Körfubolti

Fékk rúmlega fjögurra milljóna króna sekt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tom Thibodeau, þjálfari Chicago Bulls.
Tom Thibodeau, þjálfari Chicago Bulls. Mynd/Nordic Photos/Getty
Tom Thibodeau, þjálfari Chicago Bulls, var ekki sáttur við dómgæsluna í fyrstu þremur leikjunum í einvígi hans manna og Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta og lét nokkur vafasöm orð fjalla á blaðamannafundi eftir síðasta leik. Miami vann þá 104-94 í Chicago og komst í 2-1 í einvíginu.

Forráðamenn NBA-deildarinnar voru allt annað en ánægðir með ummæli Thibodeau og sektuðu hann því um 35 þúsund dollara eða rúmlega 4,2 milljónir íslenskra króna.

 

Thibodeau var sérstaklega ósáttur við LeBron James eftir síðasta leik og ásakaði þá besta leikmann NBA-deildarinnar um leikaraskap. Nazr Mohammed var rekinn út úr húsi í leiknum fyrir að hrinda James. Thibodeau talaði líka um það að dómarar í leikjunum væru ekki að falla með Chicago-liðinu.

Fjórði leikur Chicago Bulls og Miami Heat fer fram í Chicago í kvöld en þar getur meistaralið Miami komist í 3-1 í einvíginu. Það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki kemst í úrslit Austurdeildarinnar.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×