Valskonur komnar með þriggja stiga forskot á toppnum Valur náði í dag þriggja stiga forskoti í N1 deild kvenna eftir 39 marka stórsigur á nýliðum Víkings, 13-52, í Víkinni. Valskonur sem hafa ekki tapað leik á tímabilinu eru með 18 stig en næstar þeim eru Íslandsmeistarar Stjörnunnar með 15 stig. Handbolti 5. desember 2009 19:00
Hafnarfjarðarliðin unnu bæði góða útisigra Hafnarfjarðarliðin Haukar og FH unnu í dag góða útisigra í N1 deild kvenna í handbolta. Haukakonur unnu sinn fjórða sigur í röð þegar liðið sótti tvö stig í Digranes og unnu heimastúlkur í HK 34-25. FH vann 39-30 sigur á KA/Þór fyrir norðan. Handbolti 5. desember 2009 16:23
Skoraði 44 mörk á aðeins sex dögum Hanna Guðrún Stefánsdóttir í kvennahandboltaliði Hauka var sjóðandi heit í síðustu viku en hún fór á kostum í þremur stórsigrum Haukaliðsins í N1 deild kvenna. Hanna endaði vikuna á því að skora 18 mörk í 30-22 sigri Hauka á Fylki á Ásvöllum á laugardaginn. Handbolti 30. nóvember 2009 13:45
Valur enn taplaust Valur er enn taplaust í N1-deild kvenna eftir stórsigur á KA/Þór, 35-15, í dag. Valur komst þar með á topp deildarinnar. Handbolti 29. nóvember 2009 15:58
Öruggur sigur Hauka á Fylki Haukar unnu í dag öruggan sigur á Fylki í N1-deild kvenna í handbolta, 30-22. Þrír leikir fóru fram í deildinni í dag. Handbolti 28. nóvember 2009 17:42
Karen: Við eigum enn mjög mikið inni „Við vorum að spila fína vörn og fengum góða markvörslu en vorum að klikka dálítið í sóknarleiknum. Það hefði þurft svo lítið til svo að þetta myndi smella hjá okkur og það er óneitanlega svekkjandi. Handbolti 25. nóvember 2009 23:43
Hrafnhildur: Sannfærð um að við tökum þær næst „Við erum enn taplausar og ættum að geta komist á toppinn fyrir jól nema að við misstigum okkur eitthvað illa. Við vorum annars ekki að spila vel í kvöld en það var gott að við náðum að halda okkur inni í leiknum allan tímann,“ sagði Hrafnhildur Skúladóttir sem skoraði fjögur mörk fyrir Val í 21-21 jafntefli liðsins gegn Fram í toppbaráttuleik N1-deildar kvenna í handbolta í kvöld. Handbolti 25. nóvember 2009 23:30
Stefán: Ánægður með vinnusemina og dugnaðinn „Það sem við tökum frá þessum leik er stigið og sú staðreynd að við erum enn taplaus. Þetta var annars mjög kaflaskipt. Byrjunin var skelfileg hjá okkur og Fram komst í 1-5 en eftir leikhlé þá náðum við að snúa leiknum við og komast í 9-6. Handbolti 25. nóvember 2009 23:20
Einar: Þetta var skársti leikurinn okkar í vetur „Þetta fer stundum svona þegar Valur og Fram eigast við. Það er svo mikill hraði í þessum liðum og þau eru rosalega dugleg að refsa að þegar vörnin smellur hjá öðru hvoru liðinu þá koma oft þrjú eða fjögur mörk í kippum. Handbolti 25. nóvember 2009 23:11
Umfjöllun: Hart barist í grannaslag Vals og Fram Það vantar sjaldan upp á baráttuna þegar erkifjendurnir Valur og Fram mætast í kappleikjum og leikur Vals og Fram í N1-deild kvenna í handbolta í kvöld var engin undantekning. Handbolti 25. nóvember 2009 20:59
Florentina á leiðinni á HM í Kína - Stjörnuleikir færðir Tveir leikir Íslandsmeistara Stjörnunnar í N1 deild kvenna í handbolta hafa verið færðir yfir á næsta ár þar sem rúmenski markvörður liðsins, Florentina Stanciu, hefur verið valin í landsliðshóp Rúmena sem er á leiðinni á HM í Kína í næsta mánuði. Handbolti 23. nóvember 2009 23:30
N1-deild kvenna: Haukar unnu Hafnarfjarðarslaginn Haukar unnu sannfærandi 35-19 sigur gegn FH í Hafnarfjarðarslag í N1-deild kvenna í handbolta í dag. Leikurinn var í járnum lengi framan af en staðan var 14-11 Haukum í vil í hálfleik. Handbolti 22. nóvember 2009 15:29
N1-deild kvenna: Tuttugu og sex marka sigur hjá Stjörnunni Tveir leikir fóru fram í N1-deild kvenna í dag þar sem Stjarnan vann 46-20 stórsigur gegn Víkingi og HK og KA/Þór skildu jöfn 26-26. Handbolti 21. nóvember 2009 16:06
Atli: Börðumst fyrir þessu stigi „Eins og komið var þá verð ég að vera sáttur við þetta stig," sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 24-24 jafnteflið við Val í N1-deild kvenna í kvöld. Handbolti 18. nóvember 2009 22:04
Stefán: Vorum betra liðið í kvöld „Ef við tökum það jákvæða þá er liðið enn taplaust og var að mínu viti betra liðið í þessum leik," sagði Stefán Arnarson, þjálfari kvennaliðs Vals, um sitt lið eftir jafnteflið gegn Stjörnunni í toppslag N1-deildarinnar. Handbolti 18. nóvember 2009 21:55
Fram vann nauman sigur í Árbænum Fram vann í kvöld afar nauman sigur á Fylki í Árbænum, 20-19, eftir að hafa verið fimm mörkum undir í hálfleik. Staðan þá var 12-7, Fylki í vil. Handbolti 18. nóvember 2009 21:25
Umfjöllun: Toppliðin skiptu stigunum á milli sín Valur tapaði sínum fyrsta stigi í N1-deild kvenna þegar liðið gerði jafntefli 24-24 við Stjörnuna í toppslag kvöldsins. Elísabet Gunnarsdóttir skoraði síðasta mark leiksins og jafnaði fyrir Stjörnuna. Handbolti 18. nóvember 2009 20:48
Stefán Arnarsson: Vorum lengi í gang „Ég var ánægður með fyrstu 45 minúturnar og ósáttur við fyrstu fimmtán. Við vorum lengi í gang og það hefur háð okkur í mörgum leikjum en við höfum alltaf náð að snúa þessu okkur í hag," sagði Stefán Arnarsson, þjálfari Vals, eftir sigur á Fylki í N1-deild kvenna í dag. Handbolti 15. nóvember 2009 18:41
Þjálfari Fylkis: Leikmenn misstu móðinn „Við lentum í miklu mótlæti og vorum komin með þriggja marka mun. Svo skipta þær um vörn og við náðum ekki að leysa það. Leikmenn misstu svo móðinn í framhaldinu sem getur gerst gegn svona sterku liði," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Fylkis, eftir tap gegn Val í dag. Handbolti 15. nóvember 2009 18:18
Umfjöllun: Valsstúlkur enn á sigurbraut Valur tók á móti Fylki að Hlíðarenda í N1-deild kvenna í dag. Heimastúlkur sigruðu gestina örugglega, 28-19. Handbolti 15. nóvember 2009 16:30
N1-deild kvenna: Fram lagði FH Fram var ekki í neinum vandræðum með FH er Hafnarfjarðarliðið kom í heimsókn í Safamýrina í dag. Handbolti 14. nóvember 2009 17:33
N1-deild kvenna: Stjarnan kjöldró Hauka Stjörnustúlkur eru í efsta sæti N1-deildar kvenna með tólf stig eftir stórsigur liðsins á Haukum, 36-20, í dag. Handbolti 14. nóvember 2009 15:28
Eimskipsbikar kvenna: Valur vann Fylki í framlengingu Leikið var í 16-liða úrslitum Eimskipsbikars kvenna í handbolta í kvöld og þar bar hæst leikur Vals og Fylkis en Valsstúlkur fóru með sigur af hólmi 25-28 eftir framlengdan leik. Handbolti 10. nóvember 2009 22:27
Áskorendakeppni Evrópu: Fram mætir liði frá Króatíu Í morgun var dregið í 16-liða úrslit í Áskorendakeppni Evrópu kvenna í handbolta og ljóst er að Fram mætir RK Tresnjevka frá Króatíu. Handbolti 10. nóvember 2009 17:45
Díana: Leikurinn er bara 60 mínútur Díana Guðjónsdóttir var ósátt við einbeitingarleysi sinna manna er Haukar töpuðu fyrir Fram í N1-deild kvenna á heimavelli í dag. Handbolti 8. nóvember 2009 15:57
Einar: Eigum að vera með besta liðið Einar Jónsson segir að það hefði verið alger óþarfi að hleypa spennu í leik sinna manna í Fram gegn Haukum á Ásvöllum í dag. Handbolti 8. nóvember 2009 15:51
Fram sótti tvö stig á Ásvelli Fram vann í dag góðan sigur á Haukum, 27-24, í eina leik dagsins í N1-deild kvenna. Handbolti 8. nóvember 2009 15:32
Stórir sigrar í N1-deild kvenna Þrír leikir fóru fram í N1-deild kvenna í dag. Úrslit leikjanna voru öll eftir bókinni og unnust nokkuð stórt. Handbolti 7. nóvember 2009 18:11
N1-deild kvenna: Stórsigur hjá Stjörnunni Stjarnan vann auðveldan tíu marka sigur, 30-40, á HK er liðin mættust í Digranesinu í kvöld. Handbolti 4. nóvember 2009 22:43
N1-deild kvenna: Ragnhildur Rósa með ellefu mörk í sigri FH Einn leikur fór fram í N1-deild kvenna í handbolta í dag þar sem FH vann tíu marka sigur 21-31 gegn HK í Digranesi en staðan var 12-15 FH í vil í hálfleik. Handbolti 1. nóvember 2009 18:53