NBA: "Fjögurra stiga" karfa hjá Ray Allen í blálokin San Antonio Spurs byrjar NBA-tímabilið vel en liðið vann þriðja sigurinn í röð. Miami Heat getur þakkað fjögurra stiga sókn frá Ray Allen fyrir nauman sigur á Denver Nuggets, Boston Celtics vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu, Brooklyn Nets vann sinn fyrsta heimasigur og sigurganga Houston Rockets endaði með tapi í framlengingu á móti Portland Trail Blazers.. Körfubolti 4. nóvember 2012 11:00
Lakers og Boston tapa og tapa - myndir Boston Celtics og Los Angeles Lakers eru tvö af sigursælustu félögunum í sögu NBA-deildarinnar og ætla sér bæði stóra hluti á þessu NBA-tímabili en það er óhætt að segja að byrjunin sé ein samfelld martröð. Körfubolti 3. nóvember 2012 11:45
NBA: New York vann Miami og Lakers tapar enn New York Knicks varð í nótt fyrsta liðið til að vinna Miami Heat í titilvörninni en fjölmargir leikir fóru þá fram í NBA-deildinni í körfubolta. Los Angeles Lakers tapaði þriðja leiknum í röð og nú fyrir nágrönnunum í Los Angeles Clippers og James Harden setti nýtt persónulegt met með því að skora 45 stig í sigri Houston Rockets. Körfubolti 3. nóvember 2012 11:00
Kobe Bryant: Sýnið smá þolinmæði Kobe Bryant og félagar hans í Los Angeles Lakers hafa tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á NBA-tímabilinu í viðbót að hafa tapað öllum átta leikjunum á undirbúningstímabilinu. Nýju stórstjörnurnar Steve Nash og Dwight Howard hafa því enn ekki unnið leik í Lakers-búningnum. Körfubolti 2. nóvember 2012 11:15
NBA: Flautukarfa Parker tryggði Spurs sigur á OKC Tony Parker tryggði San Antonio Spurs 86-84 sigur á Oklahoma City Thunder í eina leik NBA-deildarinnar í nótt með því að skora sigurkörfuna rétt áður en lokaflautið gall. Oklahoma City Thunder tapaði því fyrsta leiknum án James Harden en San Antonio er fyrsta liðið til þess að vinna tvo leiki á tímabilinu. Körfubolti 2. nóvember 2012 09:00
New York liðin fá ekki að mætast í kvöld New York borg á nú tvö lið í NBA-deildinni eftir að New Jersey Nets varð að Brooklyn Nets. Liðin áttu að mætast í Barclays Center, nýrri höll Brooklyn Nets, í kvöld en nú er búið að fresta leiknum vegna fellibylsins Sandy. Körfubolti 1. nóvember 2012 16:00
Svona heldur maður upp á tíu milljarða samning Það vakti mikla athygli í síðustu viku þegar Oklahoma City Thunder lét James Harden fara eftir samningaviðræður sigldu í strand. Körfubolti 1. nóvember 2012 09:15
NBA: Lakers tapar og tapar - Harden frábær í fyrsta leik Los Angeles Lakers tapaði öllum átta leikjum sínum á undirbúningstímabilinu og er nú búið að tapa fyrstu tveimur leikjum tímabilsins eftir tap í Portland í nótt. James Harden fór á kostum í fyrsta leik sínum með Houston Rockets og Los Angeles Clippers, San Antonio Spurs, Chicago Bulls og Philadelphia 76ers byrjuðu öll með sigri. Körfubolti 1. nóvember 2012 09:00
LeBron fékk loksins hringinn sinn - myndir LeBron James og félagar í Miami Heat hófu titilvörnina í NBA-deildinni með sigri á Boston í nótt en fyrir leikinn fengu þeir meistarahringana afhenta. Körfubolti 31. október 2012 09:15
NBA: Lakers tapaði og Miami vann Boston NBA-deildin í körfubolta hófst í nótt með þremur leikjum. NBA-meistarar Miami Heat byrjuðu á sigri á Boston Celtics en nýju stjörnurnar í Los Angeles Lakers töpuðu aftur á móti á móti vængbrotnu liði Dallas Mavericks. Körfubolti 31. október 2012 09:00
LeBron James tók sér bara 9 daga sumarfrí Það var nóg að gera hjá besta körfuboltamanni heims í sumar. LeBron James vann sinn fyrsta NBA-meistaratitil í júní og bætti síðan við Ólympíugulli í London í ágúst. Í millitíðinni eyddi hann tímanum í að bæta sinn leik sem og að sinna skyldum út um allan heim. Körfubolti 30. október 2012 16:45
Wade og James hissa á því að Thunder lét Harden fara LeBron James, Dwyane Wade og félagar í Miami Heat mættu Oklahoma City Thunder í úrslitunum um NBA-titilinn í sumar en öllum að óvörum ákváðu forráðamenn Oklahoma City að láta eina af sínum stærstu stjörnum fara á dögunum. Wade og James eru báðir hissa á þessari ákvörðun. Körfubolti 29. október 2012 22:00
Harden skipt til Houston | Áfall fyrir OKC James Harden gekk í gær í raðir Houston Rockets frá Oklahoma City Thunder en Harden hefur verið lykilmaður í frábæru liði OKC undanfarinn ár. Körfubolti 28. október 2012 23:30
Mun spara mikinn pening er Stern hættir Mark Cuban, eigandi Dallas Mavericks, grætur krókódílatárum yfir því að David Stern sé að hætta sem yfirmaður NBA-deildarinnar. Þeirra samskipti hafa alla tíð verið erfið. Körfubolti 28. október 2012 10:00
Ég vil verða besti körfuboltamaður allra tíma Ofurstjarnan LeBron James náði stórum áfanga á síðustu leiktíð í NBA-deildinni er hann vann sinn fyrsta titil. Hann er samt ekki saddur og vill meira. Körfubolti 27. október 2012 23:00
Howard vildi frekar fara til Brooklyn en Lakers Dwight Howard, leikmaður LA Lakers, viðurkenndi í gær að hann hefði viljað fara til Brooklyn Nets frá Orlando Magic. Hann endaði þó hjá Lakers. Körfubolti 26. október 2012 12:30
Stern að hætta eftir 30 ára starf David Stern hefur gefið það út að hann muni hætta sem yfirmaður NBA-deildarinnar þann 1. febrúar 2014. Þá hefur hann stýrt deildinni í nákvæmlega 30 ár. Körfubolti 26. október 2012 11:45
Kobe kominn á meiðslalista Lakers LA Lakers varð fyrir áfalli á sunnudag er stærsta stjarna liðsins, Kobe Bryant, meiddist. Hann mun ekki taka frekari þátt í undirbúningstímabilinu. Körfubolti 25. október 2012 09:07
Sófinn sem Lin svaf í er horfinn Frægasti sófi íþróttasögunnar er klárlega sófinn sem körfuboltamaðurinn Jeremy Lin svaf í hjá félaga sínum í NY Knicks áður en hann sló í gegn. Körfubolti 23. október 2012 22:00
Howard táraðist fyrir sinn fyrsta leik með Lakers Hinn nýi miðherji LA Lakers, Dwight Howard, lék í nótt sinn fyrsta leik fyrir Lakers en hann hefur verið að jafna sig eftir bakaðgerð og því ekki getað spilað fyrr. Körfubolti 22. október 2012 11:00
Nowitzky í aðgerð - Frá í sex vikur Dirk Nowitzky, Þjóðverjinn öflugi í liði Dallas Mavericks, verður frá næstu sex vikurnar eða svo eftir að hafa gengist undir aðgerð á hné. Körfubolti 20. október 2012 11:45
James hlustar ekki á kjaftasögur um Lakers Slúðurvél NBA-deildarinnar er á fullri ferð þessa dagana og nýjasta nýtt er að orða LeBron James við LA Lakers. Honum er þá ætlað að taka við af Kobe Bryant hjá félaginu. Körfubolti 19. október 2012 20:30
Stern orðinn þreyttur á stælum og seinkunum Forráðamenn NBA-deildarinnar eru orðnir leiðir á þeim seinkunum sem oft verða á leikjum á meðan leikmenn liðanna fara í gegnum allskyns hjátrúarfullar hefðir á leið sinni inn á völlinn. Handabönd, "brjóstkassabömp" og aðrir skrautlegir stælar leikmanna eru að mati David Stern farnar að ganga of langt og taka of langan tíma. Körfubolti 18. október 2012 23:15
Brasilískur bakvörður til Boston Celtics Brasilíski bakvörðurinn Leandro Barbosa hefur gert eins árs samning við Boston Celtics og mun því spila með liðinu í NBA-deildinni í vetur. Barbosa er ætlað að koma inn af bekknum. Körfubolti 18. október 2012 22:30
Derek Fisher gæti endað hjá LA Lakers Derek Fisher er enn að leita sér að félagi í NBA-deildinni eftir að í ljós kom að hann yrði ekki áfram hjá Oklahoma City Thunder. Bandarískir fjölmiðlar velta því nú fyrir sér hvort þessi 38 ára gamli bakvörður fá tækifæri til að enda ferillinn hjá Los Angeles Lakers. Körfubolti 17. október 2012 22:00
Lakers búið að tapa fjórum fyrstu leikjunum með Nash Steve Nash byrjar ekki alltof vel með Los Angeles Lakers liðinu því stórstjörnuliðið hefur tapað fyrstu fjórum leikjum sínum á undirbúningstímabilinu. Lakers steinlá 80-114 á móti Utah Jazz í nótt. Körfubolti 17. október 2012 16:00
Kobe við liðsfélaga: Þú ert ekki nógu merkilegur til að tala við mig Smush Parker hefur ekki mikið álit á manninum á bak við körfuboltamanninn Kobe Bryant og segir Kobe hafa forðast það að umgangast liðsfélaga sína í Lakers og jafnframt litið niður á þá. Bryant lét það frá sér í blaðaviðtali að Smush Parker ætti ekki heima í NBA-deildinni og það stóð ekki á viðbrögðum frá þessum fyrrum leikmanni Lakers, Cleveland Cavaliers, Detroit Pistons og Phoenix Suns. Körfubolti 14. október 2012 09:00
Rose gæti misst af öllu NBA-tímabilinu Derrick Rose, leikstjórnandi Chicago Bulls, segir að það sé möguleiki á því að hann verði ekkert með liði sínu í NBA-deildinni í vetur. Rose sleit krossband í fyrsta leik úrslitakeppninnar í vor. Körfubolti 12. október 2012 15:15
Tracy McGrady samdi við lið í Kína Tracy McGrady verður ekki í NBA-deildinni í vetur því leikmaðurinn er búinn að semja við kínverska félagið Quingdao. Ekkert NBA-lið var búið að bjóða honum samning og hann stökk því á tilboð Kínverjana sem er eins árs samningur. Körfubolti 10. október 2012 17:15
Phil Jackson: LeBron James getur náð Michael Jordan Phil Jackson, fyrrum þjálfari Michael Jordan hjá Chicago Bulls og sigursælasti NBA-þjálfari allra tíma segir að LeBron James eigi möguleika á því að eiga jafngóðan eða betri feril en Michael Jordan. Það fari allt eftir því hvernig LeBron James takist að nýta alla þessa líkamlegu yfirburði sem hann hefur. Körfubolti 9. október 2012 21:00