonan víðfræga Britney Spears mun ávarpa dómara sjálf í júní, vegna viðleitni hennar til að öðlast aukið sjálfræði og frelsi frá föður sínum. Ekki liggur þó fyrir hvað hún stefnir á að segja fyrir dómi.

Erlent
Fréttamynd

Tón­listar­konan Anita Lane látin

Ástralska söngkonan og lagasmiðurinn Anita Lane er látin, 62 ára að aldri. Á ferli sínum starfaði Lane meðal annars með sveitunum The Bad Seeds og The Birthday Party.

Lífið
Fréttamynd

Daði fær silfurplötu í Bretlandi

Daði Freyr hefur fengið silfurplötu í Bretlandi fyrir lagið Think About Things. Um er að ræða söluviðurkenningu sem vottar að lagið seldist í 200 þúsund eintökum þar í landi.

Tónlist
Fréttamynd

Rússi fékk loks lausn úr kínverskum sjónvarpsþætti

Rússneskur maður er loksins laus úr kínverskum raunveruleikasjónvarpsþætti eftir að hafa beðið um að fá að hætta í þrjá mánuði. Hinn 27 ára gamli Vladislav Ívanóv vann sem túlkur við þættina Produce Camp 2021 og var boðið að taka þátt í leitinni að mönnum í nýja strákahljómsveit.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Sigurður Guðmundsson gefur út Kappróður

Tónlistarmaðurinn Sigurður Guðmundsson gefur út lagið Kappróður sem er fyrsta smáskífan af samnefndri sólóplötu hans sem kemur út í byrjun sumars á vegum Record Records.  

Albumm
Fréttamynd

Geimævintýri byggt upp af leikþáttum

Barnaplatan Út í geim og aftur heim eftir Alexander Frey Olgeirsson er nú komin út. Platan er geimævintýri sem er byggt upp af leikþáttum og ellefu glænýjum barnalögum.

Albumm
Fréttamynd

Barði gerir tónlist fyrir nýja hryllingsmynd

Barði Jóhannsson, oft kenndur við Bang Gang, gaf í síðustu viku út tónlist við kvikmyndina Agony. Barði hefur samið og lagt til tónlist í yfir þrjátíu kvikmyndir, leikhúsverk og sjónvarpsþætti en í tónlistinni við Agony læðist hann um stræti trylla og hryllings.

Lífið