Útskýrir hvað gerist þegar Íslendingur týnist erlendis Það eru ekki margir Íslendingar sem týnast á erlendri grundu, en þó koma upp nokkur slík mál á ári hverju, að sögn Karls Steinars Valssonar yfirlögregluþjónar hjá Ríkislögreglustjóra. Hann ræddi um mannshvörf Íslendinga erlendis í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Innlent 18. september 2023 21:30
Lýsa yfir óvissustigi og síðar hættustigi vegna mikilla rigninga Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna mikilla rigninga á Austfjörðum. Farið verður yfir á hættustig klukkan 18. Innlent 18. september 2023 13:13
Skoða að fela ÍE rannsóknir á lífsýnum og líkamspörtum Lögfræðingar embættis ríkislögreglustjóra skoða nú þann möguleika að Íslenskri erfðagreiningu verði falið að rannsaka lífsýni og líkamsparta sem finnast hér á landi og bera þarf kennsl á. Innlent 18. september 2023 06:43
Undir lögaldri á skemmtistað í miðborg og Kópavogi Ungt fólk undir lögaldri var á skemmtistöðum á tveimur stöðum í höfuðborginni í nótt. Lögreglan sinnti þónokkrum verkefnum sem tengdust ölvun. Innlent 17. september 2023 07:17
Ók á 217 kílómetra hraða og á von á ákæru Lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af ökumanni í nótt sem reyndist aka á 217 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Innlent 16. september 2023 11:56
Tveir handteknir í miðju innbroti í gámi Lögreglan handtók þrjá og stöðvaði nokkra vegna gruns um akstur undir áhrifum. Nóttin nokkuð tíðindalítil. Innlent 16. september 2023 07:11
Hefur 111 sinnum komið við sögu lögreglu en fer ekki í nálgunarbann Landsréttur hefur fellt úr gildi ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu þess efnis að maður skuli sæta nálgunarbanni. Innlent 15. september 2023 17:07
Sá sem varað var við hlaut þungan dóm fyrir brot gegn barni Miðlæg rannsóknardeild lögreglu hefur til rannsóknar mál karlmanns sem skólastjórnendur í Kársnesskóla vöruðu við á þriðjudaginn. Samkvæmt heimildum fréttastofu er til skoðunar hvort maðurinn hafi gerst sekur um blygðunarsemisbrot í vesturhluta Kópavogs með því að fróa sér í bíl í bænum. Innlent 15. september 2023 11:00
Karlmaður lést í umferðarslysinu í Lækjargötu Karlmaður á fertugsaldri lést í umferðarslysi á mótum Lækjargötu og Vonarstrætis í Reykjavík á öðrum tímanum eftir hádegi í gær. Innlent 14. september 2023 10:42
„Þetta var algjört sjokk“ Í síðasta þætti af raunveruleikaþættinum LXS á Stöð 2 var hnífstungumálið á Bankastræti Club rifjað upp en ein af stjörnum þáttanna Birgitta Líf Björnsdóttir rak og átti hlut í skemmtistaðnum fyrir ekki svo löngu. Lífið 14. september 2023 10:31
Ekki góð örlög að enda sem höfuðkúpa í ráðherrabústað Íslensk erfiðagreinin raðgreinir nú sýni úr beinunum sem fundust undir gólffjölum í ráðherrabústaðnum. Kári Stefánsson segir það ekki góð örlög að enda þar. Hann segir það réttlætismál að komast að uppruna beinanna. Innlent 13. september 2023 20:39
Einn fluttur á sjúkrahús eftir alvarlegt slys Aðgerðum er lokið á Lækjargötu í Reykjavík, þar sem alvarlegt umferðarslys varð um klukkan 13:25 í dag. Einn hefur verið fluttur á sjúkrahús. Innlent 13. september 2023 15:18
Límband mikilvægt sönnunargagn í frelsissviptingarmáli á Akureyri Lögreglu er heimilt að taka strokusýni úr munni manns sem er grunaður um líkamsárás, frelsissviptingu og fjárkúgunarbrot á heimili sínu á Akureyri í mars á þessu ári. Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra þess efnis. Innlent 13. september 2023 13:57
Handtaka mannanna til skoðunar hjá lögreglu Handtaka mannanna sem dregnir voru út í handjárnum á nærbuxunum í Flúðaseli í Breiðholti í Reykjavík í síðustu viku er til skoðunar hjá lögreglu. Mönnunum hefur verið sleppt úr haldi. Innlent 13. september 2023 13:16
Segir atburðarásina hafa þróast út í múgæsingu Maður á fertugsaldri sem er meðal ákærðu í Bankastræti Club-málinu svokallaða neitar því staðfastlega að vera ofbeldismaður og segist ekki hafa haft í hyggju að fara inn hið örlagaríka kvöld þegar hópur veittist að þremur mönnum á skemmtistaðnum. Innlent 13. september 2023 07:34
Sparkaði í og hrækti á innanstokksmuni í verslun Nóttin var róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem sinnti þó tveimur útköllum vegna einstaklinga í annarlegu ástandi. Annar var til vandræða í verslun og hinn að áreita fólk. Innlent 13. september 2023 06:21
Rændi unga bræður á leið út í sjoppu Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 27. þessa mánaðar vegna gruns um að hann hafi framið átta refsiverð brot frá 27. júní síðastliðnum. Meðal brotanna er rán fimm þúsund króna af ungum bræðrum sem voru á leið út í sjoppu að kaupa sér nammi. Innlent 12. september 2023 08:00
Höfuðkúpa fannst í Ráðherrabústaðnum Við framkvæmdir í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu á dögunum fundust tveir hlutar úr höfuðkúpu manneskju. Ekki er grunur um glæpsamlegt athæfi. Beinin eru komin í vörslu Þjóðminjasafns Íslands. Innlent 11. september 2023 16:21
Lýsa eftir ökumanni sem ók á kú í Hörgárdal Lögreglan á Akureyri hefur lýst eftir ökumanni sem ók bíl sínum af vettvangi eftir að hafa ekið á kú í Hörgárdal við Jónasarlund á Þjóðvegi 1 rétt eftir klukkan 15:30 í gær. Sömuleiðis er lýst eftir vitnum að atvikinu. Innlent 11. september 2023 06:11
Tilkynnt um eignaspjöll í miðborginni Tilkynnt var um eignaspjöll í miðborg Reykjavíkur og hlupu nokkrir aðilar af vettvangi að sögn vitna. Innlent 11. september 2023 06:04
Lýsa eftir manni sem keyrði á kú og stakk af Lögreglan á Akureyri lýsir eftir ökumanni sem keyrði á kú í Hörgárdal við Jónasarlund á Þjóðvegi 1 rétt eftir klukkan hálf fjögur í dag. Bíll ökumannsins var hvítur en frekari upplýsingar liggja ekki fyrir. Innlent 10. september 2023 22:03
Lögregla kölluð til vegna TikTok-byssumyndbands unglinga Það var mikið um ölvun og óspektir í miðbænum í nótt að sögn lögreglu, en sex gistu fangageymslur eftir nóttina. Innlent 10. september 2023 07:26
Sérsveitin með viðbúnað í Grundarfirði Nokkur viðbúnaður lögreglu var við íbúðarhús í Grundarfirði fyrr í kvöld vegna tilkynningu um mann með skotvopn. Sérsveit ríkislögreglustjóra var með töluverðan viðbúnað á vettvangi. Vopnið reyndist eftirlíking. Innlent 9. september 2023 21:53
Ungbarn á skemmtistað í Grafarvogi Lögregla fékk í gærkvöldi tilkynningu um einstakling með ungbarn á skemmtistað í Grafarvogi. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en þar er ekki greint frá frekari viðbrögðum lögreglu við málinu. Innlent 9. september 2023 07:09
Konan er fundin Konan sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í gærkvöldi er komin í leitirnar. Lögregla þakkar fyrir veitta aðstoð. Innlent 8. september 2023 22:57
„Ömurlegur endir á góðu ferðalagi“ Enginn slasaðist alvarlega þegar rúta með rúmlega tuttugu starfsmönnum Akureyrarbæjar valt snemma í morgun skammt frá Blönduósi. Þjónustustjóri segir þetta mikið áfall fyrir fólkið en flestir voru sofandi þegar atvikið átti sér stað. Innlent 8. september 2023 22:01
Lýst eftir Alfreð Erling Lögreglan á Norðurlandi eystra lýsir eftir Alfreð Erling Þórðarsyni, 45 ára gömlum karlmanni. Alfreð er skolhærður með sítt að aftan og um 176 sentimetrar á hæð. Innlent 8. september 2023 20:30
Eftirlýstur hælisleitandi handtekinn með tvær milljónir í reiðufé Karlmaður sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af fyrr í mánuðinum reyndist eftirlýstur hælisleitandi. Við leit á manninum fundust tvær milljónir króna í reiðufé. Maðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Innlent 8. september 2023 20:03
Bílarnir gjöreyðilagðir eftir íkveikjuna Ótti greip um sig meðal íbúa fjölbýlishúss í Naustahverfi á Akureyri þar sem grunur leikur á að kveikt hafi verið í bílum í nótt. Bílarnir gjöreyðilögðust eins og sést af meðfylgjandi myndskeiðum frá vettvangi. Innlent 8. september 2023 19:56
Fimm handteknir grunaðir um íkveikjur á Akureyri Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur handtekið fimm einstaklinga sem eru grunaðir um íkveikjur á Akureyri. Lögreglan fékk tilkynningar um tvo eldsvoða, annars vegar í nótt og hins vegar í morgun. Báðir eldsvoðarnir voru í Naustahverfi. Innlent 8. september 2023 13:13