Hagsmunir að halda opnu Ólafur Þ. Stephensen skrifar 22. nóvember 2010 03:30 Þrír stjórnmálaflokkar eru klofnir í afstöðu sinni til aðildar að Evrópusambandinu. Þetta eru Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstrihreyfingin - grænt framboð og Framsóknarflokkurinn. Í stað þess að horfast í augu við að skoðanir eru skiptar og finna leiðir, sem færa deiluna af vettvangi flokkanna, reyna flokksmenn í öllum þremur stjórnmálahreyfingum að knýja fram „skýra afstöðu", sem stuðlar fyrst og fremst að því að viðhalda klofningi og deilum innan flokkanna. Flokksstofnanir tveggja flokka funduðu um helgina. Á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins kallaði einn af þingmönnum flokksins, Höskuldur Þórhallsson, eftir því að flokkurinn kæmi sér upp „skýrri stefnu" í málinu, en núverandi stefna er sú að sækja um aðild að ESB, þó með skilyrðum, sem ekki einu sinni EES-samningurinn uppfyllir. Sú stefna er dæmigerð fyrir málamiðlun í klofnum flokki, þar sem sumir eru hlynntir ESB-aðild og aðrir á móti. Flokksráð Vinstri grænna felldi tillögu um að hætta aðildarviðræðum við ESB. VG vill líka setja skilyrði fyrir áframhaldandi viðræðum, sem sum hver virðast fyrst og fremst munu stuðla að því að undirbúningsvinnan verði ekki eins vönduð og hún gæti orðið og draga úr líkum á því að Ísland nái eins góðum samningi og bezt verður á kosið. Flokksráðið ítrekar að VG telji hagsmunum Íslands bezt borgið utan ESB. Þar talar fyrst og fremst gamli flokkskjarninn frá tíma smáflokksins VG. Ýmsar kannanir hafa sýnt að margir af nýjum stuðningsmönnum flokksins geta vel hugsað sér ESB-aðild og vilja halda aðildarviðræðunum áfram. Afstaða Sjálfstæðisflokksins frá því á landsfundi í sumar er að draga eigi aðildarumsóknina til baka. Það er í andstöðu við vilja margra flokksmanna, ekki sízt í atvinnulífinu. Hagsmunir allra þessara flokka eru að halda málinu opnu, halda aðildarviðræðunum áfram og útkljá málið svo í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það eru sömuleiðis hagsmunir þeirra að baráttan fyrir atkvæðagreiðsluna fari fram á vettvangi já- og nei-hreyfinganna en rífi ekki flokkana í sundur. Það er ennfremur líklegt til að þjóna hagsmunum allra þessara flokka að sem beztur samningur náist við ESB. Þá geta Evrópusinnar innan þeirra ekki sagt, segi þjóðin nei við aðildarsamningi, að brögðum hafi verið beitt til að koma í veg fyrir að Ísland fengi bezta hugsanlega samning. Vilji Framsóknarflokkurinn til dæmis ná betri fótfestu í þéttbýlinu, heldur hann málinu opnu. Sama á við um VG, vilji flokkurinn halda í ýmsa þá kjósendur, sem komu til hans í síðustu kosningum og eru jákvæðir gagnvart ESB-aðild. Og þetta á við um Sjálfstæðisflokkinn ef hann vill ná aftur til sín kjósendum, sem fóru yfir til Samfylkingarinnar vegna stefnunnar í Evrópumálum og ef hann vill hindra að fyrir næstu kosningar verði til nýr Evrópusinnaður hægriflokkur. Sjálfsagt geta allir þessir flokkar ýmislegt lært af norska Verkamannaflokknum, sem fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna í Noregi 1972 keyrði harða EB-pólitík og klofnaði í kjölfarið. Tuttugu og tveimur árum síðar hafði flokkurinn lært sína lexíu og umbar báðar skoðanir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Skoðanir Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Þrír stjórnmálaflokkar eru klofnir í afstöðu sinni til aðildar að Evrópusambandinu. Þetta eru Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstrihreyfingin - grænt framboð og Framsóknarflokkurinn. Í stað þess að horfast í augu við að skoðanir eru skiptar og finna leiðir, sem færa deiluna af vettvangi flokkanna, reyna flokksmenn í öllum þremur stjórnmálahreyfingum að knýja fram „skýra afstöðu", sem stuðlar fyrst og fremst að því að viðhalda klofningi og deilum innan flokkanna. Flokksstofnanir tveggja flokka funduðu um helgina. Á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins kallaði einn af þingmönnum flokksins, Höskuldur Þórhallsson, eftir því að flokkurinn kæmi sér upp „skýrri stefnu" í málinu, en núverandi stefna er sú að sækja um aðild að ESB, þó með skilyrðum, sem ekki einu sinni EES-samningurinn uppfyllir. Sú stefna er dæmigerð fyrir málamiðlun í klofnum flokki, þar sem sumir eru hlynntir ESB-aðild og aðrir á móti. Flokksráð Vinstri grænna felldi tillögu um að hætta aðildarviðræðum við ESB. VG vill líka setja skilyrði fyrir áframhaldandi viðræðum, sem sum hver virðast fyrst og fremst munu stuðla að því að undirbúningsvinnan verði ekki eins vönduð og hún gæti orðið og draga úr líkum á því að Ísland nái eins góðum samningi og bezt verður á kosið. Flokksráðið ítrekar að VG telji hagsmunum Íslands bezt borgið utan ESB. Þar talar fyrst og fremst gamli flokkskjarninn frá tíma smáflokksins VG. Ýmsar kannanir hafa sýnt að margir af nýjum stuðningsmönnum flokksins geta vel hugsað sér ESB-aðild og vilja halda aðildarviðræðunum áfram. Afstaða Sjálfstæðisflokksins frá því á landsfundi í sumar er að draga eigi aðildarumsóknina til baka. Það er í andstöðu við vilja margra flokksmanna, ekki sízt í atvinnulífinu. Hagsmunir allra þessara flokka eru að halda málinu opnu, halda aðildarviðræðunum áfram og útkljá málið svo í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það eru sömuleiðis hagsmunir þeirra að baráttan fyrir atkvæðagreiðsluna fari fram á vettvangi já- og nei-hreyfinganna en rífi ekki flokkana í sundur. Það er ennfremur líklegt til að þjóna hagsmunum allra þessara flokka að sem beztur samningur náist við ESB. Þá geta Evrópusinnar innan þeirra ekki sagt, segi þjóðin nei við aðildarsamningi, að brögðum hafi verið beitt til að koma í veg fyrir að Ísland fengi bezta hugsanlega samning. Vilji Framsóknarflokkurinn til dæmis ná betri fótfestu í þéttbýlinu, heldur hann málinu opnu. Sama á við um VG, vilji flokkurinn halda í ýmsa þá kjósendur, sem komu til hans í síðustu kosningum og eru jákvæðir gagnvart ESB-aðild. Og þetta á við um Sjálfstæðisflokkinn ef hann vill ná aftur til sín kjósendum, sem fóru yfir til Samfylkingarinnar vegna stefnunnar í Evrópumálum og ef hann vill hindra að fyrir næstu kosningar verði til nýr Evrópusinnaður hægriflokkur. Sjálfsagt geta allir þessir flokkar ýmislegt lært af norska Verkamannaflokknum, sem fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna í Noregi 1972 keyrði harða EB-pólitík og klofnaði í kjölfarið. Tuttugu og tveimur árum síðar hafði flokkurinn lært sína lexíu og umbar báðar skoðanir.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun