Sveitarstjórnarkosningar 2022

Sveitarstjórnarkosningar 2022

Fréttir og greinar tengdar sveitastjórnarkosningum sem fóru fram 14. maí 2022.


Fréttamynd

Hildur hæstánægð með fyrstu tölur í Reykjavík

„Meirihlutinn í Reykjavík er fallinn. Og það sem meira er, Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík,“ sagði Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, við mikil fagnaðarlæti eftir að fyrstu tölur voru kynntar í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Útskýrir tafirnar á fyrstu tölum í Reykjavík

Eva B. Helgadóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík, segir ýmsar ástæður fyrir miklum töfum á fyrstu tölum úr Reykjavík en upphaflega var gert ráð fyrir því að þær yrðu tilkynntar um miðnætti.

Innlent
Fréttamynd

Telur tals­verðar líkur á því að meiri­hlutinn falli

Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og forseti Alþingis, telur það vera fimmtíu prósent líkur á að meirihlutinn falli í Reykjavík. Hann skilur ekki töf á fyrstu tölum í kjördæminu þegar talningin virðist ekki vera vandi annars staðar á landinu.

Innlent
Fréttamynd

Oddvitarnir yfirgefa Efstaleiti vegna tafa á fyrstu tölum

Oddvitar flokkanna sem bjóða fram í Reykjavík hafa yfirgefið höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti vegna tafa á fyrstu tölum í Reykjavík. Til stóð að tilkynna fyrstu tölur í höfuðborginni á miðnætti en ljóst er að einhver töf verður á því.

Innlent
Fréttamynd

Sonurinn að­eins spillt fyrir nætur­svefninum

Það er útlit fyrir ánægjulega nótt hjá Framsóknarflokknum í Reykjavík ef marka má kannanir síðustu daga. Einar Þorsteinsson, oddviti flokksins í Reykjavík, segist þó reyna að halda sér á jörðinni þar sem kannanir hafi aldrei komið neinum inn í borgarstjórn. Nú þurfi þau að sjá hvað kemur upp úr kjörkössunum.

Innlent