Ólafur Stephensen

Ólafur Stephensen

Greinar eftir Ólaf Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda.

Fréttamynd

Hrunið og Evrópa

Flokksstofnanir þriggja stærstu stjórnmálaflokka þjóðarinnar funda um komandi helgi. Þetta eru fyrstu fundirnir af því tagi, sem haldnir eru eftir að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis kom út og eftir að haldnar voru sveitarstjórnarkosningar, þar sem allir fjórir hefðbundnu flokkarnir fengu skell. Þetta eru tengd mál; slök útkoma gömlu flokkanna í kosningunum skrifast meðal annars á þá útreið sem hið pólitíska kerfi fékk í rannsóknarskýrslunni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sjúkdómseinkenni

Dómur Hæstaréttar, um að óheimilt sé að binda lán í íslenzkum krónum við gengi erlendra gjaldmiðla, hefur í raun enn aukið á óvissuna um stöðu skuldara. Enn gæti þurft að leita atbeina dómstólanna til að fá úr því skorið hvað gerist næst; hvort þeir sem tóku myntkörfu­lánin eru skyndilega miklu betur settir en aðrir skuldarar, eftir að hafa verið verst settir, eða hvort leyft verði að binda lánin við vísitölu eða þá hækka á þeim vextina og miða við lægstu óverðtryggða vexti.

Fastir pennar
Fréttamynd

Umræða á grunni staðreynda

Samþykkt Evrópusambandsins um að hefja aðildarviðræður við Ísland þýðir ekki að Ísland verði aðildarríki ESB. Það ræðst ekki fyrr en þjóðin greiðir atkvæði um aðildarsamning. En ákvörðunin er vendipunktur að því leyti að nú er aðildarferlið formlega hafið og þá er vonandi hægt að færa Evrópuumræðuna á Íslandi á grunn staðreynda.

Fastir pennar
Fréttamynd

Bótanískt útlendingahatur

Það er miður júní og breiður af bláum blómum gleðja augað víða um land. Hæðir og holt í nágrenni höfuðborgarinnar, þar sem áður voru uppblásin moldarbörð, eru blá yfir að líta; einstaklega falleg sjón í sumarblíðunni að undanförnu. Lúpínan setur svip sinn á landið, klæðir það með þykku teppi þar sem áður var enginn, lítill eða rytjulegur gróður.

Fastir pennar
Fréttamynd

Afnám umdeildra vatnalaga

Á fundi iðnaðarnefndar Alþingis í morgun var afgreitt frumvarp iðnaðarráðherra um afnám hinna umdeildu vatnalaga frá 2006. Það var niðurstaða meirihluta nefndarinnar, fulltrúa Samfylkingarinnar, VG og Hreyfingarinnar að nema bæri lögin úr gildi en fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lögðu til að gildistöku laganna yrði enn frestað, nú í þriðja sinn.

Skoðun
Fréttamynd

Afnám mismununar

Gærdagurinn var merkisdagur í sögu mannréttindabaráttu á Íslandi. Alþingi samþykkti frumvarp um að ein hjúskaparlög gildi fyrir samkynhneigða og gagnkynhneigða. Hjónaband samkynhneigðra para verður ekki lengur sett í annan flokk og kallað staðfest samvist; það heitir nú hjónaband að lögum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Virðing Alþingis

Engin leið hefur verið að sjá nokkur merki þess á Alþingi undanfarna daga að gömlu stjórnmálaflokkarnir fjórir séu nýkomnir úr sveitarstjórnarkosningum þar sem þeir fengu skell allir sem einn. Kjósendur reyndust ginnkeyptir fyrir nýjungum, jafnvel þótt þær væru settar fram undir merkjum gríns fremur en alvöru. Gestkomandi gætu reyndar haldið að gömlu flokkarnir hefðu brugðizt við með því að setja á svið gamanleikrit á þjóðþinginu, en vanir kjósendur vita að það er því miður sami lélegi farsinn og í fyrra - og árið þar áður.

Fastir pennar
Fréttamynd

Í skjóli Kína?

Gjaldeyrisskiptasamningur seðlabanka Íslands og Kína, sem undirritaður var í gær, markar að ýmsu leyti tímamót. Slíkir samningar hafa ekki verið gerðir við erlenda seðlabanka frá því fyrir hrun. Seðlabankar Bandaríkjanna og Evrópu hafa til að mynda hafnað slíku.

Fastir pennar
Fréttamynd

Dugar frysting launa til?

Grein Árna Páls Árnasonar, félags- og tryggingamálaráðherra, hér í Fréttablaðinu í gær hefur vakið mikla athygli og viðbrögð. Ráðherrann velti þar fyrir sér leiðum til að ná fram bráðnauðsynlegum niðurskurði í ríkisrekstrinum á næstu árum og telur nauðsynlegt að ná þjóðarsátt um að frysta laun opinberra starfsmanna næstu þrjú árin, ásamt lífeyrisgreiðslum og öðrum afkomutengdum greiðslum ríkisins, til dæmis til bænda.

Fastir pennar
Fréttamynd

Viturlegar ákvarðanir skila sér

Hafrannsóknastofnunin hefur nú skilað tillögum sínum um hámarksafla á næsta fiskveiðiári, sem hefst í september. Stofnunin vildi ekki mæla með því í apríl síðastliðnum að þorskkvótinn yrði aukinn í sumar, þrátt fyrir þrýsting frá hagsmunaaðilum og stjórnmálamönnum. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafró, sagði þá hér í blaðinu að ekkert hefði komið fram sem breytti ráðleggingum stofnunarinnar fyrir yfirstandandi fiskveiðiár. Hins vegar mætti auka þorskkvótann í haust ef rannsóknir gæfu tilefni til.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tæknilandið Ísland

„Það er eitthvað skrýtið við samfélag sem vantar fólk í vinnu en er með marga á atvinnuleysisskrá," sagði Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri Marorku, í samtali við Markaðinn, sérblað Fréttablaðsins um viðskipti, síðastliðinn miðvikudag.

Fastir pennar
Fréttamynd

Skólar bornir saman

Nú styttist í að Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra greini frá tillögum sínum um hvernig á að spara í rekstri háskólanna í landinu. Ráðherrans bíða erfiðar ákvarðanir. Allir háskólarnir halda fram sínum málstað og vilja sízt láta skera niður hjá sér.

Fastir pennar
Fréttamynd

Yfirgripsmikið þekkingarleysi

Samtök ungra bænda birtu dálítið sláandi auglýsingar í blöðunum á föstudaginn. Mynd af brynvörðum fallbyssubíl með eftirfarandi fyrirsögn: "Við viljum ekki senda afkomendur okkar í Evrópusambandsherinn." Lesendur, sem gengu kannski út frá því að höfundar auglýsingarinnar vissu um hvað þeir væru að tala, hefð

Fastir pennar
Fréttamynd

Hrist upp í pólitíkinni

Úrslit sveitarstjórnarkosninganna hrista rækilega upp í hinu pólitíska kerfi á Íslandi. Hefbundnu flokkarnir fjórir fá skell, sem á sér fá fordæmi. Þótt forystumenn flokkanna geti vísað til einhverra ljósra punkta, eru skilaboð kjósenda skýr og flokkarnir komast ekki hjá því að horfast í augu við það. Uppgjörið og siðbótin, sem skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis kallaði á, hefur að mati margra kjósenda látið á sér standa. Kosningaúrslitin þrýsta á flokkana að gera hreint fyrir sínum dyrum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kosið um ábyrgð

Landsmenn ganga í dag að kjörborðinu og velja sveitarstjórn í sínu sveitarfélagi. Það hvernig fólk ráðstafar atkvæði sínu hefur áhrif á nánasta umhverfi fólks, á borð við götur, útivistarsvæði og íþróttaaðstöðu og þá félagslegu þjónustu sem stendur fólki næst, til dæmis grunnskóla, leikskóla og þjónustu við aldraða. Það skiptir máli að fólk kjósi og líka hvernig atkvæðinu er varið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Samið eða dæmt?

Það virðist ögn langsótt að halda því fram, eins og forystumenn stjórnarandstöðuflokkanna gera, að áminningarbréf Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) til Íslands, um að íslenzkum stjórnvöldum beri að greiða Icesave-skuldbindingarnar, styrki samningsstöðu landsins. ESA telur Ísland brotlegt við EES-samninginn, greiði stjórnvöld ekki

Fastir pennar
Fréttamynd

Ólafur Stephensen: Hvað gera gömlu flokkarnir?

Tvær skoðanakannanir, sem Fréttablaðið og Morgunblaðið hafa látið gera, sýna að Bezti flokkurinn gæti orðið stærsta stjórnmálaaflið í borgarstjórn Reykjavíkur eftir kosningarnar á laugardag. Samkvæmt könnun Fréttablaðsins um síðustu helgi gæti flokkurinn náð hreinum meirihluta, en samkvæmt könnun Morgunblaðsins myndi hann ná sjö borgarfulltrúum af fimmtán.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ólafur Stephensen: Opin og upplýst umræða

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra gerði meðal annars grein fyrir stöðu umsóknar Íslands um aðild að Evrópusambandinu í skýrslu sinni um utanríkismál á Alþingi í gær. Í máli ráðherrans kom fram að undirbúningur formlegra aðildarviðræðna gengi ágætlega og þær ættu að geta hafizt fljótlega eftir að leiðtogar ESB samþykkja umsókn Íslands.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ólafur Stephensen: Ekki tími yfirboða

Einhvern veginn er kosningabaráttan fyrir sveitarstjórnarkosningarnar, sem fram fara í lok mánaðarins, varla komin í gang. Önnur mál hafa skyggt á hana í almennri umræðu; rannsóknarskýrsla, handtökur og stefnur á hendur útrásarvíkingum, náttúruhamfarir. Engu að síður eru kosningarnar mikilvægt mál. Það er brýnt að kjósendur setji sig inn í málin í sínu sveitarfélagi og taki upplýsta ákvörðun um hvernig þeir hyggjast verja atkvæði sínu. Ef við teljum lýðræðið á annað borð mikilvægt hljótum við að vilja nota kosningaréttinn.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ólafur Stephensen: Krónan kostar

Margir vilja losna við verðtrygginguna. Það er skiljanlegt, eftir að hún hefur valdið mörgum heimilum miklum búsifjum. Þeir sem voru til dæmis með húsnæðislán í íslenzkum, verðtryggðum krónum hafa horft upp á lánið sitt hækka um margar milljónir á sama tíma og þeir hafa greitt drjúgan hluta af mánaðarlaununum sínum í afborganir, vexti og verðbætur.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ólafur Stephensen: Lítið lært?

Pólitíkin sýnir á sér ýmsar sínar verstu hliðar í umræðum um almennt skynsamleg og gagnleg áform um sameiningu ráðuneyta og fækkun ráðherra, sem kveðið er á um í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Samfylkingin vill keyra málið áfram og sameina ráðuneytin sem fyrst.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ólafur Þ. Stephensen: Réttvísin hefur sinn gang

Handtaka tveggja af fyrrverandi forsvarsmönnum Kaupþings og úrskurður héraðsdóms um gæzluvarðhald yfir þeim markar nokkur tímamót í rannsókn sérstaks saksóknara á bankahruninu. Viðbrögð margra hafa verið ánægja með að saksóknarinn og hans lið sé að vinna vinnuna sína; loksins sjáist einhver merki um að lögum verði komið yfir þá sem báru ábyrgð á hruninu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ólafur Þ. Stephensen: Nú þarf aftur Landsyfirrétt

Í tæplega tvö ár hefur tillaga um stofnun millidómstóls verið til umræðu. Nefnd undir forystu Rögnu Árnadóttur, núverandi dómsmálaráðherra, lagði þetta til við þáverandi ráðherra í júní 2008. Nefndin lagði til að stofnaður yrði í Reykjavík dómstóll með að minnsta kosti sex dómurum, sem fengi það gamla heiti Landsyfirréttur, en það var millidómstóll Íslendinga í rúma öld, frá 1800 til 1919. Hæstiréttur var þá í Danmörku.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ólafur Þ. Stephensen : Samstaða um siðbót?

Stjórnmálaflokkarnir eru í kreppu eftir að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis kom út. Það sýna skoðanakannanir, sem birtar voru fyrir síðustu helgi. Í Þjóðarpúlsi Gallup, þar sem fylgi flokkanna á landsvísu var

Fastir pennar
Fréttamynd

Ólafur Stephensen: Úrelt gjaldtaka

Mörgum hefur fundizt sú ítrekaða niðurstaða íslenzkra dómstóla skrýtin, að innheimta svokallaðs iðnaðarmálagjalds bryti ekki gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar um félagafrelsi. Það virðist liggja nokkurn veginn í augum uppi að með gjaldinu, sem ríkið innheimtir af iðnfyrirtækjum og lætur svo renna til Samtaka iðnaðarins burtséð frá því hvort fyrirtækin eiga aðild að SI eða ekki, er verið að þvinga fyrirtæki til að greiða félagsgjald til félags, sem þau kæra sig kannski ekkert um að vera í.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ólafur Stephensen: Sterkari rammi

Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, færir ágæt rök fyrir því í grein í Fréttablaðinu í gær að endurreisa þurfi hlutabréfamarkaðinn hér á landi, meðal annars með því að bankarnir skrái fyrirtækin, sem þeir eru nú með í fanginu, á markað.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ólafur Stephensen: Dellukenningar

Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis setur í nýtt ljós ýmsar vinsælar hugmyndir, sem settar voru eftir bankahrunið um orsakir þess. Óhætt er að segja að sumar þeirra skýtur hún í kaf.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ólafur Stephensen: Rannsóknar þörf

Þúsundir lífeyrisþega standa frammi fyrir því þessa dagana að kjör þeirra versna vegna skerðingar greiðslna úr sjóðunum. Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða, sagði í Fréttablaðinu í fyrradag að ástæður skerðingarinnar væru einkum tvær; stærsta skýringin væri bankahrunið en jafnframt þyrfti að bregðast við hækkandi meðalaldri sjóðfélaga.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ólafur Þ. Stephensen: You ain‘t seen nothing yet

Fleyg ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, um íslenzka viðskiptaundrið rifjuðust upp þegar hann lýsti því yfir við brezka ríkissjónvarpið, BBC, að gosið í Eyjafjallajökli væri nú bara smáæfing fyrir Kötlugos, sem ekki væri spurning hvort heldur hvenær brytist út, með hrikalegum afleiðingum fyrir Ísland og heimsbyggðina.

Fastir pennar