Körfubolti

Spurs með sópinn á lofti

Tony Parker var frábær í nótt.
Tony Parker var frábær í nótt. vísir/getty

San Antonio Spurs komst í nótt í úrslit NBA-deildarinnar. Spurs gerði sér lítið fyrir og sópaði Memphis Grizzlies í sumarfrí í úrslitum Vesturdeildarinnar.  Spurs vann leikinn í nótt 93-86 og rimmuna 4-0. Spurs mun mæta Miami Heat eða Indiana Pacers í úrslitunum.

Tony Parker fór á kostum í liði Spurs í nótt og skoraði 37 stig ásamt því að gefa 6 stoðsendingar. Parker var með 24,5 stig og 9,5 stoðsendingar að meðaltali í einvíginu.

Varnarleikur Spurs var frábær en liðið hélt Memphis í aðeins 37 prósent skotnýtingu. Þetta var þriðji leikurinn í röð þar sem Memphis er með minna en 40 prósent skotnýtingu.

"Þetta er ótrúleg tilfinning. Það er gríðarlega erfitt að komast í úrslit og vinna titilinn. Ég var 21 árs er ég varð meistari í fyrsta skipti. Þá hélt maður að það væri ekkert mál og að við myndum koma í úrslitin á hverju ári," sagði Parker.

"Árið 2007 þá vann ég minn þriðja titil á fimm árum. Svo líða sex ár og þetta verður alltaf erfiðara og erfiðara. Það vilja öll lið vinna okkur. Þess vegna er mjög sérstakt að vera kominn aftur í úrslit eftir öll þessi ár."

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×