Hvar á þá að skera niður? Guðbjartur Hannesson heilbrigðisráðherra og Oddný G. Harðardóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, hafa bæði lýst því yfir á síðustu dögum að áformin um niðurskurð á sjúkrahúsum á landsbyggðinni verði endurskoðuð og minna skorið niður en lagt var upp með. Fastir pennar 30. október 2010 06:15
Gamanið búið í Reykjavík Jákvæðni og lífsgleði, grín og glens voru allsráðandi þegar borgarstjórnarmeirihlutinn núverandi tók við völdum. Fulltrúar Bezta flokksins og Samfylkingarinnar knúsuðust á blokkarþaki í Breiðholtinu. Stefnuyfirlýsing flokkanna var full af frábærum og skemmtilegum hugmyndum, sem allir gátu verið sammála um. Fastir pennar 29. október 2010 06:30
Mark tekið á markaðnum Ákvörðun Icelandic Group um að taka upp samstarf við Sjávarnytjaráðið, Marine Stewardship Council, um umhverfisvottun á sjávarafurðum er ntalsverð tíðindi. Fastir pennar 28. október 2010 06:00
Góð nýting skattfjár? Tveir prófessorar við læknadeild Háskóla Íslands, Eiríkur Steingrímsson og Magnús Karl Magnússon, hafa að undanförnu skrifað áhugaverðar greinar í Fréttablaðið um háskólarannsóknir á Íslandi. Þar hafa þeir meðal annars spurt þeirrar spurningar hvernig tryggja megi að þeir takmörkuðu Fastir pennar 27. október 2010 06:00
Ofsi og misskilningur Fulltrúar Bezta flokksins, Vinstri grænna og Samfylkingarinnar í mannréttindaráði Reykjavíkur eru í vandræðum vegna mikilla og neikvæðra viðbragða við tillögu flokkanna um að úthýsa kristinni trú og siðum úr skólastarfi í borginni. Talsmenn tillögunnar reyna nú að halda því fram að viðbrögðin byggist á "misskilningi" og séu "ofsafengin" eins og Margrét Sverrisdóttir, formaður ráðsins, orðaði það hér í blaðinu eftir að biskup Íslands gagnrýndi áformin harðlega. Fastir pennar 26. október 2010 09:05
Dýrari en forsætisráðherrann Fréttablaðið hefur í vikunni sagt tvær fréttir af því að hætta sé á því að ekki verði hægt að manna lykilstöður opinberra starfsmanna með hæfu fólki vegna þess að betri kjör bjóðist annars staðar. Fastir pennar 23. október 2010 06:00
Nóg komið af dómunum Stundum þurfa sprenglærðir dómarar að kveða upp ótal dóma, studda vandaðri lögfræðilegri röksemdafærslu áður en fólki dettur í hug að gera það sem einföld, heilbrigð skynsemi býður. Þetta virðist eiga við um spurninguna hvort Alþingi megi með lögum skylda fólk til að borga félagsgjald í félagi sem það er ekki í og vill ekki vera í, telur jafnvel vinna gegn hagsmunum sínum. Fastir pennar 20. október 2010 06:00
Trú og hefðir strokaðar út? Meirihlutinn í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar hefur lagt fram drög að ályktun um samskipti leik- og grunnskóla borgarinnar við trúfélög. Ekki verður annað séð en að nái ýmsar tillögur sem þar er að finna fram að ganga, verði ýmsar gamlar og góðar hefðir í skólastarfinu afnumdar. Fastir pennar 18. október 2010 06:00
Tvær kreppur Bankakreppan sem reið yfir 2008 var ekki séríslenzkt fyrirbæri, þótt hún yrði dýpri hér en víða annars staðar. Hún hefur leitt af sér eignarýrnun, skattahækkanir, niðurskurð opinberrar þjónustu og aukið atvinnuleysi. Fastir pennar 16. október 2010 11:31
Falskar vonir Einhverra hluta vegna hafa hugmyndir um almenna skuldaniðurfellingu skotið upp kollinum á ný, meira en ári eftir að þær voru slegnar af og taldar óraunhæfar. Ríkisstjórnin leikur nú eitthvert skrýtið leikrit með stjórnarandstöðunni og hagsmunasamtökum, þar sem látið er eins og það komi til greina að færa niður skuldir fólks um 18%. Ekkert vit er í þeirri leið, eins og raunar er margbúið að færa rök fyrir, en staðfestist enn frekar með þeim upplýsingum, sem bætzt hafa við að undanförnu. Fastir pennar 14. október 2010 06:00
Hvernig fáum við hæfasta fólkið? Nú er tæp vika þar til framboðsfrestur til boðaðs stjórnlagaþings rennur út. Ýmsir mætir einstaklingar hafa greint opinberlega frá framboði sínu en ennþá vantar heilmikið upp á þann fjölda sem á að sitja á þinginu. Sjálfsagt munu margir gera upp hug sinn um framboð á síðustu dögunum áður en frestur rennur út. Fastir pennar 12. október 2010 06:00
Þeir tapa alltaf Kínverski andófsmaðurinn Liu Xiaobo er vel að friðarverðlaunum Nóbels kominn. Hann situr nú í þriðja sinn í fangelsi vegna friðsamlegrar baráttu sinnar fyrir lýðræði og mannréttindum í Kína. Hann var í fyrsta sinn dæmdur til fangelsisvistar fyrir þátt sinn í mótmælunum á Torgi hins himneska friðar 1989, sem enduðu með fjöldamorði. Hann var dæmdur til þrælkunarbúðavistar 1996 fyrir að andmæla alræði kommúnistaflokksins og í fyrra var hann dæmdur til ellefu ára fangelsisvistar fyrir að taka þátt í að skrifa mannréttindayfirlýsingu. Fastir pennar 11. október 2010 06:00
Tími óvinsælda Viðbrögðin við áformum um niðurskurð í heilbrigðiskerfinu eru fyrirsjáanleg og að mörgu leyti skiljanleg. Þau eru endurómur af svipuðum mótmælum úti um alla Evrópu þar sem ríkisstjórnir hafa neyðzt til að draga saman útgjöld vegna kreppunnar. Slíkt er alltaf sársaukafullt og kemur við margvíslega hagsmuni. Engu að síður væru mistök að láta undan þrýstingi um að hætta við niðurskurðinn. Fastir pennar 9. október 2010 07:15
Síðasta tækifæri pólitíkusanna Mótmælin við Alþingishúsið í fyrrakvöld eru til merkis um mikla og djúpstæða óánægju í þjóðfélaginu. Stjórnmálamennirnir sem sátu innan dyra á meðan mótmælin fóru fram komust ekki hjá því að heyra til mótmælendanna, sem framkölluðu ærandi hávaða. Hitt er öllu mikilvægara, að þeir nái að hlusta eftir innihaldi óánægjuhrópanna og bregðast við gagnrýninni. Fastir pennar 6. október 2010 06:00
Beðið um vantrauststillögu Stefnuræða Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á Alþingi í gærkvöldi bar vott um að hún horfðist í augu við þann margvíslega vanda, sem við blasir í málefnum þjóðarinnar. Forsætisráðherra gerði rétt í því að viðurkenna vandamálin og leitast við að nálgast þau af ákveðinni auðmýkt. Hins vegar verður ekki sagt að Jóhanna hafi boðað sannfærandi leiðir út úr öllum þeim vanda. Fastir pennar 5. október 2010 06:30
Peningarnir eru ekki til Viðbrögðin við fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar eru að mörgu leyti fyrirsjáanleg. Niðurskurður fjárframlaga snertir marga afmarkaða hagsmuni byggðarlaga, stofnana, atvinnugreina, tekjuhópa o.s.frv. Fulltrúar þessara hópa stíga fram og kvarta undan niðurskurðinum. Fyrir stærsta hagsmunahópinn, almenna skattgreiðendur, talar þó enginn - enda eiga þeir sér engan talsmann og engan umboðsmann. Fastir pennar 4. október 2010 06:00
(Önnur) vanhæf ríkisstjórn Óþægilegar minningar frá mótmælunum í janúar í fyrra hafa vafalaust sótt á marga er fréttir bárust af mótmælaaðgerðum á Austurvelli við setningu Alþingis í gær. Fastir pennar 2. október 2010 00:01
Eitraður kaleikur Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, og Atli Gíslason, formaður þingmannanefndarinnar, líktu báðir þeim ákvörðunum, sem Alþingi þurfti að taka um mál fyrrverandi ráðherra, við beizkan kaleik. Báðir töldu þeir að bergja yrði þann kaleik í botn. Nú hefur komið í ljós að kaleikurinn var meira en beizkur. Fastir pennar 1. október 2010 06:00
Ódrengilegt og pólitískt vitlaust Enn og aftur missir Alþingi Íslendinga niður um sig í beinni útsendingu, og í þetta sinn einmitt á meðan þingmenn áttu að vera að skrifa Íslandssöguna. Fastir pennar 29. september 2010 11:18
Kjósendur opnir fyrir nýjungum Ýmsar ályktanir er hægt að draga af niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins á fylgi flokkanna, sem sagt var frá í gær. Í fyrsta lagi vekur það athygli að þrátt fyrir að stjórnarflokkarnir séu ósammála um mörg stærstu málin í íslenzkri pólitík, hver uppákoman reki aðra í stjórnarsamstarfinu og ýmis mikilvæg mál sitji föst vegna þess að ríkisstjórnin hefur í raun ekki þingmeirihluta fyrir þeim, styður áfram um helmingur þeirra sem afstöðu taka stjórnarflokkana. Fastir pennar 28. september 2010 06:00
Siðlausar aðréttur Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, skrifar skeleggan leiðara í Bændablaðið, þar sem hann afþakkar fyrir hönd bænda hvers konar styrki sem Evrópusambandið býður upp á vegna Fastir pennar 25. september 2010 11:40
Samkeppnishæft skattkerfi Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra flutti mikla skammadembu yfir atvinnurekendum á fundi Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs um skattamál í gær. Það fer ekki á milli mála að verulegur hugmyndafræðilegur ágreiningur er á milli fjármálaráðherrans og samtaka atvinnurekenda um það hvernig skattaumhverfi fyrirtækja á að vera, þar með talið hvað rétt sé að skattarnir séu háir. Fastir pennar 24. september 2010 11:17
Glatað tækifæri? Illu heilli hefur það gengið eftir, sem margir höfðu áhyggjur af þegar þingmannanefndin sem rýndi skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis lagði fram skýrslu sína fyrir tíu dögum. Deilur um hvort draga skuli fyrrverandi ráðherra fyrir landsdóm hafa yfirskyggt umbótatillögurnar sem eru í raun aðalatriðin í skýrslu þingmannanefndarinnar og full samstaða var um meðal nefndarmanna. Í stuttu máli má segja að þessar umbótatillögur séu það, sem hrinda þarf í framkvæmd til að Ísland standi undir nafni sem þróað, vestrænt lýðræðisríki. Alþingismenn mættu hafa í huga að búi þeir ekki svo um hnútana að þeirri umbótaáætlun verði hrint í framkvæmd, mun það skipta óskaplega litlu máli um þróun mála á Íslandi í framtíðinni þótt fáeinir einstaklingar verði dregnir fyrir landsdóm. Fastir pennar 22. september 2010 06:00
Holan dýpkar Með hverju álitinu sem kemur fram um lögmæti kaupa Magma Energy á meirihlutanum í HS orku virðist ríkisstjórnin hverfa dýpra ofan í holuna sem hún hefur grafið í Magma-málinu. Fastir pennar 20. september 2010 00:01
Þögnin rofin Ótrúlega margir þolendur kynferðisafbrota hafa ekki sagt til þeirra sem gerðu á hlut þeirra fyrr en löngu síðar og jafnvel aldrei. Ótrúlega margir hafa byrgt afar þungbæra reynslu af alvarlegum glæp innra með sér. Sumir hafa orðið fyrir öðru áfalli þegar þeir hafa sagt frá glæpnum, en jafnvel fjölskylda og vinir hafa ekki trúað þeim eða þá ráðlagt þeim að þegja áfram og gera málið ekki opinbert. Sumir hafa haft kjark til að leita Fastir pennar 18. september 2010 06:00
Skýrari línur Dómur Hæstaréttar um vexti á myntkörfuláni og viðbrögð ríkisstjórnarinnar við honum stuðla að því að draga úr óvissu um stöðu skuldara. Fyrri dómur Hæstaréttar, sem dæmdi gengisviðmiðun lána sem veitt eru í íslenzkum krónum ólöglega, svaraði ekki spurningunni um hvernig reikna ætti vexti af lánunum. Fastir pennar 17. september 2010 09:43
Framtíð eða fortíð? Skýrsla þingmannanefndarinnar sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er um margt merkilegt plagg. Í upphafi hennar er að finna vitnisburð um að stjórnmálamenn á Íslandi vilji taka höndum saman um að læra af mistökunum, sem gerð voru í aðdraganda bankahrunsins og drógu svo rækilega fram hina mörgu veikleika íslenzkra stjórnmála og stjórnsýslu. Fastir pennar 13. september 2010 09:45
Hvar verða verðmætin til? Bót, baráttusamtök gegn fátækt í landinu, hélt fjölmennan fund í Ráðhúsi Reykjavíkur í vikunni. Þar kom meðal annars fram hörð gagnrýni á ríkisstjórnina að hafa ekki tryggt betur hag bótaþega, aldraðra og öryrkja, sem margir hverjir búa óumdeilanlega við fátækt og eiga ekki fyrir brýnustu nauðsynjum. Fastir pennar 11. september 2010 06:00
Krónan og kjörin Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, vakti athygli á því í viðtali hér í blaðinu í gær hversu nátengd kjaramál almennings eru ástandi gjaldmiðilsins. Hann sagði meðal annars að launafólk gæti aldrei sætzt á að krónan yrði svo veik að Ísland væri samkeppnisfært við láglaunalönd í framleiðslu. Fastir pennar 7. september 2010 06:00