Meirihlutinn fallinn og Einar í skýjunum Árni Sæberg skrifar 15. maí 2022 01:58 Einar Þorsteinsson er sigurvegari borgarstjórnarkosninga dagsins, ef marka má fyrstu tölur. Vísir/Vilhelm Miðað við fyrstu tölur í Reykjavík er meirihlutinn fallinn. Samkvæmt sömu tölum er Framsóknarflokkurinn ótvíræður sigurvegari kosninganna. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík, var í sjöunda himni þegar hann ávarpaði viðastadda á kosningavöku Framsóknar í Kolaportinu. „Krakkar, við erum að ná ótrúlegum árangri í Reykjavík,“ sagði hann. Ávarp Einars má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Hann hafði ærið tilefni til að gleðjast en miðað við fyrstu tölur fær Framsóknarflokkurinn 18 prósent atkvæða og fjóra menn í borgarstjórn á komandi kjörtímabili. Í kosningum árið 2018 fékk flokkurinn engan mann kjörinn. Flokkurinn hefur aldrei fengið stærri hluta greiddra atkvæða í Reykjavík. „Er ekki kominn tími á breytingar? Reykvíkingar hafa svarað játandi með afdráttarlausum hætti!“ sagði Einar í ávarpi sínu. Hann segir hugmyndafræði Framsóknar vera að vinna saman að stórum verkefnum og leysa þau. „Á næsta kjörtímabili þurfum við að ráðast verkefni þar sem enginn leysir neitt einn,“ segir Einar. „Borgarbúar vita að Framtíðin ræðst á miðjunni, borgarbúar vita að það það erum við í Framsókn sem stöndum fyrir jákvæðum breytingum. Við erum jákvæður flokkur sem er tilbúinn í verkefnið,“ segir Einar. Framsókn fagnaði í Kolaportinu.vísir/vilhelm Einar átti í erfiðleikum með að finna orð til að lýsa hamingju sinni með fyrstu tölur. „Við byrjuðum með ekkert í höndunum nema góðan árangur í alþingiskosningum. Hver hefði trúað því að við stæðum hér með fjóra menn,“ sagði hann. Þá sagði hann það hafa verið ótrúlega dýrmæta lexíu að hafa ferðast víða um borgina og rætt við borgarbúa. „Ég er alveg sannfærður um það að þessi flokkur geti gert gott fyrir Reykvíkinga, og það er það sem skiptir máli,“ segir hann. Að lokum þakkaði Einar eiginkonu sinni, Millu Ósk Magnúsdóttur, kærlega fyrir veittan stuðning en þau eignuðust sitt fyrsta barn saman á dögunum. „Án hennar væri ég ekki hér í þessari kosningabaráttu af þessum krafti,“ sagði Einar. We are the champions öskursungið í Kolaportinu Einar átti ekki til orð þegar fréttamaður okkar náði tali af honum eftir að lokatölur voru lesnar upp. Ráðherrarnir Lilja Alfreðsdóttir og Ásmundur Einar Daðason trufluðu viðtalið með háværum söng. Lagið sem varð fyrir valinu var auðvitað lag Queen, We are the champions. Einar fékk orðið aftur og sagði að Framsóknarmenn muni skemmta sér vel í Kolaportinu í nótt. Hann ætlar að melta niðurstöðuna í nótt áður en hann ákveður hvern hann hringir í fyrst í fyrramálið. En hvort hallast hann frekar til hægri eða vinstri? „Við erum bara beint áfram,“ segir Einar. Viðtal við Einar má sjá í heild sinni hér að neðan: Lilja líka mjög ánægð „Ég er mjög sátt. Ég er líka ótrúlega stolt af fólkinu okkar út um allt land, þau eru búin að leggja allt í þessa baráttu, og þau eru svo sannarlega að vinna að samvinnuhugsjóninni, og við sjáum sigra út um allt. Ég meina, sigurinn í Mosfellsbæ, stórkostlegur. Við erum að bæta við okkur út um allt land,“ segir Lilja Alfreðsdóttir í samtali við fréttastofu. Hún segir að fyrstu tölur komi sér ekki á óvart eftir að hún hitti frambjóðendur flokksins. Flokkurinn búi yfir gríðarlega hæfileikaríku fólki um allt land. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Framsóknarflokkurinn Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík, var í sjöunda himni þegar hann ávarpaði viðastadda á kosningavöku Framsóknar í Kolaportinu. „Krakkar, við erum að ná ótrúlegum árangri í Reykjavík,“ sagði hann. Ávarp Einars má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Hann hafði ærið tilefni til að gleðjast en miðað við fyrstu tölur fær Framsóknarflokkurinn 18 prósent atkvæða og fjóra menn í borgarstjórn á komandi kjörtímabili. Í kosningum árið 2018 fékk flokkurinn engan mann kjörinn. Flokkurinn hefur aldrei fengið stærri hluta greiddra atkvæða í Reykjavík. „Er ekki kominn tími á breytingar? Reykvíkingar hafa svarað játandi með afdráttarlausum hætti!“ sagði Einar í ávarpi sínu. Hann segir hugmyndafræði Framsóknar vera að vinna saman að stórum verkefnum og leysa þau. „Á næsta kjörtímabili þurfum við að ráðast verkefni þar sem enginn leysir neitt einn,“ segir Einar. „Borgarbúar vita að Framtíðin ræðst á miðjunni, borgarbúar vita að það það erum við í Framsókn sem stöndum fyrir jákvæðum breytingum. Við erum jákvæður flokkur sem er tilbúinn í verkefnið,“ segir Einar. Framsókn fagnaði í Kolaportinu.vísir/vilhelm Einar átti í erfiðleikum með að finna orð til að lýsa hamingju sinni með fyrstu tölur. „Við byrjuðum með ekkert í höndunum nema góðan árangur í alþingiskosningum. Hver hefði trúað því að við stæðum hér með fjóra menn,“ sagði hann. Þá sagði hann það hafa verið ótrúlega dýrmæta lexíu að hafa ferðast víða um borgina og rætt við borgarbúa. „Ég er alveg sannfærður um það að þessi flokkur geti gert gott fyrir Reykvíkinga, og það er það sem skiptir máli,“ segir hann. Að lokum þakkaði Einar eiginkonu sinni, Millu Ósk Magnúsdóttur, kærlega fyrir veittan stuðning en þau eignuðust sitt fyrsta barn saman á dögunum. „Án hennar væri ég ekki hér í þessari kosningabaráttu af þessum krafti,“ sagði Einar. We are the champions öskursungið í Kolaportinu Einar átti ekki til orð þegar fréttamaður okkar náði tali af honum eftir að lokatölur voru lesnar upp. Ráðherrarnir Lilja Alfreðsdóttir og Ásmundur Einar Daðason trufluðu viðtalið með háværum söng. Lagið sem varð fyrir valinu var auðvitað lag Queen, We are the champions. Einar fékk orðið aftur og sagði að Framsóknarmenn muni skemmta sér vel í Kolaportinu í nótt. Hann ætlar að melta niðurstöðuna í nótt áður en hann ákveður hvern hann hringir í fyrst í fyrramálið. En hvort hallast hann frekar til hægri eða vinstri? „Við erum bara beint áfram,“ segir Einar. Viðtal við Einar má sjá í heild sinni hér að neðan: Lilja líka mjög ánægð „Ég er mjög sátt. Ég er líka ótrúlega stolt af fólkinu okkar út um allt land, þau eru búin að leggja allt í þessa baráttu, og þau eru svo sannarlega að vinna að samvinnuhugsjóninni, og við sjáum sigra út um allt. Ég meina, sigurinn í Mosfellsbæ, stórkostlegur. Við erum að bæta við okkur út um allt land,“ segir Lilja Alfreðsdóttir í samtali við fréttastofu. Hún segir að fyrstu tölur komi sér ekki á óvart eftir að hún hitti frambjóðendur flokksins. Flokkurinn búi yfir gríðarlega hæfileikaríku fólki um allt land.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Framsóknarflokkurinn Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira