Lögreglumál

Lögreglumál

Fréttir af verkefnum lögreglunnar á Íslandi.

Fréttamynd

Málið rann­sakað sem til­raun til mann­dráps

Héraðsdómur Reykjaness félst í dag á kröfu lögreglustjórans á Suðurnesjum um að gæsluvarðhald yfir íslenskum karlmanni, sem grunaður er um að hafa stungið mann í Reykjanesbæ 20. júní síðastliðinn, skuli framlengt um eina viku á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Innlent
Fréttamynd

Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt

Maður á fertugsaldri var sleginn ítrekað með járnröri og hann rændur í Breiðholti. Rúmum tveimur árum síðar var rannsókn hætt og engin ákæra gefin út. Málið þvældist á milli lögreglunnar og saksóknara og fyrndist loks vegna seinagangs og misskilnings um hvort málið ætti heima á borði ákærusviðs lögreglunnar eða héraðssaksóknara. Ríkissaksóknari gerir athugasemdir við meðferð málsins.

Innlent
Fréttamynd

Óku á yfir 60 og missa ökuréttindin

Ökumenn sem óku á yfir sextíu kílómetra hraða við framkvæmdasvæði í Reykjavík í gær eiga von á að verða sviptir ökuréttindunum. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir hraðakstur við vegavinnusvæði mikið vandamál hér á landi. 

Innlent
Fréttamynd

Á­kærð fyrir að frelsissvipta dreng eftir dyraat

Par á Austurlandi hefur verið ákært fyrir harkaleg viðbrögð í garð drengja sem gerðu hjá þeim dyraat. Samkvæmt ákæru náði maðurinn taki á einum dreng, dró hann inn í húsið og hélt honum þar í nokkrar mínútur.

Innlent
Fréttamynd

Slags­mál á hóteli í mið­borginni

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út þegar tilkynnt var um slagsmál á hóteli í miðborg Reykjavíkur. Þegar lögreglu bar að garði var einn maður sagður mjög æstur og hafði hann, að sögn vitna, verið aðalvandamálið á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Margir í vand­ræðum vegna of skyggðra rúðna

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í dag afskipti af minnst þremur ökumönnum sem keyrðu bíla með of skyggðar rúður. Voru þeir sektaðir og bílarnir boðaðir í skoðun. Einn hafði áður ekki sinnt því að fara í skoðun vegna sama atriðis og voru því skráningarmerki bílsins fjarlægð.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri hand­teknir í Borgar­nesi

Sérsveitin og lögreglan réðust í síðustu viku í húsleit og handtökur í Borgarnesi í tengslum við umfangsmikla rannsókn á fíknefnaframleiðslu. Rannsóknin teygir anga sína frá Reykjavík að Raufarhöfn, en íbúi á Raufarhöfn lýsir grunsamlegri umferð á næturnar við hús sem lögregla hefur haft til rannsóknar.

Innlent
Fréttamynd

Neita öll sök í Gufunessmálinu

Öll fimm sem ákærð eru fyrir aðild að Gufunessmálinu svokallaða neituðu sök þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. Þrír karlmenn eru ákærðir fyrir að bana manni á sjötugsaldri, einn fyrir peningaþvætti og ein kona fyrir hlutdeild í frelsissviptingu og ráni.

Innlent
Fréttamynd

Handtekinn fyrir að sveifla hamri

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um mann sem var að sveifla hamri á almannafæri. Er lögreglu bar að garði var búið að afvopna manninn og var hann handtekinn á vettvangi.

Innlent
Fréttamynd

Enn annað inn­brot í Laugar­dalnum

Tilkynnt var um innbrot og þjófnað í geymslu í hverfi 104. Ekki er vitað hver gerandinn var. Í gær var greint frá því að brotist hefði verið inn á heimili í hverfinu á meðan íbúarnir voru heima og í fyrradag var greint frá því að brotist hefði verið inn í verslun.

Innlent
Fréttamynd

Tveir hand­teknir grunaðir um eigna­spjöll

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af tveimur einstaklingum sem sáust brjóta rúðu í húsbíl. Þeir eru grunaðir um eignaspjöll og voru báðir handteknir í lögregluumdæmi þrjú, sem nær yfir Kópavog og Breiðholt.

Innlent
Fréttamynd

Sig­ríður fannst heil á húfi

Sigríður Jóhannsdóttir, 56 ára Kópavogsbúi sem leitað hefur verið að frá því um síðustu helgi, fannst heil á húfi skömmu eftir hádegi og var hún færð á slysadeild til aðhlynningar.

Innlent