Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Redknapp: Ekki hægt að finna betri vinstri vængmann í heiminum

    „Við vorum komnir í mikil vandræði þegar við vorum lentir 4-0 undir og þetta hefði getað endað mjög illa. Við hefðum alveg getað endað með sjö, átta eða níu marka tap með tíu menn á móti Inter Milan," sagði Harry Redknapp, stjóri Tottenham eftir 3-4 tap liðsins á móti Inter í Meistaradeildinni í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Chelsea í góðum málum í Meistaradeildinni eftir sigur í Moskvu

    Chelsea er áfram með fullt hús í Meistaradeildinni eftir 2-0 sigur á rússneska liðinu Spartak Moskvu í Moskvu í uppgjöri toppliðanna í F-riðli í dag. Bæði lið höfðu unnið tvo fyrstu leiki sína í keppninni og hafði Spartak ekki fengið á sig mark fyrir leikinn. Chelsea skoraði bæði mörkin sín í leiknum í fyrri hálfleiknum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Forseti Inter: Ætlar að reyna að kaupa Messi árið 2013

    Massimo Moratti, forseti Inter, er alltaf skemmtilega hreinskilinn í viðtölum og ítalskir fjölmiðlamenn eru duglegir að heyra í þessum 65 ára knattspyrnuáhugamanni sem hefur gert frábæra hluti með Inter síðan að hann settist í forsetastólinn hjá Internazionale Milano fyrir fimmtán árum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Zlatan líkir Guardiola við Tiger Woods

    Zlatan Ibrahimovic átti ekki skap saman við Pep Guardiola þegar hann var í herbúðum Barcelona og entist spænski landsliðsframherjinn því bara í eitt tímabil hjá spænsku meisturunum. Síðan að Zlatan fór til AC Milan hefur hann nokkrum sinnum tjáð sig um fyrrum þjálfara sinn og þar á meðal í nýju viðtali í ítalska blaðinu La Gazzetta dello Sport.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Mourinho að fá Zidane inn í þjálfarateymið sitt

    Jose Mourinho játaði það á blaðamannafundi í dag að hann væri langt kominn með að fá Zinedine Zidane í þjálfaraliðið sitt hjá Real Madrid. „Þetta mál er oft stórt fyrir mig að vera blaðra um því formaðurinn okkar ætti að greina frá þessu," sagði Jose Mourinho á blaðamannafundi fyrir leik Real Madrid á móti AC Milan í Meistaradeildinni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ronaldinho notaði báða hælana - myndband

    Það eru ekki margir knattspyrnumenn sem eru betri með boltann en Brasilíumaðurinn Ronaldinho. Það eru líka til mörg myndband á netinu sem sýna hann leika sér með boltann hvort sem það er á æfingu, í leik eða bara í upphitun.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Xavi snýr ekki aftur fyrr en á móti FC Kaupmannahöfn

    Spænski landsliðsmiðjumaðurinn Xavi missir af deildarleik Barcelona á móti Valenica um helgina en verður hinsvegar með liðinu á móti FC Kaupmannahöfn í Meistaradeildinni í næstu viku. Xavi ætlaði að reyna að spila um helgina en er ekki orðin næginlega góður af meiðslum sem hann varð fyrir á hásin í lok september.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Sölvi ætlar að reyna ná leiknum á Nou Camp

    Sölvi Geir Ottesen verður ekki með íslenska landsliðinu á móti Portúgal í kvöld og hann hefur líka misst úr síðustu leiki með liði sínu FC Kaupmannahöfn eftir að hann varð fyrir því óláni að handleggsbrotna í leik á móti Bröndby 19. september síðastliðinn. Sölvi er samt allur að braggast og það styttist í það að hann snúi aftur á völlinn.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    José Mourinho tilbúinn að selja Kaka

    Corriere dello Sport heldur því fram í dag að Real Madrid og José Mourinho séu tilbúinn að selja brasilíska landsliðsmaninn Kaka aftur til Ítalíu og mestar líkur eru að þessi 28 ára Brasilíumaður verði seldur til Inter Milan.

    Fótbolti