Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út eftir að tilkynnt var um tvo menn að stela í verslun í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. Þegar starfsmenn verslunarinnar hafi haft afskipti af þeim réðust mennirnir á starfsmennina og höfðu í hótunum. Innlent 2.4.2025 07:12
„Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Þó ég sé ekkert að vorkenna sjálfum mér þá tikka ég í öll box, með hjarta og annað. Ég má ekkert við svona. Ég var svo sem ekkert að segja þeim það. En það munaði minnstu að þeir dræpu mig. Pumpan, það var allt komið á fulla ferð. Ég hef aldrei lent í öðru eins.“ Innlent 1.4.2025 20:10
„Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Hermann Ólafsson hobbýbóndi, fyrrverandi sjávarútvegsmaður og Grindvíkingur, er miður sín eftir að hafa fengið að kenna óþyrmilega á því: Handjárnaður, „blásaklaus“, settur í steininn og til að bíta hausinn af skömminni: Talinn hafa ógnað fólki með byssu. Innlent 1.4.2025 17:15
Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Síður á Instagram sem birta myndskeið af ofbeldi meðal barna spretta upp eins og gorkúlur á samfélagsmiðlum. Að sögn lögreglunnar er töluvert um að gerendur fari saman í hópum og skipuleggi slagsmál, en þolendur geta verið allt niður í tíu ára gamlir. Innlent 31. mars 2025 23:30
Þremur vísað út af Landspítalanum Þremur einstaklingum var vísað út af Landspítalanum í dag af lögreglu. Maður sýndi ógnandi hegðun á bráðamóttökunni en tvö önnur voru í óleyfi á sjúkrahúsinu. Innlent 30. mars 2025 17:06
Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo einstaklinga eftir líkamsárás í miðborginni í nótt. Þeir gista nú fangageymslur. Innlent 30. mars 2025 07:23
Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Tilkynnt var um að ungmenni hefði framið rán og líkamsárás í miðborginni í dag. Lögregla segir málið til rannsóknar. Innlent 29. mars 2025 18:27
Unglingur hrækti á lögreglumann Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Sex manns gista í fangaklefa og 64 mál voru skráð í dagbók lögreglunnar. Innlent 29. mars 2025 08:16
Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Þjófar, dulbúnir sem ferðamenn, hafa herjað á túrista bæði á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi síðustu daga. Lögreglufulltrúi segir þjófana vel skipulagða og enginn þeirra hefur verið staðinn að verki. Innlent 28. mars 2025 23:06
Eins leitað eftir slagsmál Slagsmál brutust út fyrir utan kaffistofu Samhjálpar fyrr í dag. Eins er leitað. Innlent 28. mars 2025 16:29
Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við þjófum sem hafa verið á ferðinni á miðborgarsvæðinu undanfarna daga. Þeir eru sagðir vera erlendir ríkisborgarar og herja á ferðamenn og hafa borist tilkynningar um slík mál við Hallgrímskirkju og nágrenni hennar. Innlent 28. mars 2025 09:59
Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði „Það var greinilega þeirra daglega iðja að koma við hér á Þingvöllum og síðan héldu þeir áfram yfir á Gullfoss og Geysi,“ segir Einar Á.E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, um erlenda vasaþjófa sem hafa herjað á ferðamenn hérlendis. Innlent 28. mars 2025 06:27
Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Níu gista fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu nú í morgunsárið, þeirra á meðal fimm sem voru handteknir grunaðir um líkamsárás í póstnúmerinu 104. Innlent 28. mars 2025 06:13
Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Ríkislögeglustjóri segir fjölmarga skipulagða glæpahópa starfa hér á landi. Dæmi séu um að þeir hafi verið nýttir af erlendum ríkjum til að fremja skemmdarverk. Innlent 27. mars 2025 20:00
Sigaði löggunni á blaðbera Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning um að fólk væri að reyna að komast inn til þess sem hringdi í Hafnarfirði. Lögreglumenn voru sendir á vettvang og kom í ljós að um blaðburðarfólk væri að ræða. Innlent 27. mars 2025 19:52
Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Lögregla var kölluð til við Seljaskóla í Reykjavík eftir hádegið vegna barna sem mættu óboðin á skólalóðina og höfðu í hótunum við ellefu til þrettán ára gömul börn á miðstigi skólans. Töldu einhverjir nemendur móta fyrir hníf í buxnastreng óboðnu gestanna. Innlent 27. mars 2025 16:05
Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Þefvís lögreglumaður rann á lyktina í Mosfellsbæ þar sem verið var að rækta kannabisplöntur. Lögregla lagði í kjölfarið hald á 90 plöntur í aðgerðum í gærkvöldi. Innlent 27. mars 2025 10:47
Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur Landsréttur stytti á föstudag gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir Stefáni Blackburn og öðrum manni, en þeir eru báðir grunaðir um aðild að manndrápi, frelsissviptingu og fjárkúgun. Lögmaður annars þeirra segir lögreglu og dómstóla beita einangrunargæsluvarðhaldi af of mikilli léttúð. Innlent 26. mars 2025 18:48
Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Tveir karlmenn sem eru grunaðir um að kveikja í Teslu-bíl neituðu sök í þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þriðji maðurinn, sem er líka grunaður í málinu, fékk að taka sér umhugsunarfrest til að taka afstöðu til ákærunnar. Innlent 26. mars 2025 11:38
Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Ungmenni í Reykjavík kýldi lögreglumann í síðuna og beit annan við eftirlit lögreglu með hópamyndun við verslunarkjarna í umdæminu Breiðholt/Kópavogur í gærkvöldi eða nótt. Innlent 26. mars 2025 06:22
Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Fyrr í dag var tveimur konum sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglustjórans á Suðurlandi á meintu manndrápi, frelsissviptingu og fjárkúgun, sleppt úr haldi. Innlent 25. mars 2025 16:49
Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Í dag er liðið eitt ár frá því að tveir grímuklæddir þjófar stálu tugum milljónum króna úr verðmætaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar. Innlent 25. mars 2025 16:38
MAST kærir Kaldvík til lögreglu Matvælastofnun hefur farið fram á opinbera rannsókn lögreglu vegna meintra brota fiskeldisfyrirtækisins Kaldvík á Austfjörðum á lögum um velferð dýra. Þetta kemur fram á vefsíðu MAST. Innlent 25. mars 2025 14:46
Aukin harka að færast í undirheimana „Við höfum viljað vekja athygli á aukinni hörku í undirheimunum og samfélaginu,“ segir Skarphéðinn Aðalsteinn, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, en í gær greindi lögreglan frá þónokkrum ofbeldismálum sem hafa komið upp í umdæminu á undanförnum dögum og vikum. Innlent 25. mars 2025 13:16
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent