Skóla- og menntamál

Skóla- og menntamál

Fréttir af skóla- og menntamálum á Íslandi.

Fréttamynd

Lesum meira með börnunum okkar

Læsi hefur á undanförnum árum fengið talsvert rými í fjölmiðlum – því miður oft á neikvæðum nótum. Börn og ungmenni lesa minna en áður og það hefur áhrif á námsárangur en einnig áhrif á almenn lífsgæði.

Skoðun

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund

Af hverju samþykki ég á hverju ári að taka að mér umsjón? Það er eiginlega fáránlegt. Ekki vegna þess að að það stríði gegn því sem ég vil vera að gera í lífinu eða að ég telji mig ekki valda verkefninu.

Skoðun
Fréttamynd

Barn­væn borg byggist á traustu leikskóla­kerfi

Það er gott að búa í Reykjavík. Borgin okkar hefur mikið upp á að bjóða – fjölbreytt hverfi, græn svæði, öflugt skólastarf og fólk sem vill vel. En þó við séum á góðum stað vitum við að hægt er að gera betur – sérstaklega þegar kemur að því að styðja við fjölskyldur.

Skoðun
Fréttamynd

Skrift er málið

Er skrift málið á tímum nútímatækni? Á að eyða dýrmætum kennslutíma í að kenna börnum að skrifa með skriffæri?

Skoðun
Fréttamynd

Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað

Þörfum um 95% barna er hægt að mæta vel í almennum grunnskólum eins og staðan er í dag. Stór hluti þessara nemenda eru með ýmsar greiningar og áskoranir en við skólana starfa frábærir kennarar og stuðningsstarfsfólk sem mætir þessum hópi mjög vel. Staðan er hins vegar allt önnur fyrir þau 5% barna sem þurfa sérhæfðari stuðning.

Skoðun
Fréttamynd

Fag­fólk flýi skólana verði ekkert gert

Óöryggi í starfi er ein helsta ástæða þess að kennarar skipta um starfsvettvang og dæmi eru um alvarleg ofbeldisbrot barna gegn kennurum. Sérfræðingur í hegðunarvanda barna segir að bregðast þurfi við sem allra fyrst.

Innlent
Fréttamynd

Nem­endur gangi í­trekað í skrokk á kennurum

Skólastjóri í grunnskóla segir nemendur ganga ítrekað í skrokk á kennurum. Dæmi séu um að kennarar hafi þurft að leita læknisaðstoðar og einn starfsmaður hafi sagt upp störfum innan við viku frá því hann byrjaði vegna daglegra barsmíða.

Innlent
Fréttamynd

,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“

Fyrstu skólavikurnar eru liðnar. Margsinnis hefur verið gengið í skrokk á starfsmönnum mínum á þessum dögum. Eftir örfáa daga í skólanum höfðu fjórir kennarar verið lamdir af sama nemanda. Kennararnir þurftu að stíga inn í og forða öðru barni frá því að verða lamið. Tveir þeirra þurftu að vera heima daginn eftir.

Skoðun
Fréttamynd

Mér kvíðir slæm ís­lenska ung­menna

Ungmenni Íslands eru sjúk, einhverjir myndu jafnvel segja þau fárveik. Þessi sjúkdómur sem hrjáir þorra ungu kynslóðarinnar og annað fólk er sýki sem mun valda fleiri dauðsföllum en sjálfur svarti dauði. Þetta er jú hinn illkvittna og banvæna „þágufallsýki“ sem kemur sér svo fallega fyrir í fyrirsögn þessarar greinar.

Skoðun
Fréttamynd

Deilt og drottnað í um­ræðu um leik­skóla­mál

Oft er sagt að einfaldasta leiðin í stjórnmálum sé að deila og drottna. Það virðist bera árangur þegar kemur að málefnum leikskólanna þar sem foreldrum annars vegar og leikskólastarfsfólki hins vegar er talin trú um að hagsmunir þeirra séu ósamrýmanlegir. Eina leiðin til að takast á við áskoranir leikskólastigsins sé að velta byrðunum á foreldra með því að auka kostnað þeirra og/eða fækka þeim stundum sem börnin þeirra eru í leikskólanum.

Skoðun
Fréttamynd

Fjár­festum í fram­tíðinni

Menntun er vegferð. Hún mótast af því hvernig við kjósum að taka þátt í þeirri mikilvægu samfélagsumræðu sem um hana snýst. Þótt við ræðum oft tölur og samanburð, má aldrei gleyma því sem raunverulega gerist í skólastofunum. Þar fer fram lifandi starf sem mótar framtíðina.

Skoðun
Fréttamynd

Tog­streita, sveigjan­leiki og fjöl­skyldur

Í Kópavogsbæ búa ríflega 5.300 barnafjölskyldur enda næst fjölmennasta sveitarfélag landsins - sem taldi 40.040 íbúa þann 1. janúar 2025. Þar af eru um 2.500 börn á leikskólaaldri sem skiptast mismunandi niður á þennan fjölda fjölskyldna - sem fá að greiða hæstu leikskólagjöld á höfuðborgarsvæðinu.

Skoðun
Fréttamynd

Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann

Verktakafyrirtækið Ístak og bæjaryfirvöld í Nuuk tilkynntu í dag að þau hefðu höggvið á hnút sem hindrað hefur opnun stærsta skóla Grænlands. Byggingarverkefnið er með þeim stærstu sem Íslendingar hafa annast erlendis en hefur verið stopp vegna ágreinings um brunavarnir.

Innlent
Fréttamynd

Með góðri menntun eru börn lík­legri til að ná árangri

Börnum sem njóta stöðugleika og fagmennsku í leikskólastarfi líður betur, þau læra meira og dafna í námi. Fagmennska kennara er lykilþáttur í velferð barna og ungmenna og tryggir að þau fái kennslu og stuðning sem byggir á trausti, jafnræði og þekkingu.

Skoðun
Fréttamynd

Krónupíning for­eldra er engin lausn

Nú liggja fyrir í samráðsferli tillögur um breytingar á leikskólastarfi Reykjavíkurborgar. Tillögurnar varða skráningu á dvalartíma barna, breytt skipulag leikskólans og nýja gjaldskrá sem byggir á tekjutengingum og refsingu fyrir foreldra sem þurfa fulla vistun.

Skoðun
Fréttamynd

Köld kveðja á kvennaári

Í ár eru 50 ár frá því að konur gengu út og sögðu hingað og ekki lengra, við krefjumst jafnréttis og það strax. Þetta var dagurinn sem hjól íslensks atvinnulífs stöðvuðust því konur lögðu niður störf. Formæður okkar sýndu hversu mikilvægar þær væru á vinnumarkaði og í íslensku samfélagi. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá en samt er jafnrétti ekki náð og nú eru hreinlega blikur á lofti.

Skoðun
Fréttamynd

Berum virðingu fyrir börnunum okkar

Ég er faðir og fjölskyldumaður sem býr í Laugardal og á þrjú börn sem öll hafa gengið í leik- og grunnskóla í Reykjavík. Í gegnum árin hef ég séð hversu mikilvægt það er að börnin okkar séu í skólaumhverfi sem er bæði öruggt og heilbrigt. Margt hefur verið vel gert í skólamálum, og ég vil sérstaklega hrósa því starfsfólki sem hefur sinnt börnunum okkar af einlægni og alúð, bæði í leikskólum og grunnskólum. Hins vegar blasir við að það er ýmislegt sem mætti bæta þegar kemur að almennri umsýslu málaflokksins og í viðhaldi á húsnæðum borgarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Leikskólagjöld ein­stæðra foreldra í Reykja­vík gætu allt að þre­faldast

Einstæðir foreldrar með meðallaun sem þurfa meira en átta tíma dvöl barns í leikskóla og þurfa að nota alla skráningardaga leikskóla í Reykjavík geta búist við því á því að leikskólagjöld þeirra hækki um allt að 185 prósent verði af fyrirhuguðum breytingum á gjaldskrá leikskóla í Reykjavík. Gjöld þeirra sem geta sótt klukkan 14 eða fyrr á föstudögum lækka í nýrri gjaldskrá, stundum verulega.

Innlent