Falsspámenn frelsisins Sumir þingmenn eru stórorðir um aukið frelsi. Frelsi til athafna og verslunar, líka með áfengi og lausasölulyf, frelsi til að velja sér nafn án afskipta ríkisins, frelsi til að keppa í hættulegum íþróttum. Frelsi einstaklingsins til að athafna sig svo lengi sem hann skaðar ekki aðra. Skoðun 11. mars 2022 07:30
Níutíu prósent Íslendinga hlynnt móttöku flóttafólks frá Úkraínu Rúm níutíu prósent landsmanna eru hlynnt því að Ísland taki á móti flóttafólki frá Úkraínu. Innlent 11. mars 2022 07:18
Halldóra Fríða oddviti Framsóknar í Reykjanesbæ Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir varabæjarfulltrúi og varaþingmaður mun leiða lista Framsóknarflokksins í Reykjanesbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Framboðslistinn var samþykktur samhljóða á almennum félagsfundi í dag. Innlent 10. mars 2022 22:30
Einar Þorsteinsson borgarstjóraefni Framsóknar Einar Þorsteinsson, fyrrverandi fréttamaður á RÚV, leiðir lista Framsóknarflokksins í borginni fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent við Háskóla Íslands, skipar annað sætið á listanum, sem var samþykktur á aukakjördæmaþingi á Hótel Hilton í kvöld. Innlent 10. mars 2022 22:22
Willum vill banna bagg með ávaxtabragði og baggnotkun í menntastofnunum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur lagt til að sömu lög gildi um nikótínvörur, svo sem nikótínpúðar og rafrettur, og gilda um tóbaksvörur. Þá verði sala á nikótínvörum með nammi- og ávaxtabragði bönnuð. Innlent 10. mars 2022 22:01
Kjalnesingar vilja slíta sig frá Reykjavík á ný Kjalnesingar vilja nú margir slíta sig frá Reykjavíkurborg og annaðhvort endurheimta sjálfstæði sitt eða sameinast sveitarfélagi sem er staðsett nær hverfinu. Krafa er uppi um að fá að kjósa um þetta samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum. Innlent 10. mars 2022 21:35
Þurfum að hlaupa miklu hraðar í orkumálum Samtök iðnaðarins segja hækkanir á heimsmarkaðsverði á eldsneyti setja enn meiri þrýsting á stjórnvöld að hraða orkuskiptum. Þörf sé á gríðarlegum fjárfestingum í orkuiðnaði. Iðnaðarráðherra segir mikilvægt að stjórnvöld þvælist ekki fyrir atvinnulífinu í málinu. Innlent 10. mars 2022 21:01
Sakar ráðherra og Útlendingastofnun um valdarán Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, sakaði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og Útlendingastofnun um valdarán á Alþingi í dag undir liðnum fundarstjórn forseta. Innlent 10. mars 2022 14:21
„Það getur alveg komið til að ríkið grípi inn í eins og það gerði á Covid-tímum“ Formaður fjárlaganefndar útilokar ekki að ríkið komi með stuðning að einhverju leyti vegna mikilla hækkana á hrávöruverði eins og olíu. Hún bendir á að fjármálastofnanir geti líka haft áhrif fari verðbólgan á flug. Varaformaður efnahags-og viðskiptanefndar vill hraða orkuskiptum. Innlent 10. mars 2022 13:01
Tókust á um hvort uppfæra þyrfti varnarsamninginn Katrín Jakobsdóttur, forsætisráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, tókust á um hvort þörf væri á því að uppfæra varnarsamning Íslands við Bandaríkin, í ljósi nýrra ógna. Innlent 10. mars 2022 12:45
Guðmundur hættur störfum í bæjarstjórn Kópavogs Guðmundur Gísli Geirdal er hættur störfum sem bæjarfulltrúi í Kópavogi. Bæjarstjórn samþykkti beiðni Guðmundar um lausn frá störfum bæjarstjórnar og annarra trúnaðarstarfa fyrir bæjarstjórn Kópavogs til loka kjörtímabils á fundi sínum síðdegis á þriðjudag. Innlent 10. mars 2022 09:56
Biður forsætisnefnd um hvítan Monster á Alþingi Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata hefur sent forsætisnefnd Alþingis formlegt erindi þess efnis að orkudrykkurinn Monster Ultra Energy White, betur þekktur sem hvítur Monster, verði gerður aðgengilegur í mötuneyti Alþingis. Innlent 9. mars 2022 22:55
Búist við innfluttri og innlendri verðbólgu: Skorað á ríkið að minnka álögur Félag íslenskra bifreiðaeigenda hvetur stjórnvöld til að fara að fordæmi Íra og lækka álögur á eldsneyti vegna gríðarlegra hækkana síðustu daga. Slíkar lækkanir hafa ekki verið sérstaklega ræddar í fjármálaráðuneytinu. Bent er á að Íslendingar séu lánsamir að þurfa ekki að kynda með eldsneyti. Viðskipti innlent 9. mars 2022 21:00
Öflug bráðagreining um land allt: Bráð veikindi á landsbyggðinni Sérhæfð bráðaþjónusta er staðsett í Reykjavík. Mínúturnar skipta máli í bráðaerindum hvort sem þau séu í Reykjavík eða á landsbyggðinni. Við bráð veikindi á landsbyggðinni getur einstaklingurinn átt fyrir hendi langa ferð áður en hann kemst að hjá lækni. Skoðun 9. mars 2022 20:01
Mikilvægt að virkja til þess að ná fullum orkuskiptum Forsætisráðherra telur mikilvægt að virkja til þess að ná fullum orkuskiptum ásamt því að forgangsraða þeirri orku sem við framleiðum í orkuskipti innanlands. Aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar segir næstu skref í höndum stjórnmálamanna. Viðskipti innlent 9. mars 2022 20:01
Vísbendingar um undanþágur fyrir of ungar brúðir vegna trúar Þingmaður Pírata hefur fengið ábendingar um að beiðnir um undanþágur til dómsmálaráðuneytisins vegna of lágs giftingaraldurs hafi komið til vegna trúarlegra ástæðna. Margir kristnir söfnuðir líta á kynlíf fyrir hjónaband sem synd og því giftast safnaðarmeðlimir oft nokkuð ungir. Von er á skýrslu um undanþágurnar á næstu vikum. Innlent 9. mars 2022 19:01
Sóttvarnarhótelin kostuðu ríkið rúma fjóra milljarða Heildarkostnaður ríkisins við leigu og rekstur sóttvarnahótela frá því að heimsfaraldur COVID-19 hófst eru rúmir fjórir milljarðar króna. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn Njáls Trausta Friðbertssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem birtist á vef Alþingis rétt í þessu. Innherji 9. mars 2022 18:23
Vill fá klukku á vegg Alþingis Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, telur tímabært að fá klukku á vegginn í þingsal Alþingis. Hún myndi sóma sér vel líkt og málverkið af Jóni Sigurðssyni. Innlent 9. mars 2022 16:07
Vigdís ætlar ekki aftur fram í borginni Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins í Reykjavík, mun ekki sækjast eftir því að leiða lista flokksins í borginni fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Hún gagnrýnir stöðu mála innan borgarinnar en telur að gagnrýni hennar fái ekki hljómgrunn að kosningunum loknum. Innlent 9. mars 2022 15:38
Lækkum fasteignagjöld tafarlaust Reykvísk fyrirtæki, stór og smá, flykkjast nú unnvörpum með starfsemi sína til annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Ástæðan er tvíþætt: Háir fasteignaskattar og skortur á húsnæði. Skoðun 9. mars 2022 15:30
Telur ummæli um virkjanaþörf óábyrg Þingmaður Pírata segir ummæli formanns starfshóps sem vann skýrslu um orkumál óábyrg en hann sagði að ef við ætlum að tvöfalda raforkuframleiðslu Íslands þurfi að reisa eina 100 megawatta virkjun á ári fram til ársins 2040. Þingmaðurinn segir vel hægt að ná markmiðum um orkuskipti án virkjana. Viðskipti innlent 9. mars 2022 12:43
Nýsköpun og öflugt atvinnulíf í Árborg „Sveitarfélagið á að vera í virku samtali við atvinnulífið, efla nýsköpun og vinna að því að fjölga atvinnutækifærum í sveitarfélaginu með markvissum hætti.” Skoðun 9. mars 2022 11:31
23 vilja verða skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu Alls sóttu 23 einstaklingar um embætti skrifstofustjóra skrifstofu innri þjónustu í forsætisráðuneytinu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipar í embættið til fimm ára en umsóknarfrestur rann út 3. mars síðastliðinn. Innlent 9. mars 2022 11:01
Vill skerpa heimildir lögreglu til að geta „gripið fyrr inn í atburðarás“ Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp í samráðsgátt stjórnvalda sem ætlað er að skýra heimildir lögreglu til að grípa til aðgerða í þágu afbrotavarna. Er þar litið til þess sem snýr að afbrotum eða athöfnum sem talin eru geta raskað öryggi borgaranna og ríkisins, afbrot sem tengjast skipulagðri brotastarfsemi og afbrot sem framin eru á netinu, líkt og það er orðað. Innlent 9. mars 2022 07:42
Landsvirkjun er ekki til sölu Undanfarna daga hefur sú umræða sprottið upp hvort íslenska ríkið eigi að selja hluti sína í Landsvirkjun til að bregðast við halla á ríkissjóði sem tilkominn er vegna kórónuveirufaraldursins. Skoðun 9. mars 2022 07:00
„Þetta kallar á allavegana eina 100 megawatta virkjun á hverju ári“ Þörf er á aukinni orkuframleiðslu til að anna orkuskiptum á komandi áratugum. Formaður starfshóps sem vann skýrslu um orkumál segir að tvöföldun á raforkuframleiðslu Íslands kalli á eina 100 megawatta virkjun á ári fram til ársins 2040. Viðskipti innlent 8. mars 2022 22:32
Netverslunarfrumvarp Hildar flaug í gegnum fyrstu umræðu í þinginu Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mælti fyrir umdeildu lagafrumvarpi um netverslun með áfengi í kvöld sem var svo ekkert deilt um. Frumvarpið heimilar netverslun með áfengi. Málið fer nú fyrir allsherjar- og menntamálanefnd. Von Hildar stendur til þess að loksins muni mál tengt auknu frelsi með áfengi ekki daga uppi í nefnd. Innherji 8. mars 2022 21:06
Óprúttnir aðilar seldu Landspítala ónothæfan hlífðarbúnað:Fleiri fyrirtæki lentu í því sama Óprúttnir aðilar nýttu sér neyðarástandið sem skapaðist í upphafi kórónuveirufaraldursins og seldu Landspítalanum ófullnægjandi hlífðarbúnað. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir slíkt hafa komið upp hjá fleiri fyrirtækjum í faraldrinum. Innlent 8. mars 2022 19:00
Kurr í Suðurnesjamönnum vegna HSS Þingmaður Samfylkingarinnar segir vanda Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja skrifast á vanrækslu stjórnvalda gagnvart Suðurnesjum. Kurr og óánægja sé í íbúum sem eigi skilið almennilega heilbrigðisþjónustu eins og aðrir landsmenn. Innlent 8. mars 2022 15:42
Aðgengi allra, líka þegar snjóar Síðustu vikur hefur færð á landinu verið mörgum erfið. Við heyrum fréttir af því að fatlað fólk, sem nú þegar glímir oft við erfitt aðgengi almennt, hefur þurft að hætta við læknisheimsóknir og að sækja aðra grunnþjónustu þar sem erfitt hefur verið, ef ekki ómögulegt, að komast úr húsi. Skoðun 8. mars 2022 15:30
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent