Júlí Heiðar situr á toppi íslenska listans Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 12. febrúar 2022 16:01 Ástin heldur ekki lengur vöku fyrir Júlí Heiðari. Instagram: @juliheidar Söngvarinn Júlí Heiðar skipar fyrsta sæti íslenska listans í dag með lagið Ástin Heldur Vöku. Lagið kom út í byrjun október 2021 og hefur á undanförnum vikum verið að vinna sig upp listann, en það var kynnt inn sem líklegt til vinsælda í desember. Blaðamaður ræddi á þeim tíma við Júlí um innblástur fyrir þessari angurværu ballöðu og varð lagið einfaldlega til þegar hann gat ekki sofnað þar sem ástin hélt bókstaflega fyrir honum vöku. View this post on Instagram A post shared by Ju li Heiðar (@juliheidar) Júlí Heiðar hefur verið virkur í íslensku tónlistarlífi í yfir áratug og segir tónlistina hafa verið ástríðu hjá sér frá því að hann man eftir sér, bæði við að vinna að eigin tónlist og að semja fyrir aðra. „Ég hef alltaf verið í hljómsveitum og frá því ég var í framhaldsskóla hef ég verið frekar virkur í að gefa út lög. Ég hef aðallega verið að semja fyrir Dag Sigurðsson á undanförnum árum en núna langar mig að fókusa á að syngja mín lög sjálfur.“ View this post on Instagram A post shared by DI SA (@thordisbjork) Ástin heldur ekki vöku fyrir Júlí Heiðari lengur en þess í stað er hann ástfanginn, í sambandi og á vinsælasta lagið á FM957. Það má með sanni segja að lífið sé í góðu flæði hjá þessum söngvara, sem stefnir á að senda fleiri lög frá sér á næstunni. View this post on Instagram A post shared by George Ezra (@george_ezra) Þrjú splunkuný lög mættu á listann í þessari viku en öll voru kynnt inn sem líkleg til vinsælda á íslenska listanum síðasta laugardag. Breski tónlistarmaðurinn George Ezra var með eitt af þeim lögum en hann situr í tuttugasta sæti með lagið Anyone For You, sem kom út í lok janúar. Ezra, sem er 28 ára gamall, er meðal annars þekktur fyrir lögin Shotgun og Budapest sem hafa náð miklum árangri í tónlistarheiminum. View this post on Instagram A post shared by Jon Jonsson (@jonjonssonmusic) Bræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónsson voru einnig báðir með ný lög á lista sem eiga það sameiginlegt að vera stútfull af rómantískum víbrum. Jón situr í átjánda sæti með lagið Lengi lifum af samnefndri plötu og lagið Þú með Friðriki Dór situr í því sextánda. Þú er fyrsti síngúll af plötunni Dætur sem Friðrik Dór sendi frá sér fyrir um tveimur vikum síðan. Þar er meðal annars að finna hina bræðandi línu „Að vera með þér er að gera sér dagamun“ og finnst blaðamanni það ná vel utan um tilfinninguna að vera ástfanginn. View this post on Instagram A post shared by Friðrik Dór (@fridrikdor) Hér má sjá íslenska listann í heild sinni: Íslenski listinn á Spotify: FM957 Íslenski listinn Tónlist Ástin og lífið Tengdar fréttir Júlí Heiðar líklegur til vinsælda Íslenski listinn á FM957 heldur áfram með mikla stemningu á laugardögum frá klukkan 14:00-16:00. 11. desember 2021 16:01 „Hæfileg væmni, fullkomið popp“ Hjartaknúsarinn, tónlistarmaðurinn og faðirinn Friðrik Dór sendi frá sér plötuna Dætur nú á aðfaranótt föstudags 28. janúar. 29. janúar 2022 14:31 Frikki Dór: Þriggja dætra faðir og ný plata á leiðinni Stórsöngvarinn Friðrik Dór Jónsson og eiginkona hans Lísa Hafliðadóttir hafa tekið á móti þriðju dóttur sinni og er einnig ný plata frá honum væntanleg á miðnætti. 27. janúar 2022 11:30 TikTok smellur á toppi íslenska listans Hin sautján ára gamla GAYLE situr í fyrsta sæti íslenska listans þessa vikuna með TikTok smellinn abcdefu. 29. janúar 2022 16:01 Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Lagið kom út í byrjun október 2021 og hefur á undanförnum vikum verið að vinna sig upp listann, en það var kynnt inn sem líklegt til vinsælda í desember. Blaðamaður ræddi á þeim tíma við Júlí um innblástur fyrir þessari angurværu ballöðu og varð lagið einfaldlega til þegar hann gat ekki sofnað þar sem ástin hélt bókstaflega fyrir honum vöku. View this post on Instagram A post shared by Ju li Heiðar (@juliheidar) Júlí Heiðar hefur verið virkur í íslensku tónlistarlífi í yfir áratug og segir tónlistina hafa verið ástríðu hjá sér frá því að hann man eftir sér, bæði við að vinna að eigin tónlist og að semja fyrir aðra. „Ég hef alltaf verið í hljómsveitum og frá því ég var í framhaldsskóla hef ég verið frekar virkur í að gefa út lög. Ég hef aðallega verið að semja fyrir Dag Sigurðsson á undanförnum árum en núna langar mig að fókusa á að syngja mín lög sjálfur.“ View this post on Instagram A post shared by DI SA (@thordisbjork) Ástin heldur ekki vöku fyrir Júlí Heiðari lengur en þess í stað er hann ástfanginn, í sambandi og á vinsælasta lagið á FM957. Það má með sanni segja að lífið sé í góðu flæði hjá þessum söngvara, sem stefnir á að senda fleiri lög frá sér á næstunni. View this post on Instagram A post shared by George Ezra (@george_ezra) Þrjú splunkuný lög mættu á listann í þessari viku en öll voru kynnt inn sem líkleg til vinsælda á íslenska listanum síðasta laugardag. Breski tónlistarmaðurinn George Ezra var með eitt af þeim lögum en hann situr í tuttugasta sæti með lagið Anyone For You, sem kom út í lok janúar. Ezra, sem er 28 ára gamall, er meðal annars þekktur fyrir lögin Shotgun og Budapest sem hafa náð miklum árangri í tónlistarheiminum. View this post on Instagram A post shared by Jon Jonsson (@jonjonssonmusic) Bræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónsson voru einnig báðir með ný lög á lista sem eiga það sameiginlegt að vera stútfull af rómantískum víbrum. Jón situr í átjánda sæti með lagið Lengi lifum af samnefndri plötu og lagið Þú með Friðriki Dór situr í því sextánda. Þú er fyrsti síngúll af plötunni Dætur sem Friðrik Dór sendi frá sér fyrir um tveimur vikum síðan. Þar er meðal annars að finna hina bræðandi línu „Að vera með þér er að gera sér dagamun“ og finnst blaðamanni það ná vel utan um tilfinninguna að vera ástfanginn. View this post on Instagram A post shared by Friðrik Dór (@fridrikdor) Hér má sjá íslenska listann í heild sinni: Íslenski listinn á Spotify:
FM957 Íslenski listinn Tónlist Ástin og lífið Tengdar fréttir Júlí Heiðar líklegur til vinsælda Íslenski listinn á FM957 heldur áfram með mikla stemningu á laugardögum frá klukkan 14:00-16:00. 11. desember 2021 16:01 „Hæfileg væmni, fullkomið popp“ Hjartaknúsarinn, tónlistarmaðurinn og faðirinn Friðrik Dór sendi frá sér plötuna Dætur nú á aðfaranótt föstudags 28. janúar. 29. janúar 2022 14:31 Frikki Dór: Þriggja dætra faðir og ný plata á leiðinni Stórsöngvarinn Friðrik Dór Jónsson og eiginkona hans Lísa Hafliðadóttir hafa tekið á móti þriðju dóttur sinni og er einnig ný plata frá honum væntanleg á miðnætti. 27. janúar 2022 11:30 TikTok smellur á toppi íslenska listans Hin sautján ára gamla GAYLE situr í fyrsta sæti íslenska listans þessa vikuna með TikTok smellinn abcdefu. 29. janúar 2022 16:01 Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Júlí Heiðar líklegur til vinsælda Íslenski listinn á FM957 heldur áfram með mikla stemningu á laugardögum frá klukkan 14:00-16:00. 11. desember 2021 16:01
„Hæfileg væmni, fullkomið popp“ Hjartaknúsarinn, tónlistarmaðurinn og faðirinn Friðrik Dór sendi frá sér plötuna Dætur nú á aðfaranótt föstudags 28. janúar. 29. janúar 2022 14:31
Frikki Dór: Þriggja dætra faðir og ný plata á leiðinni Stórsöngvarinn Friðrik Dór Jónsson og eiginkona hans Lísa Hafliðadóttir hafa tekið á móti þriðju dóttur sinni og er einnig ný plata frá honum væntanleg á miðnætti. 27. janúar 2022 11:30
TikTok smellur á toppi íslenska listans Hin sautján ára gamla GAYLE situr í fyrsta sæti íslenska listans þessa vikuna með TikTok smellinn abcdefu. 29. janúar 2022 16:01