Umfjöllun: Öruggt hjá Fram gegn Stjörnunni Hlynur Valsson skrifar 30. mars 2011 21:31 Pavla Nevarilova skorar í kvöld. Mynd/Vilhelm Framarar sigruðu Stjörnuna auðveldlega í Safamýrinni í kvöld, 38-30, en þetta var fyrsti leikur liðanna í undanúrslitum N1-deildar kvenna. Framarar héldu forystunni allan leikinn og komust mest í 10 marka forskot í seinni hálfleik. Karen Knútsdóttir var atkvæðamest í liði heimamanna með 10 mörk og Íris Björk Símonardóttir stóð vaktina í markinu og varði 18 skot. Hjá gestunum var Jóna Margrét Ragnarsdóttir markahæst með 10 mörk og Elísabet Gunnarsdóttir skoraði 7. Það var gríðarleg eftirvænting fyrir leikinn enda liðin sem enduðu í öðru og þriðja sæti deildarinnar að eigast við. Fyrri viðureignir liðanna í vetur enduðu báðir með eins marks sigri Framara og því flestir sem bjuggust við spennandi og skemmtilegum leik. Leikurinn byrjaði með látum og voru það gestirnir úr Garðabæ sem skoruðu fyrsta mark leiksins en Framarar svöruðu með þrem mörkum í röð og voru fjórum mörkum yfir eftir fimm mínútna leik 6-2. Framstúlkur voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og héldu 3-4 marka forystu lengi vel. Þegar um fimm mínútur voru eftir að fyrri hálfleik skoraði Stjarnan 3 mörk í röð og minnkaði muninn í 2 mörk með góðri rispu en staðan í hálfleik var 18-15 heimamönnum í vil. Í liði heimamanna voru þær Karen Knútsdóttir og Hildur Þorgeirsdóttir markahæstar í hálfleik með 5 mörk hvor. En hjá gestunum var það Elísabet Gunnarsdóttir sem dró vagninn með 6 mörk. Framarar komu gríðarlega ákveðnar til leiks í seinni hálfleikinn og skoruðu 7 mörk gegn 2 á fyrstu tíu mínútum seinni hálfleiksins. Stjörnustúlkur komust hvorki lönd né strönd gegn vel skipulögðu liði Framara og fór munurinn mest í 10 mörk þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum 34-24. Sigur Framara var aldrei í hættu og síst of stór en lokatölur í Safamýrinni 38-30. Stjarnan því komin með bakið upp við vegg en þær verða að vinna næsta leik liðanna sem fram fer á laugardaginn í Garðabænum til að knýja fram oddaleik í Safamýrinni. Fram-Stjarnan 38-30 Mörk Fram: Karen Knútsdóttir 10, Hildur Þorgeirsdóttir 8, Stella Sigurðardóttir 5, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 4, Pavla Nevarilova 4, Marthe Sördal 2, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 2, Ásta Birna Gunnarsdóttir 1, Steinunn Björnsdóttir 1 og María Karlsdóttir 1. Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 18, Elísabeth Malmberg Arnarsdóttir 2. Utanvallar: 0 mínútur. Mörk Stjörnunnar: Jóna Margrét Ragnarsdóttir 10, Elísabet Gunnarsdóttir 7, Hanna G. Stefánsdóttir 3, Sólveig Lára Kjærnested 2, Kristín Jóhanna Clausen 2, Esther Viktoría Ragnarsdóttir 2, Aðalheiður Hreinsdóttir 1, Rut Steinsen 1, Þórhildur Gunnarsdóttir 1 og Hildur Harðardóttir 1. Varin skot: Helga Dóra Magnúsdóttir 7, Sólveig Björk Ásmundardóttir 7. Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: Júlíus Sigurjónsson og Bjarni Viggósson. Olís-deild kvenna Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Framarar sigruðu Stjörnuna auðveldlega í Safamýrinni í kvöld, 38-30, en þetta var fyrsti leikur liðanna í undanúrslitum N1-deildar kvenna. Framarar héldu forystunni allan leikinn og komust mest í 10 marka forskot í seinni hálfleik. Karen Knútsdóttir var atkvæðamest í liði heimamanna með 10 mörk og Íris Björk Símonardóttir stóð vaktina í markinu og varði 18 skot. Hjá gestunum var Jóna Margrét Ragnarsdóttir markahæst með 10 mörk og Elísabet Gunnarsdóttir skoraði 7. Það var gríðarleg eftirvænting fyrir leikinn enda liðin sem enduðu í öðru og þriðja sæti deildarinnar að eigast við. Fyrri viðureignir liðanna í vetur enduðu báðir með eins marks sigri Framara og því flestir sem bjuggust við spennandi og skemmtilegum leik. Leikurinn byrjaði með látum og voru það gestirnir úr Garðabæ sem skoruðu fyrsta mark leiksins en Framarar svöruðu með þrem mörkum í röð og voru fjórum mörkum yfir eftir fimm mínútna leik 6-2. Framstúlkur voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og héldu 3-4 marka forystu lengi vel. Þegar um fimm mínútur voru eftir að fyrri hálfleik skoraði Stjarnan 3 mörk í röð og minnkaði muninn í 2 mörk með góðri rispu en staðan í hálfleik var 18-15 heimamönnum í vil. Í liði heimamanna voru þær Karen Knútsdóttir og Hildur Þorgeirsdóttir markahæstar í hálfleik með 5 mörk hvor. En hjá gestunum var það Elísabet Gunnarsdóttir sem dró vagninn með 6 mörk. Framarar komu gríðarlega ákveðnar til leiks í seinni hálfleikinn og skoruðu 7 mörk gegn 2 á fyrstu tíu mínútum seinni hálfleiksins. Stjörnustúlkur komust hvorki lönd né strönd gegn vel skipulögðu liði Framara og fór munurinn mest í 10 mörk þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum 34-24. Sigur Framara var aldrei í hættu og síst of stór en lokatölur í Safamýrinni 38-30. Stjarnan því komin með bakið upp við vegg en þær verða að vinna næsta leik liðanna sem fram fer á laugardaginn í Garðabænum til að knýja fram oddaleik í Safamýrinni. Fram-Stjarnan 38-30 Mörk Fram: Karen Knútsdóttir 10, Hildur Þorgeirsdóttir 8, Stella Sigurðardóttir 5, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 4, Pavla Nevarilova 4, Marthe Sördal 2, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 2, Ásta Birna Gunnarsdóttir 1, Steinunn Björnsdóttir 1 og María Karlsdóttir 1. Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 18, Elísabeth Malmberg Arnarsdóttir 2. Utanvallar: 0 mínútur. Mörk Stjörnunnar: Jóna Margrét Ragnarsdóttir 10, Elísabet Gunnarsdóttir 7, Hanna G. Stefánsdóttir 3, Sólveig Lára Kjærnested 2, Kristín Jóhanna Clausen 2, Esther Viktoría Ragnarsdóttir 2, Aðalheiður Hreinsdóttir 1, Rut Steinsen 1, Þórhildur Gunnarsdóttir 1 og Hildur Harðardóttir 1. Varin skot: Helga Dóra Magnúsdóttir 7, Sólveig Björk Ásmundardóttir 7. Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: Júlíus Sigurjónsson og Bjarni Viggósson.
Olís-deild kvenna Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira