KR og Stjarnan með stórsigra KR og Stjarnan unnu stórsigra í Lengjubikar karla og kvenna í fótbolta í kvöld. Íslenski boltinn 11. febrúar 2022 22:35
Ísak Bergmann sá um Blika: Sjáðu mörkin Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði tvívegis er FC Kaupmannahöfn lagði Breiðablik í markaleik á æfingamótinu Atlantic Cup sem nú fer fram í Portúgal. Lokatölur 4-3 Kaupmannahafnarliðinu í vil. Íslenski boltinn 11. febrúar 2022 19:00
Tvíburarnir frá Sandgerði á Selfoss Tvíburasysturnar Katla María og Íris Una Þórðardætur eru gengnar í raðir Selfoss frá Fylki. Þær skrifuðu undir tveggja ára samning við Selfoss. Íslenski boltinn 11. febrúar 2022 15:31
Orri mætir Blikum pabba síns í beinni Tveir Íslendingar eru í byrjunarliði FC Kaupmannahafnar sem mætir Breiðabliki í Atlantic Cup í Portúgal í dag. Íslenski boltinn 11. febrúar 2022 15:01
KRR viðurkennir mistök og biður Þróttara afsökunar Forráðamenn Knattspyrnuráðs Reykjavíkur, KRR, hafa sent frá sér yfirlýsingu og viðurkennt að mistök voru gerð þegar Þrótturum voru ekki afhent verðlaun í gærkvöld eftir að hafa orðið Reykjavíkurmeistarar kvenna í fótbolta. Íslenski boltinn 11. febrúar 2022 13:13
„Dregur úr sigrinum okkar og er pínu óvirðing“ „Ég hefði alltaf haldið að við myndum fá bikarinn afhentan eftir leikinn því ég held að það sé nú þannig í langflestum öðrum keppnum,“ segir Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði nýrra Reykjavíkurmeistara Þróttar í fótbolta. Íslenski boltinn 11. febrúar 2022 10:33
Enginn mætti til að afhenda stelpunum í Þrótti verðlaunin Þróttur í Reykjavík vann sögulegan sigur á Reykjavíkurmótinu í fótbolta með því að leggja Fjölni að velli 6-1 í Egilshöll í kvöld. Ólíkt Reykjavíkurmeisturunum í karlaflokki var enginn mættur til að afhenda Þrótturum bikar að leik loknum. Fótbolti 11. febrúar 2022 00:18
Þróttarar Reykjavíkurmeistarar í fyrsta sinn eftir stórsigur Þróttur Reykjavík varð Reykjavíkurmeistari kvenna í fyrsta sinn í sögu félagsins með 6-1 stórsigri gegn Fjölni í kvöld. Fótbolti 10. febrúar 2022 23:02
Meirihluti stjórnar KSÍ vill sitja áfram en Borghildur ein eftir úr þeirri sem féll Sex af þeim átta sem setið hafa í bráðabirgðastjórn Knattspyrnusambands Íslands síðan í október sækjast eftir endurkjöri á ársþingi sambandsins eftir hálfan mánuð. Fótbolti 10. febrúar 2022 12:01
Makuszewski: Vonandi verður betra veður í sumar Leiknir R. tilkynnti nýjan leikmann liðsins fyrir komandi átök í efstu deild karla í knattspyrnu í gær. Fótbolti 10. febrúar 2022 07:01
Leiknir fær kantmann sem lék fyrir pólska landsliðið Leiknir hefur samið við pólska kantmanninn Maciej Makuszewski sem leikið hefur fimm A-landsleiki fyrir pólska landsliðið í fótbolta. Íslenski boltinn 9. febrúar 2022 15:45
Daði Freyr í leyfi frá FH vegna ásakana um áreiti Daði Freyr Arnarsson, markvörður FH, er farinn í leyfi frá félaginu vegna ásakana um áreiti. Íslenski boltinn 9. febrúar 2022 13:10
Meistararnir keyptu Ara frá Ítalíu Íslands- og bikarmeistarar Víkings hafa fest kaup á knattspyrnumanninum unga Ara Sigurpálssyni sem er uppalinn hjá HK en kemur til Víkinga frá Bologna á Ítalíu. Íslenski boltinn 8. febrúar 2022 12:28
Úrslitaleik Reykjavíkurmótsins frestað vegna óveðurs Þróttur Reykjavík var 2-0 yfir gegn Íslandsmeisturum Vals í úrslitum Reykjavíkurmóts kvenna í knattspyrnu er flauta þurfti leikinn af vegna veðurs. Fótbolti 7. febrúar 2022 20:46
„Knattspyrnusambandið þarf að vera meira til staðar fyrir félögin“ „Þetta kom upp fyrir rúmri viku síðan. Þá voru nokkrir aðilar sem höfðu samband við mig og ýttu mér af stað, var ekki beint með þetta efst í huga,“ sagði Sævar Pétursson í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason fyrr í dag. Fótbolti 7. febrúar 2022 20:30
Með „breiðari þekkingu úr hreyfingunni“ en Vanda „toppmanneskja“ „Mig langar að taka slaginn og held að það sé nauðsynlegt að fá inn aðila sem þekkir vel til innan úr starfi félaganna í hreyfingunni,“ segir Sævar Pétursson sem í dag lýsti yfir framboði til Knattspyrnusambands Íslands. Fótbolti 7. febrúar 2022 15:17
Sævar býður sig fram til formanns KSÍ Sævar Pétursson hefur ákveðið að gefa kost á sér til formanns Knattspyrnusambands Íslands. Íslenski boltinn 7. febrúar 2022 14:11
Valsmenn unnu Reykjavíkurmótið annað árið í röð | Pedersen skoraði þrennu Valsmenn fögnuðu sigri er liðið tók á móti KR í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í fótbolta á Origo-vellinum í dag. KR-ingar komust yfir snemma leiks, en þrenna frá Patrick Pedersen í síðari hálfleik tryggði Valsmönnum 4-1 sigur. Fótbolti 6. febrúar 2022 15:54
Vigdís Edda fer úr Kópavogi til Akureyrar Efstu deildarlið Þórs/KA hefur staðfest komu Vigdísar Eddu Friðriksdóttur en hún hefur leikið með Breiðabliki undanfarin tvö ár. Alls lék hún 35 mótsleiki fyrir Blika, þar af sex í Meistaradeild Evrópu. Íslenski boltinn 5. febrúar 2022 14:00
Stjarnan fær liðsstyrk frá Fulham Stjarnan hefur fengið varnarmanninn Þorsteinn Aron Antonsson á láni frá Fulham til eins árs. Íslenski boltinn 4. febrúar 2022 16:01
KR-ingar komnir í úrslit Reykjavíkurmótsins KR mætir Val í úrslitum Reykjavíkurmótsins í fótbolta eftir 3-1 sigur gegn Fram í undanúrslitum í kvöld. Fótbolti 3. febrúar 2022 21:56
Vestri reyndi við kanónur íslenskrar knattspyrnu Þjálfarinn sem kom Íslandi á HM í fyrsta sinn og fyrrverandi Evrópumeistari með Barcelona eru á meðal þeirra sem forráðamenn Vestra hafa boðið að taka við þjálfun liðsins eftir að Jón Þór Hauksson fór óvænt til ÍA. Íslenski boltinn 3. febrúar 2022 11:01
Sanka að sér Bandaríkjakonum Knattspyrnukonan Haley Tomas hefur samið við knattspyrnudeild ÍBV um að spila með liðinu í efstu deild Íslandsmótsins á komandi leiktíð. Fótbolti 2. febrúar 2022 23:23
Valskonur skoruðu ellefu og Þróttur átta Þrír leikir fóru fram í Reykjavíkurmótinu í fótbolta í kvöld. Fótbolti 2. febrúar 2022 21:44
Óskar Hrafn gæti mætt syni sínum í beinni á Stöð 2 Sport Karlalið Breiðabliks er fulltrúi Íslands á Atlantic Cup sem fer fram á Algarve í Portúgal Kópavogsliðið mætir þar mörgum sterkum erlendum liðum. Íslenski boltinn 2. febrúar 2022 10:30
Hafa byrjað öll tímabil í efstu deild á öldinni með Skagamann sem þjálfara Skagamenn héldu í hefðina þegar þeir fundu eftirmann Jóhannesar Karls Guðjónssonar. Skagamaðurinn Jón Þór Hauksson mun stýra liði ÍA í úrvalsdeild karla í sumar en það var tilkynnt í dag. Íslenski boltinn 31. janúar 2022 14:00
Skagamenn staðfesta ráðningu Jóns Þórs Jón Þór Hauksson mun stýra liði Skagamanna á Íslandsmótinu í knattspyrnu næsta sumar. Íslenski boltinn 30. janúar 2022 21:28
Jón Þór hættur hjá Vestra | Að taka við ÍA Jón Þór Hauksson er hættur þjálfun Lengjudeildarliðs Vestra og er að taka við úrvalsdeildarliði ÍA. Fótbolti 30. janúar 2022 20:24
Ágúst ánægður með óvæntustu viðbót Stjörnuliðsins Stjarnan sigraði Breiðablik 3-1 í úrslitaleik Fótbolta.net mótsins á fimmtudagskvöld. Þar spilaði Sindri Þór Ingimarsson en hann gekk í raðir Stjörnunnar frá 3. deildarliði Augnabliks fyrir ekki svo löngu. Íslenski boltinn 30. janúar 2022 11:31
„Viljum ekki standa í vegi fyrir þróun okkar leikmanna og þjálfara almennt“ Eggert Ingólfur Herbertsson, formaður knattspyrnudeildar ÍA, segir félagið ekki vilja standa í vegi fyrir þróun leikmanna eða þjálfara félagsins. Þetta kom fram í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu 977 í gær. Íslenski boltinn 30. janúar 2022 08:01