„Þetta er klárlega ekki það sem við stefndum að“ Bjarki Sigurðsson skrifar 15. maí 2022 03:05 Skúli og Heiða segja það ekki skipta öllu máli hver verði borgarstjóri á næsta kjörtímabili. Stöð 2 Skúli Helgason og Heiða Björg Hilmisdóttir, frambjóðendur Samfylkingarinnar í Reykjavík, útiloka ekki meirihlutasamstarf með Sósíalistaflokknum eða Framsóknarflokknum. Fyrstu tölur séu ekki það sem stefnt var að en tækifærin eru mörg. „Við störfuðum lengi með Framsóknarflokknum hérna í Reykjavík í R-listanum. Það gæti þá kannski verið einhver von í því að þeir séu enn þá með þessar félagslegu, sterku rætur. Við erum alltaf opin í samtal og við viljum áfram að borgin okkar þróist í rétta átt. Við erum með skýra sýn og skýra stefnu, þeir sem eru til í að starfa með okkur að því að ná þeim fram, við erum til í það samstarf, algjörlega,“ sagði Heiða aðspurð hvernig samstarf með Framsóknarflokknum hljómi. Vilja halda sínu umbótastarfi áfram Skúli segir fyrstu tölur ekki vera það sem hann hafi vonast eftir. „Þetta er klárlega ekki það sem við stefndum að. Það eru tækifæri í öllum stöðum og við verðum auðvitað að virða lýðræðið númer eitt tvö og þrjú. Það er það sem að pólitíkin gengur út á, að taka mark af því sem kjósendur vilja. Okkar skilda er síðan að búa til öflugan meirihluta sem heldur áfram því umbótastarfi og þessum miklu framförum á borgarskipulaginu, á almenningssamgöngum, á grænu byltingunni sem við höfum staðið fyrir. Og húsnæðisuppbyggingu ekki síst.“ Sósíalistaflokkurinn nær inn tveimur mönnum í borgarstjórn miðað við fyrstu tölur og gæti flokkurinn komið sér í meirihlutasamstarf. „Við höfum átt ágætissamstarf við sósíalista, þeir hafa hins vegar ekki tekið afstöðu í velflestum málum sem er auðvitað erfitt ef þú ætlar að stjórna, þeir verða að vera viðbúnir til þess, að styðja mál eða hafna þeim. Við þekkjum ekki Framsókn, við höfum ekki unnið með þeim í borgarstjórn. Þeir voru á þar síðasta kjörtímabili og það ekki vel þá. Nýtt fólk og það eru möguleikar í öllu.“ Væru helst til í Dag í borgarstjórasætið Þó svo að Heiða og Skúli vilji helst sjá Dag B. Eggertsson áfram í borgarstjórastólnum þá skipti það ekki öllu máli. „Þegar við bjóðum okkur fram, þá bjóðum við okkur fram til að starfa fyrir borgarbúa, vinna að ákveðnum málum. Við erum ekki farin að hugsa um stóla enn þá, við höfum ekki gert það viljandi, við bara förum inn í þetta. Við erum til í að vinna verkin og vinna að aukinni velferð, lífsgæðum og grænni framþróun í borginni. Stólarnir skipta minna máli, samningurinn er fyrst og svo er rætt um stóla,“ sagði Heiða. Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
„Við störfuðum lengi með Framsóknarflokknum hérna í Reykjavík í R-listanum. Það gæti þá kannski verið einhver von í því að þeir séu enn þá með þessar félagslegu, sterku rætur. Við erum alltaf opin í samtal og við viljum áfram að borgin okkar þróist í rétta átt. Við erum með skýra sýn og skýra stefnu, þeir sem eru til í að starfa með okkur að því að ná þeim fram, við erum til í það samstarf, algjörlega,“ sagði Heiða aðspurð hvernig samstarf með Framsóknarflokknum hljómi. Vilja halda sínu umbótastarfi áfram Skúli segir fyrstu tölur ekki vera það sem hann hafi vonast eftir. „Þetta er klárlega ekki það sem við stefndum að. Það eru tækifæri í öllum stöðum og við verðum auðvitað að virða lýðræðið númer eitt tvö og þrjú. Það er það sem að pólitíkin gengur út á, að taka mark af því sem kjósendur vilja. Okkar skilda er síðan að búa til öflugan meirihluta sem heldur áfram því umbótastarfi og þessum miklu framförum á borgarskipulaginu, á almenningssamgöngum, á grænu byltingunni sem við höfum staðið fyrir. Og húsnæðisuppbyggingu ekki síst.“ Sósíalistaflokkurinn nær inn tveimur mönnum í borgarstjórn miðað við fyrstu tölur og gæti flokkurinn komið sér í meirihlutasamstarf. „Við höfum átt ágætissamstarf við sósíalista, þeir hafa hins vegar ekki tekið afstöðu í velflestum málum sem er auðvitað erfitt ef þú ætlar að stjórna, þeir verða að vera viðbúnir til þess, að styðja mál eða hafna þeim. Við þekkjum ekki Framsókn, við höfum ekki unnið með þeim í borgarstjórn. Þeir voru á þar síðasta kjörtímabili og það ekki vel þá. Nýtt fólk og það eru möguleikar í öllu.“ Væru helst til í Dag í borgarstjórasætið Þó svo að Heiða og Skúli vilji helst sjá Dag B. Eggertsson áfram í borgarstjórastólnum þá skipti það ekki öllu máli. „Þegar við bjóðum okkur fram, þá bjóðum við okkur fram til að starfa fyrir borgarbúa, vinna að ákveðnum málum. Við erum ekki farin að hugsa um stóla enn þá, við höfum ekki gert það viljandi, við bara förum inn í þetta. Við erum til í að vinna verkin og vinna að aukinni velferð, lífsgæðum og grænni framþróun í borginni. Stólarnir skipta minna máli, samningurinn er fyrst og svo er rætt um stóla,“ sagði Heiða.
Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira