Grant Hill leggur skóna á hilluna Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 2. júní 2013 11:30 Mynd/Nordic Photos/Getty Grant Hill sem lék með Los Angeles Clippers í NBA í vetur tilkynnti í nótt að hann hyggist hætta í körfubolta nú í sumar eftir 19 ára feril. „Ég er ánægður með að segja að þetta er komið gott,“ sagði Hill á sjónvarpsstöðinni TNT fyrir leik Indiana Pacers og Miami Heat í nótt. „Ég er hættur. Ég átti góðan feril en þetta hefur átt nokkurn aðdraganda. Ég er kominn á þann stað að ég vil ekki meira en ég hef notið þess að spila,“ sagði Hill sem er orðinn fertugur og átti eitt ár eftir af tveggja ára samningi sínum við Clippers sem hann skrifaði undir í fyrra sumar. Hill gaf margsinnis í skyn í vetur að þetta yrði hans síðasta tímabil en hann lék aðeins 29 leiki fyrir Clippers í vetur vegna ýmissa meiðsla. Ferill Hill var meiðslum stráður, sérstaklega framan af en hann hafði þó ekki leikið færri leiki á tímabili frá árinu 2006. Hill var nálægt því að binda enda á ferilinn þegar hann lék aðeins 47 leiki fyrir Orlando Magic á árunum 2000 til 2004. Hann þótti einn besti körfuboltamaður heimsins seint á tíunda áratug síðustu aldar. Hann var valinn nýliði ársins 1995 ásamt Jason Kidd, vann gull verðlaun með Bandaríkjunum á Ólympíuleikunum 1996 og varð tvisvar háskólameistari með Duke. Það var ekki fyrr en hann kom til Phoenix Suns að hann náði að leika yfir 80 leiki á tímabili en honum tókst það þrisvar á fimm tímabilum sínum með félaginu. Hann komst lengst í úrslit Vesturstrandarinnar í úrslitakeppni NBA 2010 með Suns. Hill skoraði 16,7 stig, tók 6 fráköst, gaf 4,1 stoðsendingu og stal 1,2 boltum að meðaltali í leik á 33,9 mínútum á ferli sínum, í 1.026 leikjum. NBA Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Körfubolti Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Sjá meira
Grant Hill sem lék með Los Angeles Clippers í NBA í vetur tilkynnti í nótt að hann hyggist hætta í körfubolta nú í sumar eftir 19 ára feril. „Ég er ánægður með að segja að þetta er komið gott,“ sagði Hill á sjónvarpsstöðinni TNT fyrir leik Indiana Pacers og Miami Heat í nótt. „Ég er hættur. Ég átti góðan feril en þetta hefur átt nokkurn aðdraganda. Ég er kominn á þann stað að ég vil ekki meira en ég hef notið þess að spila,“ sagði Hill sem er orðinn fertugur og átti eitt ár eftir af tveggja ára samningi sínum við Clippers sem hann skrifaði undir í fyrra sumar. Hill gaf margsinnis í skyn í vetur að þetta yrði hans síðasta tímabil en hann lék aðeins 29 leiki fyrir Clippers í vetur vegna ýmissa meiðsla. Ferill Hill var meiðslum stráður, sérstaklega framan af en hann hafði þó ekki leikið færri leiki á tímabili frá árinu 2006. Hill var nálægt því að binda enda á ferilinn þegar hann lék aðeins 47 leiki fyrir Orlando Magic á árunum 2000 til 2004. Hann þótti einn besti körfuboltamaður heimsins seint á tíunda áratug síðustu aldar. Hann var valinn nýliði ársins 1995 ásamt Jason Kidd, vann gull verðlaun með Bandaríkjunum á Ólympíuleikunum 1996 og varð tvisvar háskólameistari með Duke. Það var ekki fyrr en hann kom til Phoenix Suns að hann náði að leika yfir 80 leiki á tímabili en honum tókst það þrisvar á fimm tímabilum sínum með félaginu. Hann komst lengst í úrslit Vesturstrandarinnar í úrslitakeppni NBA 2010 með Suns. Hill skoraði 16,7 stig, tók 6 fráköst, gaf 4,1 stoðsendingu og stal 1,2 boltum að meðaltali í leik á 33,9 mínútum á ferli sínum, í 1.026 leikjum.
NBA Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Körfubolti Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Sjá meira