Ég gef kost á mér sem rödd launafólks á Alþingi Það er ákall eftir því að rödd launafólks heyrist á Alþingi okkar Íslendinga. Ég hef verið ötull í minni verkalýðsbaráttu á undanförnum tæpum tveimur áratugum í baráttu fyrir bættum kjörum og bættri stöðu launafólks. Skoðun 27. nóvember 2024 11:20
Tryggjum breytingar – fyrir börnin Málefni barna og ungmenna eru meðal þess sem betur má fara í íslensku samfélagi. Þar er brýnt að taka heildstætt á málum enda börnin okkar dýrmætustu djásn. Þar að auki benti hagfræðingurinn James Heckman á að ekkert er eins arðbært fyrir samfélag og að hugsa vel um börn. Skoðun 27. nóvember 2024 09:10
Lóðaskortur eykur vanda heimilanna – byggjum meira, hraðar og hagkvæmar Uppbygging húsnæðis síðustu árin og jafnvel áratugina hefur jafnan byggst á gífurlegri þörf. Af þeirri ástæðu hefur verið blásið til tímabundins átaks og lagt mikinn þunga í uppbyggingu húsnæðis. Skoðun 27. nóvember 2024 08:22
Stórsigur fyrir lífeyrisþega Fyrir rúmu ári voru fjárlög ársins 2024 til afgreiðslu á Alþingi Íslendinga. Að vana er þar að finna ýmis fylgirit og svokallaða bandorma þar sem gert er fullt af litlum lagabreytingum sem í mörgum tilfellum eru einungis tæknilegs eðlis. Það vildi þó svo til að í einum þessara bandorma var breyting sem var langt frá því að vera ómerkileg vísitöluuppfærsla. Ég á hér við breytingu sem átti að fella niður persónuafslátt hjá íslenskum lífeyrisþegum búsettum erlendis. Skoðun 27. nóvember 2024 07:10
Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Íbúar í Reykjavík sitja alltof margir fastir í umferðaröngþveiti á leið til og frá vinnu og skóla. Jafnframt er íbúða- og lóðaskortur áberandi sem og ásælni borgarstjórnarmeirihluta Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Framsóknar, í að fórna grænum svæðum í borginni fyrir skammvinnan gróða. Þessi staða skýrist alfarið af stefnu borgaryfirvalda í skipulags- og samgöngumálum. Ef ekki verður breytt um stefnu er morgunljóst að staðan mun versna stöðugt næstu árin með enn þyngri umferðarhnútum og íbúðaskorti. Við svo verður ekki búið. Skoðun 26. nóvember 2024 16:30
Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Við í Samfylkingunni óskum eftir þínum stuðningi til að leiða breytingar sem nauðsynlegar eru fyrir Ísland. Við höfum átt í innihaldsríku samtali við þjóðina síðastliðin tvö ár og því ætlum við að halda áfram. Skoðun 26. nóvember 2024 15:11
Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Hugmyndir um hækkun virðisaukaskatts á þær greinar ferðaþjónustu sem enn eru í 11% þrepinu eru ekki nýjar af nálinni. Árið 2017 fóru slíkar hugmyndir á flug. Hingað og ekki lengra sögðum við Sjálfstæðismenn þá - og segjum enn. Skoðun 26. nóvember 2024 14:32
Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Starfsfólk í íslenskri ferðaþjónustu taldi alls 31 þúsund manns árið 2023. Þau störf hafa ekki orðið til úr loftinu einu saman og tilvist þeirra langt því frá sjálfgefin. Mikilvægt er að skapa ferðaþjónustu, sem og öðrum atvinnugreinum, fyrirsjáanlegt og tryggt rekstrarumhverfi. Skoðun 26. nóvember 2024 13:12
Börnin heim Við þekkjum öll fólk sem býr erlendis. Við þekkjum líka öll fólk sem á börn sem búa erlendis. Námsmenn sem búa í Danmörku, Svíþjóð, Noregi og víðar. Ungt fólk sem fór upphaflega út í nám, eignaðist svo börn, keypti sér íbúð og snéri ekki aftur heim. Skoðun 26. nóvember 2024 13:01
Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Kári, til mín rignir skilaboðum um að fleira þurfi ég ekki að aðhafast í kosningabaráttunni, því að verðmætasta stuðningsyfirlýsingin sé komin, umvöndunarpistill frá Kára Stefánssyni. Hver þarf óvini þegar maður á vini eins og þig? Skoðun 26. nóvember 2024 11:31
Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Mörgum er tíðrætt um geðheilbrigðismál í kosningum. Auðvelt er að slengja fram fullyrðingum um að bæta þurfi geðheilbrigðiskerfið á Íslandi. Skoðun 26. nóvember 2024 10:41
Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Tugþúsundir eldri borgara hafa fengið bakreikning frá Tryggingastofnun á undanförnum árum vegna vanáætlaðra fjármagnstekna. Skoðun 26. nóvember 2024 10:00
Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Enn og aftur stöndum við frammi fyrir manngerðum hörmungum sem dynja yfir skuldsett heimili og leigumarkaðinn. Atburðarrás sem virðist vera hönnuð af gæslufólki fjármagns og sérhagsmuna til að komast yfir sem mest af eignum og tekjum almennings. Skoðun 26. nóvember 2024 07:12
Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Viðbrögð við hugmyndum um að skattleggja inngreiðslur í lífeyrissjóði eru kostulegar, en koma auðvitað ekki á óvart. Það má auðvitað ekki tala um lífeyrissjóðina í þessum kosningum, þeir eru heilagir, eins og alltaf. Skoðun 25. nóvember 2024 15:31
Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Einföldun regluverks og skilvirkari stjórnsýsla hefur verið leiðarljós í mínum störfum frá því ég tók við embætti umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Um áramótin koma að fullu til framkvæmda umtalsverðar einfaldanir á stofnanakerfi ráðuneytisins en nú tek ég næsta skref með framlagningu frumvarps sem miðar að því að einfalda, samræma og stytta afgreiðslutíma leyfisumsókna í umhverfis- og orkumálum. Skoðun 25. nóvember 2024 15:13
Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Í dag er 25. nóvember og því skammt í lok haustannar grunnskólabarna. Þrátt fyrir það er dóttir mín enn á biðlista eftir frístundaplássi í Reykjavík eins og fjölmörg önnur börn í borginni. Skoðun 25. nóvember 2024 10:02
Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Í dag hefjast verkföll í nokkrum skólum og þeirra á meðal er Árbæjarskóli, skólinn sem ég kenndi í þar til ég var kjörin á þing. Skoðun 25. nóvember 2024 09:51
Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Framsókn hefur á síðustu árum verið í forystu um stórtækar umbætur í húsnæðismálum sem hafa haft víðtæk áhrif á íslenskan húsnæðismarkað. Séreignarstefnan blómstrar með Framsókn en aldrei fleiri hafa átt eigið húsnæði – nú um 80% Íslendinga og aldrei fleira ungt fólk hefur eignast sitt eigið húsnæði. Skoðun 25. nóvember 2024 09:20
Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta Ég var sex ára þegar snjóflóðið á Flateyri féll þann 26. október 1995. Sex ára barn skynjar kannski ekki tilveruna og þann harm sem er alltumlykjandi dagana og mánuðina þar á eftir, nema einmitt í frekar barnslegum hugmyndum um sorg og gleði. Skoðun 25. nóvember 2024 08:32
Vondar hugmyndir í verðbólgu Það er með nokkrum ólíkindum að fylgjast með orðræðu ákveðins hóps sem nálgast hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins um stækkun kökunnar án skattahækkana sem einhvers konar flökkusögu, þrátt fyrir þá ótrúlegu lífskjarasókn sem hefur átt sér stað á Íslandi undanfarinn áratug. Skoðun 25. nóvember 2024 08:02
Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Það er fagur vetrardagur. Maður gengur hægum skrefum inn í hús með stóru skilti sem á stendur: „Casino - Akureyri“. Hann sest við rúllettuborð. „Rautt eða svart?“ er spurt. Hann veðjar fyrst á svart en tapar bæði þegar kúlan lendir á svörtu og rauðu. Skoðun 25. nóvember 2024 07:03
Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Árum saman hafa þingmenn Miðflokksins bent á mikilvægi þess að afnema séríslenskar málsmeðferðarreglur er varða hælisleitendur og meðferð umsókna þeirra um alþjóðlega vernd hér á landi. Þessar séríslensku reglur hafa virkað eins og seglar og orsakað gríðarlegan fjölda umsókna hér á landi. Hlutfallslega margfalt fleiri umsóknir en í nágrannalöndum okkar. Skoðun 24. nóvember 2024 16:03
Lyftistöng fyrir samfélagið Það er ekki á hverjum degi sem tvö stór framkvæmdaverkefni eru kynnt á svæðinu okkar á sama deginum. Hvað þá í sama sveitarfélaginu, en sá dagur var 20.nóvember þegar tekin var skóflustunga og framkvæmdaverkefni kynnt fyrir yfir 30 milljarða á næstu fjórum árum í Árborg. Skoðun 24. nóvember 2024 13:17
Varnarveggur gegn vonbrigðum Þessi pistill hefst á persónulegum nótum og er aðdragandi að stærra samhengi. Í gegnum tíðina hafa vinkonur mínar bent mér á sérstakan ávana sem ég hef: Að nefna sjaldan manneskjur sem ég hef verið að hitta á rómantískum nótum með nafni þeirra í samtölum við þær. Skoðun 24. nóvember 2024 07:18
Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Það er sameiginlegur hagur allra landsmanna að halda landinu öllu í byggð svo það gangi upp verður að tryggja aðgang íbúa að fjölbreyttri grunnþjónustu óháð búsetu og efnahaga. Það verður að tryggja að allir landsmenn sitji við sama borð og hafi jöfn tækifæri. Það er grundvöllur þess að öflugt og fjölbreytt atvinnulífi sé til staðar á landsbyggðunum og að fólk velji sér þar framtíðar búsetu. Skoðun 24. nóvember 2024 07:00
Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Nýtt öryggisfangelsi á Stóra-Hrauni mun valda straumhvörfum í fullnustumálum á Íslandi. Ég kynnti byggingu fangelsisins í vikunni en um er að ræða mikilvægt verkefni sem snertir okkur öll. Skoðun 23. nóvember 2024 10:30
Skapandi skattur og skapandi fólk Tónhöfundar eru möguleg fórnarlömb þeirra stjórnmálaflokka sem sjá atvinnulífinu í landinu allt til foráttu þegar því gengur vel og skilar afgangi á rekstri sínum. Það er allt í einu orðið glæpur að leggja á sig mikla vinnu, vera skapandi og leggja allt undir, sparifé sitt og dýrmætan tíma til að skapa hugverk eða vöru sem býr svo til verðmæti í íslensku samfélagi, bæði eiginlega og andlega. Skoðun 23. nóvember 2024 08:32
Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Ímyndaðu þér íslenska náttúru, óspillta og einstaka, teppalagða með hundruðum háreistra vindmylla. Þær gnæfa yfir dali og fjallshlíðar en skila þjóðinni takmörkuðum arði og valda miklum deilum. Þetta er ekki framtíðarsýn sem við viljum – og stjórnmálamenn þurfa að gera betur. Skoðun 23. nóvember 2024 08:15
Óstjórn í húsnæðismálum Óstjórn í húsnæðismálum Reykjavíkurborgar náði vonandi botninum á íbúafundi sem haldinn var í Rimaskóla í Grafarvogi þann 12.nóvember síðastliðinn. Þar opinberuðust enn og aftur vinnubrögð borgarmeirihlutans. Skoðun 22. nóvember 2024 16:03
Kjóstu meiri árangur Velferð er byggð á öflugu atvinnulífi, það er forsenda framfara. Þetta vitum við Sjálfstæðismenn. Það á að vera eftirsóknarvert að stofna og reka fyrirtæki á Íslandi. Við þurfum að tryggja stöðugleika, hóflega skattheimtu og einfalt regluverk. Skoðun 22. nóvember 2024 12:47
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun