Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Lesendur Vísis geta nú kosið um það hvaða tilþrif stóðu upp úr í Bónus-deild karla í körfubolta í vetur. Úrslitin verða kynnt á Stöð 2 Sport þegar úrslitakeppnin hefst á miðvikudag. Körfubolti 29.3.2025 10:00
Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þóra Kristín Jónsdóttir úr Haukum og Ægir Þór Steinarsson úr Stjörnunni eru leikmenn ársins í Bónus-deildunum í körfubolta. Þau voru verðlaunuð ásamt mörgum öðrum á lokahófi KKÍ á Fosshótelinu í Þórunnartúni í dag. Körfubolti 28.3.2025 12:45
Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Nú þegar deildarkeppninni er lokið í Bónus-deildum karla og kvenna í körfubolta var í dag komið að lokahófi KKÍ þar sem fremsta fólk deildanna, sem og í 1. deildum karla og kvenna, var heiðrað. Körfubolti 28.3.2025 11:32
Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli Körfubolti 27.3.2025 22:39
„Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ ÍR tryggði sér í kvöld sæti í úrslitakeppninni með sigri á Haukum. Leikurinn endaði 80-91 en ÍR-ingar voru með yfirhöndina allan leikinn og það var aldrei líkur á öðru en ÍR sigri. Borche Ilievski Sansa þjálfari liðsins var mjög ánægður með úrslitin og að vera kominn áfram. Körfubolti 27. mars 2025 21:43
„Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Sigurður Ingimundarson stýrði Keflavík inn í úrslitakeppni Bónus-deildar karla í körfubolta en liðið nældi sér í farseðil þangað með sigri gegn Þór Þorlákshöfn í leik liðanna í lokaumferð deildarinnar í Icelandic Glacial-höllinni í kvöld. Körfubolti 27. mars 2025 21:36
Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Tindastóll er deildarmeistari Bónus deildar karla tímabilið 2024-25 eftir 88-74 sigur í lokaumferðinni gegn Val. Stólarnir voru með titilinn í sínum höndum fyrir leik og sigldu sigrinum sem þeir þurftu örugglega í höfn gegn nýkrýndum bikarmeisturum Vals. Körfubolti 27. mars 2025 21:00
Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Keflavík tryggði sér áttunda sætið og þátttökurétt í úrslitakeppninni með 114-119 sigri gegn Þór Þorlákshöfn í leik liðanna í lokaumferð deildarinnar í Icelandic Glacial-höllinni í Þorlákshöfn í kvöld. Keflavík mun mæta deildarmeisturum Tindastóls í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Körfubolti 27. mars 2025 21:00
Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Njarðvík vann 103-110 á útivelli gegn Stjörnunni í lokaumferðinni. Njarðvík hefði þurft ellefu stiga sigur til að stela öðru sætinu af Stjörnunni, en endar í þriðja sæti og Stjarnan í öðru. Körfubolti 27. mars 2025 21:00
Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Grindavík vann 86-83 gegn KR í lokaumferð Bónus deildar karla. Grindvíkingar enda í fimmta sæti deildarinnar og mæta Val í úrslitakeppninni. Tímabilinu er hins vegar lokið hjá KR, sem var að vonast til að Þór myndi vinna Keflavík. Körfubolti 27. mars 2025 21:00
Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið ÍR tryggði sér sæti í úrslitakeppni Bónus deildar karla með 80-91 sigri gegn Haukum í lokaumferðinni. ÍR-ingar enda í sjöunda sæti deildarinnar og mæta Stjörnunni í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Haukar enda neðstir og falla niður í fyrstu deild. Körfubolti 27. mars 2025 21:00
Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri Höttur kvaddi úrvalsdeild karla í körfuknattleik að sinni með 99-95 sigri á Álftanesi í kvöld en liðin mættust á Egilsstöðum. Með úrslitunum féll Álftanes niður í sjötta sæti deildarinnar en sæti í úrslitakeppninni var tryggt. Körfubolti 27. mars 2025 19:02
„Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Gríðarspennandi lokaumferð Bónus deildar karla í körfubolta fer fram í kvöld. Allir sex leikirnir hefst klukkan 19:15 og að nægu að keppa. Öllum leikjunum verður fylgt eftir á Stöð 2 Sport. Körfubolti 27. mars 2025 16:02
Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Hverjir vinna deildina? Situr stórveldi Keflavíkur eða KR eftir og missir af úrslitakeppni? Hrynur Grindavík niður í 8. sæti? Það eru margir möguleikar í stöðunni fyrir æsispennandi lokakvöld í Bónus-deild karla í körfubolta og Vísir rýnir í þá. Körfubolti 27. mars 2025 12:01
„Það er fjandskapur þarna á milli sem er óútskýrður“ Er eitthvað betra en smellurinn og hljóðið sem gosið gefur frá sér þegar maður opnar ískalda gosdós? Mögulega ekki en að heyra strax á eftir seiðandi rödd Pavel Ermolinskij ræða körfubolta gerir upplifunina samt svo miklu, já miklu, betri. Körfubolti 27. mars 2025 09:02
Evans farinn frá Njarðvík Evans Ganapamo hefur yfirgefið herbúðir Njarðvíkur fyrir lokaumferðina og úrslitakeppnina sem framundan er í Bónus deild karla. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari liðsins, segir bæði körfuboltalegar og ekki körfuboltalegar ástæður spila þar inn í en um sameiginlega ákvörðun sé að ræða. Körfubolti 24. mars 2025 20:31
Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Ítalinn David Okeke hefur verið einn besti leikmaður Bónus deildar karla í vetur. Hann elskar lífið á Álftanesinu, er nýtrúlofaður og borðar hunang á hliðarlínunni. Körfubolti 24. mars 2025 07:32
„Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ „Það er bara spenna. Það er gaman að fá að taka þátt í svona leikjum. Ég er spenntur fyrir, vonandi, góðum degi,“ segir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, sem mæta KR í bikarúrslitum karla í körfubolta í Smáranum klukkan 16:30. Körfubolti 22. mars 2025 14:30
Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, leikmaður körfuboltaliðs KR, hefur verið í laser focus undanfarna daga, og ekki að ástæðulausu. Gríðarleg eftirvænting er fyrir bikarúrslitaleik dagsins við Val. Körfubolti 22. mars 2025 12:01
Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ Finnur Freyr Stefánsson stýrir Val í bikarúrslitum karla í körfubolta í annað sinn og mætir þar fyrrum félagi sínu KR. KR hefur ekki farið í úrslit í sjö ár en þá var Finnur einmitt þjálfari Vesturbæjarliðsins. Körfubolti 21. mars 2025 19:15
Hjörvar valdi uppáhalds seríurnar sínar Gestur Bónus Körfuboltakvölds Extra í þessari viku var ekki af verri endanum; fótboltadoktorinn sjálfur, Hjörvar Hafliðason. Körfubolti 19. mars 2025 15:01
Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Nýr formaður Körfuknattleikssambands Íslands segir framtíðina bjarta í greininni. Hann vonast til að finna langtíma lausn varðandi erlenda leikmenn hér á landi. Körfubolti 18. mars 2025 09:31
Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Deildarkeppni 1. deildar karla í körfubolta er nú lokið. Fyrir lokaumferðina var ljóst að ÍA væru deildarmeistarar og myndu leika í Bónus-deildinni á næstu leiktíð. Liðin í 2. til 9. sæti fara í úrslitakeppnina um hitt sætið sem í boði er í Bónus-deildinni. Körfubolti 17. mars 2025 21:16
Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Jóhanna Jakobsdóttir, formaður Körfuknattleiksdeildar Aþenu, átti endurkomu á KKÍ þingið í dag og var vel tekið. Körfubolti 15. mars 2025 15:30
Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Körfuknattleiksþing samþykkti í dag tillögu um að það verði í höndum stjórnar KKÍ að hefja vinnu við breytingu á reglugerð um erlenda leikmenn fyrir Körfuknattleikssamband Íslands. Körfubolti 15. mars 2025 15:16