Kerfið drepur Ólafur Stephensen skrifar 10. ágúst 2010 06:45 Lýsing Samkeppniseftirlitsins á íslenzkum mjólkurmarkaði sem samansúrruðum samráðshring er raunsönn. Landbúnaðarkerfið gerir nú enn eina atlöguna að mönnum, sem vilja reyna að standa á eigin fótum og framleiða mjólkurvörur handa neytendum án ríkisstyrkja. Fara verður aftur til ársins 2005 til að finna rætur frumvarpsins sem Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra hefur nú lagt fram, um að refsa beri afurðastöðvum sem framleiði mjólk sem framleidd sé utan kvótakerfisins, þ.e. án ríkisstyrkja. Þá stofnuðu framtakssamir bændur í Kjósinni mjólkursamlagið Mjólku og kepptu við hinn ríkisstyrkta samráðshring. Forsvarsmenn Bændasamtaka Íslands og Landssambands kúabænda reyndu þá allt hvað þeir gátu til að bregða fæti fyrir hið nýja fyrirtæki og héldu því m.a. fram að það væri ólöglegt að framleiða mjólk án ríkisstyrks. Strax á þeim tíma var á það bent að slík lagatúlkun stæðist hvorki stjórnarskrána né mannréttindasáttmála. Að ætla að banna mönnum að framleiða vöru án ríkisstyrkja væri gróf aðför að atvinnufrelsi. Sjálfur Guðni Ágústsson, þáverandi landbúnaðarráðherra, sem kallaði nú ekki allt ömmu sína, treysti sér ekki til að taka þátt í að drepa Mjólku. Bændasamtökin voru ekki af baki dottin og með nýjum ráðherrum komu ný tækifæri til að reyna að kæfa samkeppnina. Frumvarp, svipað því sem Jón Bjarnason vill nú koma í gegnum Alþingi, var lagt fram fyrir hálfu öðru ári en svæft í landbúnaðarnefnd. Kannski var það af því að þá hillti undir að samráðshringurinn gleypti Mjólku og hættan liði hjá. Nú hefur landbúnaðarkerfið á ný talið ástæðu til að sýna tennurnar enda nýr keppinautur, Vesturmjólk, kominn fram á sjónarsviðið og sér tækifæri í því að framleiða mjólkurvörur án ríkisstyrkja og bjóða neytendum lægra verð - eins og Mjólku tókst á tímabili. Samkeppniseftirlitið hefur gert alvarlegar athugasemdir við frumvarpið. Í umsögn þess var rifjað upp að undanfarin ár hefur stofnunin í sífellu lagt til við mismunandi landbúnaðarráðherra að auka samkeppni í framleiðslu og sölu á mjólkurvörum, neytendum til hagsbóta. Enginn þeirra hefur hlustað, enda hefur aldrei komið fram á sjónarsviðið landbúnaðarráðherra, sem telur sig talsmann neytenda eða almannahagsmuna. Allir með tölu hafa þeir gengið í björg þröngrar hagsmunagæzlu fyrir núverandi ríkiseinokunarkerfi. Jón Bjarnason er engin undantekning, sem sést kannski bezt á því að við samningu frumvarps hans var eingöngu haft samráð við þá, sem eiga hagsmuni af því að viðhalda einokuninni. Ekki var talað við hugsanlega keppinauta, hvað þá talsmenn neytenda eða annarra atvinnugreina (sem einhverra hluta vegna lifa þótt þar gildi almennar samkeppnisreglur). Engum þarf að koma á óvart að Jón Bjarnason og hinir framsóknarmennirnir vilji drepa samkeppni og vega að atvinnufrelsi. En ætlar til dæmis Samfylkingarfólkið í stjórnarliðinu, sem oft talar um hagsmuni neytenda, að sitja aðgerðalaust hjá? Og hvað með sjálfstæðismenn, sem að minnsta kosti í orði kveðnu styðja frjáls viðskipti og samkeppni? Geta þeir kannski kreist upp lítið, hugrakkt tíst í þágu neytenda? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Lýsing Samkeppniseftirlitsins á íslenzkum mjólkurmarkaði sem samansúrruðum samráðshring er raunsönn. Landbúnaðarkerfið gerir nú enn eina atlöguna að mönnum, sem vilja reyna að standa á eigin fótum og framleiða mjólkurvörur handa neytendum án ríkisstyrkja. Fara verður aftur til ársins 2005 til að finna rætur frumvarpsins sem Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra hefur nú lagt fram, um að refsa beri afurðastöðvum sem framleiði mjólk sem framleidd sé utan kvótakerfisins, þ.e. án ríkisstyrkja. Þá stofnuðu framtakssamir bændur í Kjósinni mjólkursamlagið Mjólku og kepptu við hinn ríkisstyrkta samráðshring. Forsvarsmenn Bændasamtaka Íslands og Landssambands kúabænda reyndu þá allt hvað þeir gátu til að bregða fæti fyrir hið nýja fyrirtæki og héldu því m.a. fram að það væri ólöglegt að framleiða mjólk án ríkisstyrks. Strax á þeim tíma var á það bent að slík lagatúlkun stæðist hvorki stjórnarskrána né mannréttindasáttmála. Að ætla að banna mönnum að framleiða vöru án ríkisstyrkja væri gróf aðför að atvinnufrelsi. Sjálfur Guðni Ágústsson, þáverandi landbúnaðarráðherra, sem kallaði nú ekki allt ömmu sína, treysti sér ekki til að taka þátt í að drepa Mjólku. Bændasamtökin voru ekki af baki dottin og með nýjum ráðherrum komu ný tækifæri til að reyna að kæfa samkeppnina. Frumvarp, svipað því sem Jón Bjarnason vill nú koma í gegnum Alþingi, var lagt fram fyrir hálfu öðru ári en svæft í landbúnaðarnefnd. Kannski var það af því að þá hillti undir að samráðshringurinn gleypti Mjólku og hættan liði hjá. Nú hefur landbúnaðarkerfið á ný talið ástæðu til að sýna tennurnar enda nýr keppinautur, Vesturmjólk, kominn fram á sjónarsviðið og sér tækifæri í því að framleiða mjólkurvörur án ríkisstyrkja og bjóða neytendum lægra verð - eins og Mjólku tókst á tímabili. Samkeppniseftirlitið hefur gert alvarlegar athugasemdir við frumvarpið. Í umsögn þess var rifjað upp að undanfarin ár hefur stofnunin í sífellu lagt til við mismunandi landbúnaðarráðherra að auka samkeppni í framleiðslu og sölu á mjólkurvörum, neytendum til hagsbóta. Enginn þeirra hefur hlustað, enda hefur aldrei komið fram á sjónarsviðið landbúnaðarráðherra, sem telur sig talsmann neytenda eða almannahagsmuna. Allir með tölu hafa þeir gengið í björg þröngrar hagsmunagæzlu fyrir núverandi ríkiseinokunarkerfi. Jón Bjarnason er engin undantekning, sem sést kannski bezt á því að við samningu frumvarps hans var eingöngu haft samráð við þá, sem eiga hagsmuni af því að viðhalda einokuninni. Ekki var talað við hugsanlega keppinauta, hvað þá talsmenn neytenda eða annarra atvinnugreina (sem einhverra hluta vegna lifa þótt þar gildi almennar samkeppnisreglur). Engum þarf að koma á óvart að Jón Bjarnason og hinir framsóknarmennirnir vilji drepa samkeppni og vega að atvinnufrelsi. En ætlar til dæmis Samfylkingarfólkið í stjórnarliðinu, sem oft talar um hagsmuni neytenda, að sitja aðgerðalaust hjá? Og hvað með sjálfstæðismenn, sem að minnsta kosti í orði kveðnu styðja frjáls viðskipti og samkeppni? Geta þeir kannski kreist upp lítið, hugrakkt tíst í þágu neytenda?
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun