Mike D'Antoni: Þetta var eins og sýning hjá Prúðuleikurunum Los Angeles Lakers tapaði í fyrsta sinn undir stjórn Mike D'Antoni í nótt þegar liðið fékk 16 stiga skell á móti Sacramento Kings sem er eitt allra slakasta lið Vestursins í NBA-deildinni. D'Antoni sparaði ekki stóru orðin eftir leikinn. Körfubolti 22. nóvember 2012 11:30
NBA: Lakers steinlá á móti Sacramento - fjórir framlengdir í nótt Los Angeles Lakers tapaði illa á móti Sacramento Kings í NBA-deildinni í nótt en liðið var búið að vinna þrjá leiki í röð. Fjórir leikir voru framlengdir en Miami Heat, Atlanta Hawks og Indiana Pacers unnu öll sigra í framlengingu auk þess að Oklahoma City Thunder hafði betur í framlengdum toppslag á móti Los Angeles Clippers. New York Knicks tapaði á móti Dallas og San Antonio Spurs vann Boston Celtics. Körfubolti 22. nóvember 2012 09:00
NBA: Kobe sá um að landa sigrinum í fyrsta leik D'Antoni Kobe Bryant fór mikinn á lokamínútunum þegar Los Angeles Lakers vann fimm stiga sigur á Brooklyn Nets í NBA-deildinni í nótt en þetta var fyrsti leikur liðsins undir stjórn Mike D'Antoni. New York Knicks og Philadelphia 76ers unnu líka leiki sína í nótt en þá fóru aðeins þrír leikir fram. Körfubolti 21. nóvember 2012 09:00
NBA: Los Angeles Clippers vann í San Antonio Los Angeles Clippers vann San Antonio Spurs í annað skiptið á þessu tímabili í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og að þessu sinni í San Antonio. Denver Nuggets endaði átta leikja sigurgöngu Memphis Grizzlies og Golden State Warriors vann Dallas Mavericks eftir framlengingu. Körfubolti 20. nóvember 2012 09:00
Meiðslin tóku sig upp í keilu Óvíst er hvenær Andrew Bynum geti spilað körfubolta á ný en hnémeiðsli tóku sig upp eftir keiluferð kappans á dögunum. Körfubolti 19. nóvember 2012 22:45
NBA: Kobe Bryant og Kevin Durant báðir með þrefalda tvennu Kobe Bryant og Kevin Durant sýndu báðir fjölhæfni sína í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar þeir voru með þrefalda tvennu í sigrum sinna liða. Los Angeles Lakers vann í fjórða sinn í fimm leikjum og það þótt að nýi þjálfarinn Mike D'Antoni hafi frestað komu sinni á bekkinn. New York Knicks og Brooklyn Nets héldu áfram góðu gengi sínu en Boston Celtics tapaði á móti Detroit Pistons. Körfubolti 19. nóvember 2012 09:00
Rondo gaf tuttugu stoðsendingar í sigri Celtics Rajon Rondo bætti upp fyrir fjarveru vegna meiðsla í síðasta leik í öruggum heimasigri Boston Celtics á Toronto Raptors í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 18. nóvember 2012 11:00
Jabbar fékk loksins styttuna sína LA Lakers afhjúpaði í gær glæsilega styttu af goðsögninni Kareem Abdul-Jabbar. Hún mun standa fyrir utan heimavöll Lakers, Staples Center. Körfubolti 18. nóvember 2012 09:00
Mike D'Antoni á hækjum á fyrstu æfingunni með Lakers Mike D'Antoni, nýr þjálfari Los Angeles Lakers í NBA-deildinni, mætti á sína fyrst æfingu hjá liðinu í gær. Forráðamenn Lakers ákváðu í byrjun vikunnar að ráða hann frekar en hinn ellefufalda NBA-meistaraþjálfara Phil Jackson. Körfubolti 16. nóvember 2012 19:00
NBA í nótt: Enn sigrar Knicks Þrír leikir fóru fram í NBA-deildinni í körubolta í nótt. New York Knicks hefur unnið alla sex leiki sína á tímabilinu en í nótt hafði liðið betur gegn San Antonio Spurs, 104-100. Körfubolti 16. nóvember 2012 09:00
Magic gagnrýnir ráðningu Mike D'Antoni hjá Lakers Magic Johnson, einn þekktasti leikmaður NBA deildarinnar fyrr og síðar, gagnrýnir varaforseta LA Lakers harðlega fyrir ráðningu liðsins á Mike D'Antoni. Magic lék með LA Lakers frá árinu 1979-1996 og hann varð fimm sinnum meistari á ferlinum. Magic segir að Jim Buss, varaforseti Lakers, hafi gert afdrifarík mistök að ráða ekki Phil Jackson – sigursælasta þjálfara NBA deildarinnar. Körfubolti 15. nóvember 2012 11:07
Meistaralið Miami tapaði í Los Angeles Boston landaði góðum sigri gegn Utah Jazz á heimavelli, 98-93, þar sem að Paul Pierce skoraði 23 stig. Boston varð fyrir áfalli í leiknum þar sem að leikstjórnandinn Rajon Rondo fór af velli í þriðja leikhluta vegna meiðsla. Rondo snéri sig á hægri ökkla og er ekki vitað hvort meiðsli hans séu alvarleg. Þetta var þriðji sigur Boston í röð. Körfubolti 15. nóvember 2012 09:03
D'Antoni: Vonbrigði ef við keppum ekki um titilinn Mike D'Antoni er ekki byrjaður að vinna hjá LA Lakers þó svo búið sé að ganga frá ráðningu hans. Hann heldur til LA í dag og veit að það bíður hans erfitt og krefjandi starf. Körfubolti 14. nóvember 2012 17:15
Hægur bati hjá Nowitzki Þjóðverjinn Dirk Nowitzki fór í aðgerð á hné í október og þá var áætlað að hann yrði sex vikur að jafna sig. Nú er liðinn mánuður og leikmaðurinn viðurkennir að batinn sé hægur og hann verði lengur frá. Körfubolti 14. nóvember 2012 15:00
NBA deildin malar gull en NFL deildin er langstærst Rekstur NBA deildarinnar í körfuknattleik gengur vel og David Stern framkvæmdastjóri deildarinnar gerir ráð fyrir að heildarvelta deildarinnar aukist um 20% á þessu keppnistímabili. Heildarvelta NBA deildarinnar fer í fyrsta sinn yfir 5 milljarða bandaríkjadollara eða sem nemur um 645 milljörðum ísl. kr. Körfubolti 14. nóvember 2012 12:00
Enn tapar Lakers | Knicks enn ósigrað Danny Green tryggði San Antonio Spurs nauman sigur á LA Lakers með þriggja stiga körfu níu sekúndum fyrir leikslok. Pau Gasol tók síðasta skot Lakers úr erfiðri stöðu en það dugði ekki til. Körfubolti 14. nóvember 2012 09:01
Jackson hissa þegar Lakers réð D'Antoni Það kom mörgum í opna skjöldu í gær þegar LA Lakers gaf það út að félagið væri búið að semja við Mike D'Antoni um að taka við liðinu. Var þá ekki annað vitað en félagið væri bara að ræða við Phil Jackson um að taka við liðinu í þriðja sinn. Körfubolti 13. nóvember 2012 10:58
Boston lagði Bulls | LeBron sá um Houston Rajon Rondo fór mikinn þegar Boston Celtics lagði Chicago Bulls í stórleik næturinnar í NBA-deildinni. Hann skoraði 20 stig og gaf 10 stoðsendingar. Körfubolti 13. nóvember 2012 09:00
Völdu D'Antoni frekar en Phil - hefur aldrei farið með lið í úrslit Mike D'Antoni er tekinn við sem þjálfari Los Angeles Lakers í NBA-deildinni en ekkert varð af því að Phil Jackson tæki við Lakers-liðinu í þriðja sinn. Körfubolti 13. nóvember 2012 06:00
D'Antoni tekur við Lakers LA Lakers er búið að ráða nýjan þjálfara í stað Mike Brown. Það er ekki Phil Jackson, eins og margir vonuðu, heldur er það Mike D'Antoni, fyrrum þjálfari Phoenix og NY Knicks. Körfubolti 12. nóvember 2012 09:55
Lakers ræddi við Phil Jackson LA Lakers hefur staðfesta að forráðamenn félagsins ræddu í gær við Phil Jackson um þann möguleika um að taka aftur við þjálfun liðsins. Körfubolti 11. nóvember 2012 12:30
NBA í nótt: Sjöunda tap Detroit í röð Detroit Pistons er enn að bíða eftir sínum fyrsta sigri í NBA-deildinni þetta tímabilið. Liðið tapaði fyrir Houston í nótt, 96-82. Körfubolti 11. nóvember 2012 11:00
NBA í nótt: Lakers vann eftir að Brown var rekinn LA Lakers vann í nótt sigur á Golden State, 101-77, aðeins nokkrum klukkustundum eftir að þjálfarinn Mike Brown var rekinn frá félaginu. Hann var aðeins átján mánuði í starfi. Körfubolti 10. nóvember 2012 11:00
Mike Brown rekinn frá Los Angeles Lakers Mike Brown var í kvöld rekinn sem þjálfari NBA-liðsins Los Angeles Lakers en Lakers-liðið var aðeins búið að vinna 1 af fyrstu fimm leikjum NBA-tímabilsins auk þess að tapa öllum átta leikjunum á undirbúningstímabilinu. Körfubolti 9. nóvember 2012 18:34
NBA í nótt: Durant góður í sigri Oklahoma City Aðeins tveir leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt en þá unnu Oklahoma City og LA Clippers sigra í sínum leikjum. Körfubolti 9. nóvember 2012 09:00
NBA í nótt: San Antonio tapaði fyrsta leiknum LA Lakers og San Antonio Spurs töpuðu bæði leikjum sínum í NBA-deildinni í nótt en þá fóru þrettán leikir fram. Körfubolti 8. nóvember 2012 09:00
Harden fékk bara klukkutíma til að segja já eða nei James Harden segist hafa sárnað mikið þær aðstæður sem Oklahoma City Thunder setti hann í á dögunum og urðu á endanum til þess að félagið skipti honum til Houston Rockets þar sem kappinn hefur blómstrað í fyrstu leikjum NBA-tímabilsins. Körfubolti 7. nóvember 2012 23:30
NBA í nótt: Chicago stöðvaði Orlando Þrír leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en Chicago Bulls varð þá fyrsta liðið til að vinna Orlando Magic á tímabilinu. Körfubolti 7. nóvember 2012 09:00
NBA í nótt: Knicks og San Antonio ósigruð - Allen yfir 23 þúsund stig Átta leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt. New York Knicks vann sinn þriðja sigur í röð og hefur ekki byrjað betur á tímabili í þrettán ár. Körfubolti 6. nóvember 2012 09:00
NBA í nótt: Loksins sigur hjá Lakers LA Lakers vann í nótt sinn fyrsta sigur á tímabilinu þegar að liðið mætti Detroit Pistons og vann, 108-79. Körfubolti 5. nóvember 2012 09:19