Subway-deild karla

Subway-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    KR-ingar upp í annað sætið - myndir

    KR-ingar komust upp í 2. sæti Iceland Express deildar karla í kvöld með því að vinna 18 stiga sigur á Tindastól, 84-66. KR hefndu þarna fyrir tapið á móti Stólunum í undanúrslitum bikarkeppninnar á dögunum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: KR - Tindastóll 84-66

    Íslandsmeistaralið KR átti ekki í vandræðum með Tindastól þegar liiðin mættust í Iceland Express deild karlaí körfubolta í kvöld. KR-ingar skoruðu 84 stig gegn 66 stigum Tindastóls. Vísir var með beina lýsingu frá leiknum. Nánari umfjöllun og viðtöl koma síðar í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Keflavík 95-93

    Njarðvíkingar lögðu granna sína frá Keflavík í spennuþrungnum leik í Ljónagryfjunni í kvöld 95-93. Leikurinn var æsispennandi frá upphafi til enda og úrslitin réðust ekki fyrr en á lokasekúndunum. Magnús Gunnarsson, leikmaður Keflavíkur, fékk tækifæri til að jafna leikinn af vítalínunni í lokin en setti aðeins eitt skota sinna ofan í.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Keflvíkingar búnir að reka Kristoffer Douse

    Miðherjinn Kristoffer Douse hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Keflvíkinga en karfan.is segir frá því að körfuknattleiksdeild Keflavíkur hafi sagt upp samningi hans. Douse stoppaði stutt við á Íslandi því hann kom til liðsins í lok janúar.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Öll úrslit kvöldsins í IE-deild karla

    Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild karla í kvöld. Stjarnan lagði Njarðvík, Tindastóll vann Hauka í háspennuslag og sama spennan var upp á teningnum í Keflavík þar sem Snæfell var í heimsókn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Keflavík-Snæfell 101-100

    Bikarmeistarar Keflvíkinga komust aftur á sigurbraut í Iceland Express deild karla í kvöld með því að vinna dramatískan 101-100 sigur á Snæfelli í framlengdum leik. Magnús Þór Gunnarsson skaut sína menn í gang í upphafi þriðja leikhluta, skoraði tvo rosalega mikilvæga þrista á lokakafla leiksins og skoraði alls 35 stig en það var hinn ungi Almar Guðbrandsson sem tryggði Keflavík 101-100 sigur á Snæfelli með því að setja niður víti þremur sekúndum fyrir lok framlengingarinnar. Leikurinn fór því framlengingu alveg eins og fyrri leikurinn í Hólminum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Bikarmeistararnir sækja Þórsara heim | þrír leikir í kvöld

    Þrír leikir fara fram í Iceland Express deild karla í körfuknattleik í kvöld þegar 17. umferð lýkur. Botnlið Vals tekur á móti Tindastól á Hlíðarenda, Þór Þorlákshöfn leikur gegn nýkrýndum bikarmeisturum úr Keflavík. KR-ingar taka á móti Fjölni. Allir leikirnir hefjast kl. 19.15.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Ferskir vindar um Höllina

    Þrjú af fjórum félögum í bikarúrslitaleikjunum í ár hafa ekki unnið bikarinn og karlalið Tindastóls og kvennalið Snæfells spila bæði sinn fyrsta bikarúrslitaleik í Höllinni í dag. Spámenn og konur úr Iceland Express deildunum eru á því að Tindastól og Nja

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hver vinnur hjá körlunum?

    Fréttablaðið fékk leikmenn úr fimm efstu liðunum í Iceland Express-deild karla (fyrir utan bikarúrslitaliðin) til að spá fyrir um úrslit í bikarúrslitaleik karla í dag og að spá fyrir um hvaða leikmaður verði kosinn maður leiksins.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Keflavík – KR 95-83

    Keflvíkingar komust upp í 2. sætið Iceland Express deildar karla eftir tólf stiga sigur á KR, 95-83, í Toyotahöllinni í Keflavík í kvöld. Keflvíkingar lögðu grunninn að sigrinum með frábærum þriðja leikhluta sem þeir unnu 35-17.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KFÍ 90-77

    Keflavík er komið í úrslit Poweradebikarsins eftir 90-77 sigur á KFÍ á heimavelli sínum í kvöld. KFÍ sem er á toppi 1. deildar gerði hvað það gat til að stríða Keflavík en að lokum var getumunurinn á liðunum of mikill og sigur Keflavíkur öruggur.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Skrifa Stólarnir nýja sögu?

    Undanúrslit Poweradebikars karla fara fram í kvöld þegar Keflavík fær KFÍ í heimsókn í Toyota-höllina í Keflavík og Tindastóll tekur á móti KR á Króknum en báðir leikir hefjast klukkan 19.15.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Tindastóll 106-87

    Fjölnismenn unnu í kvöld öruggan nítján stiga sigur, 106-87 á slöku liði Tindastóls. Leikurinn var gríðarlega þýðingarmikill fyrir bæði lið og þá einna helst fyrir Fjölnismenn því að þeir urðu að vinna hér í kvöld ef þeir ætluðu að halda vonum sínum um sæti í úrslitakeppninni á lífi. Fjölnismenn fóru á kostum í kvöld og áttu Stólarnir aldrei möguleika í leiknum.

    Körfubolti