Dyraverðir vilja fá að nota handjárn: „Það er orðið svo mikið ofbeldi niðri í bæ“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. september 2024 16:01 Bjarnar Þór Jónsson stendur fyrir undirskriftasöfnun sem fjallar um rétt dyravarða til að nota handjárn við störf sín. Facebook/Getty Dyraverðir kalla eftir því að fá heimild til að nota handjárn í þágu aukins öryggis. Dyravörður sem stendur fyrir undirskriftasöfnun þess efnis segir aukið ofbeldi í miðborginni kalla á breytingar á lögum sem heimili dyravörðum, með skilyrðum, að bera og beita handjárnum. Sjálfur hafi hann í tvígang lent í því á undanförnum mánuðum að ráðist var að honum með eggvopni. „Okkur dyravörðum finnst vera löngu kominn tími til þess að breyta lögum og að við megum nota annað hvort beisli eða handjárn, það er orðið svo mikið af ofbeldi niðri í bæ. Skilyrðin yrðu þá að þú þyrftir að fara á námsskeið hjá lögreglu og ef þú þyrftir að nota handjárnin þá yrðir þú að gefa skýrslu til lögreglu um af hverju þú þurftir að nota þau. Síðan eru allir dyraverðir sem eru með réttindi með dyravarðanúmer og þá yrðu handjárnin merkt á einstaklinginn,“ segir dyravörðurinn Bjarnar Þór Jónsson sem fer fyrir undirskriftasöfnuninni. Þegar þetta er skrifað hafa ríflega sextíu manns sett nafn sitt við undirskriftasöfnunina sem hleypt var af stokkunum í dag. Í 30. grein vopnalaga segir um handjárn að „öðrum en lögreglu er óheimilt að flytja til landsins, framleiða eða eignast handjárn og fótajárn úr málmi eða öðru efni. [Sama gildir um úðavopn, svo sem gasvopn og táragasvopn.]” Flestir dyraverðir í stunguvesti Bjarnar vill meina að öryggisumhverfið í Reykjavík hafi farið versnandi á undanförnum árum sem kalli á breytingar. „Borgin er náttúrlega orðin allt önnur en hún var hérna fyrir fimm, sex árum síðan. Það eru flest allir dyraverðir byrjaðir að ganga í hnífastunguvesti fyrir tveimur árum síðan. Það er ekki staðalbúnaður, en flest allir dyraverðir eru byrjaðir að ganga í því,“ segir Bjarnar, en sjálfur hefur hann starfað við dyravörslu í um átta ár og rekur öryggisfyrirtækið Luxury ehf. „Á seinasta hálfa ári var bæði reynt að stinga mig og ráðast á okkur með exi. Ég hef aldrei áður lent í því að einhver reyni að ráðast á mig með hníf eða exi. Við erum nokkrir dyraverðir niðri í bæ og okkur finnst að það sé löngu kominn tími á að þetta breytist,“ segir Bjarnar sem vill meina að það tíðkist erlendis að dyraverðir beri handjárn, meðal annars á Norðurlöndum. Segir sumum treystandi en öðrum ekki En handjárn eru auðvitað valdbeitingartæki, er sjálfsagt að aðrir en lögregla fái að beita slíku? „Mér finnst það já, en mér finnst líka að löggan eigi að hafa eftirlit með því. Hverjir eru að nota þetta og líka að þau þurfi að biðja um skýrslu hjá viðkomandi um af hverju við þurftum að nota þetta. Það er pottþétt hellingur af dyravörðum sem ætti alls ekki að hafa þetta, en síðan er líka hellingur af dyravörðum er alveg hundrað prósent treystandi að vera með þetta,“ svarar Bjarnar. Hann segir tilganginn með undirskriftasöfnuninni fyrst og fremst vera að kanna viðhorf almennings til þess að dyraverðir fái að nota handjárn, með það fyrir augum að afhenda listann til lögreglu eða Alþingis í framhaldinu. „Það eru alveg nokkrir búnir að skrifa undir en síðan hafa líka nokkrir komið með leiðindakomment. Sem er kannski alveg skiljanlegt,“ segir Bjarnar. Hann setur það í samhengi við að margir hafi haft uppi gagnrýni þegar umræða var uppi um hvort lögregla ætti að bera rafbyssur. Nú sé það engu að síður orðið að veruleika. Reykjavík Lögreglumál Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Fleiri fréttir „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Sjá meira
„Okkur dyravörðum finnst vera löngu kominn tími til þess að breyta lögum og að við megum nota annað hvort beisli eða handjárn, það er orðið svo mikið af ofbeldi niðri í bæ. Skilyrðin yrðu þá að þú þyrftir að fara á námsskeið hjá lögreglu og ef þú þyrftir að nota handjárnin þá yrðir þú að gefa skýrslu til lögreglu um af hverju þú þurftir að nota þau. Síðan eru allir dyraverðir sem eru með réttindi með dyravarðanúmer og þá yrðu handjárnin merkt á einstaklinginn,“ segir dyravörðurinn Bjarnar Þór Jónsson sem fer fyrir undirskriftasöfnuninni. Þegar þetta er skrifað hafa ríflega sextíu manns sett nafn sitt við undirskriftasöfnunina sem hleypt var af stokkunum í dag. Í 30. grein vopnalaga segir um handjárn að „öðrum en lögreglu er óheimilt að flytja til landsins, framleiða eða eignast handjárn og fótajárn úr málmi eða öðru efni. [Sama gildir um úðavopn, svo sem gasvopn og táragasvopn.]” Flestir dyraverðir í stunguvesti Bjarnar vill meina að öryggisumhverfið í Reykjavík hafi farið versnandi á undanförnum árum sem kalli á breytingar. „Borgin er náttúrlega orðin allt önnur en hún var hérna fyrir fimm, sex árum síðan. Það eru flest allir dyraverðir byrjaðir að ganga í hnífastunguvesti fyrir tveimur árum síðan. Það er ekki staðalbúnaður, en flest allir dyraverðir eru byrjaðir að ganga í því,“ segir Bjarnar, en sjálfur hefur hann starfað við dyravörslu í um átta ár og rekur öryggisfyrirtækið Luxury ehf. „Á seinasta hálfa ári var bæði reynt að stinga mig og ráðast á okkur með exi. Ég hef aldrei áður lent í því að einhver reyni að ráðast á mig með hníf eða exi. Við erum nokkrir dyraverðir niðri í bæ og okkur finnst að það sé löngu kominn tími á að þetta breytist,“ segir Bjarnar sem vill meina að það tíðkist erlendis að dyraverðir beri handjárn, meðal annars á Norðurlöndum. Segir sumum treystandi en öðrum ekki En handjárn eru auðvitað valdbeitingartæki, er sjálfsagt að aðrir en lögregla fái að beita slíku? „Mér finnst það já, en mér finnst líka að löggan eigi að hafa eftirlit með því. Hverjir eru að nota þetta og líka að þau þurfi að biðja um skýrslu hjá viðkomandi um af hverju við þurftum að nota þetta. Það er pottþétt hellingur af dyravörðum sem ætti alls ekki að hafa þetta, en síðan er líka hellingur af dyravörðum er alveg hundrað prósent treystandi að vera með þetta,“ svarar Bjarnar. Hann segir tilganginn með undirskriftasöfnuninni fyrst og fremst vera að kanna viðhorf almennings til þess að dyraverðir fái að nota handjárn, með það fyrir augum að afhenda listann til lögreglu eða Alþingis í framhaldinu. „Það eru alveg nokkrir búnir að skrifa undir en síðan hafa líka nokkrir komið með leiðindakomment. Sem er kannski alveg skiljanlegt,“ segir Bjarnar. Hann setur það í samhengi við að margir hafi haft uppi gagnrýni þegar umræða var uppi um hvort lögregla ætti að bera rafbyssur. Nú sé það engu að síður orðið að veruleika.
Reykjavík Lögreglumál Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Fleiri fréttir „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Sjá meira