Upphitun fyrir Bestu kvenna: Vinkonurnar mætast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. maí 2023 13:00 Mikaela Nótt Pétursdóttir hjá Keflavík og Margrét Brynja Kristinsdóttir hjá FH þekkjast vel frá tíma sínum saman í Breiðabliki. S2 Sport Fjórða umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta hefst í kvöld með tveimur leikjum en umferðin klárast svo með þremur leikjum á morgun. Að vanda hitar Helena Ólafsdóttir upp fyrir umferðina. FH og Keflavík mætast í Kaplakrikanum á morgun og gestir Helenu voru þær Mikaela Nótt Pétursdóttir hjá Keflavík og Margrét Brynja Kristinsdóttir hjá FH. „Ég er með frábæra gesti og þær eru reyndar vinkonur. Ég hafði ekki hugmynd um það en það eru þær Mikaela Nótt úr Keflavík og Margrét Brynja sem kemur frá FH eins og staðan er núna,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. „Upprunalega þá þekkist þið að sjálfsögðu frá Breiðabliki. Urðu þið þá bara svona svakalega góðar vinkonur þar,“ spurði Helena. „Við kynntumst bara þarna í Breiðabliki og þekkjumst ekkert fyrir utan Breiðablik,“ sagði Mikaela Nótt Pétursdóttir. Nú eru þær að fara mætast í fjórðu umferðinni og verður þá eitthvað spjallað saman. „Já fyrir leiki og eftir leik. Hún fær eitt knús fyrir leik,“ sagði Margrét Brynja Kristinsdóttir hlæjandi. Það verður hins vegar ekkert skipst á innherja upplýsingum og þjálfararnir geta því andað rólega. Mikaela Nótt er uppalin í Haukum og ræddi aðeins af hverju það eru að koma svona margar efnilegar fótboltastelpur upp í Haukum. Margrét Brynja er uppalin í Kópavoginum og er búin að spila bæði með Breiðabliki og Augnabliki en félögin hafa unnið saman með því að gefa ungum efnilegum Blikum spilatíma í meistaraflokki. Þær voru báðar saman í Breiðabliki á undirbúningstímabilinu en voru síðan lánaðar til Keflavíkur og FH. Það var alltaf ljóst að Mikaela væri að fara á láni í sumar ef að það hitti þannig á en Margrét Brynja var aftur á móti með Blikum í fyrsta leiknum. „Ég var með í fyrsta leiknum, Breiðablik-Valur, en tíu mínútum eftir þann leik þá fékk ég að vita að ég fengi að velja hvort ég vildi fara á láni í FH eða vera hjá Breiðabliki,“ sagði Margrét Brynja. Báðar eru þær að velja það að fá stærra hlutverk hjá núverandi liðum sínum. Hér fyrir neðan má sjá viðtal Helenu við stelpurnar sem spá líka í leikina í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna. Í kvöld mætast Þór/KA-Breiðablik á Akureyri og ÍBV-Þróttur R. í Vestmannaeyjum en þeir hefjast klukkan 18.00. Annað kvöld verða þrír leikir klukkan 19.15 en það eru Stjarnan-Valur, Selfoss-Tindastóll og FH-Keflavík. Klippa: Bestu mörkin: Upphitun fyrir fjórðu umferð Bestu deildar kvenna Besta deild kvenna FH Keflavík ÍF Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
FH og Keflavík mætast í Kaplakrikanum á morgun og gestir Helenu voru þær Mikaela Nótt Pétursdóttir hjá Keflavík og Margrét Brynja Kristinsdóttir hjá FH. „Ég er með frábæra gesti og þær eru reyndar vinkonur. Ég hafði ekki hugmynd um það en það eru þær Mikaela Nótt úr Keflavík og Margrét Brynja sem kemur frá FH eins og staðan er núna,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. „Upprunalega þá þekkist þið að sjálfsögðu frá Breiðabliki. Urðu þið þá bara svona svakalega góðar vinkonur þar,“ spurði Helena. „Við kynntumst bara þarna í Breiðabliki og þekkjumst ekkert fyrir utan Breiðablik,“ sagði Mikaela Nótt Pétursdóttir. Nú eru þær að fara mætast í fjórðu umferðinni og verður þá eitthvað spjallað saman. „Já fyrir leiki og eftir leik. Hún fær eitt knús fyrir leik,“ sagði Margrét Brynja Kristinsdóttir hlæjandi. Það verður hins vegar ekkert skipst á innherja upplýsingum og þjálfararnir geta því andað rólega. Mikaela Nótt er uppalin í Haukum og ræddi aðeins af hverju það eru að koma svona margar efnilegar fótboltastelpur upp í Haukum. Margrét Brynja er uppalin í Kópavoginum og er búin að spila bæði með Breiðabliki og Augnabliki en félögin hafa unnið saman með því að gefa ungum efnilegum Blikum spilatíma í meistaraflokki. Þær voru báðar saman í Breiðabliki á undirbúningstímabilinu en voru síðan lánaðar til Keflavíkur og FH. Það var alltaf ljóst að Mikaela væri að fara á láni í sumar ef að það hitti þannig á en Margrét Brynja var aftur á móti með Blikum í fyrsta leiknum. „Ég var með í fyrsta leiknum, Breiðablik-Valur, en tíu mínútum eftir þann leik þá fékk ég að vita að ég fengi að velja hvort ég vildi fara á láni í FH eða vera hjá Breiðabliki,“ sagði Margrét Brynja. Báðar eru þær að velja það að fá stærra hlutverk hjá núverandi liðum sínum. Hér fyrir neðan má sjá viðtal Helenu við stelpurnar sem spá líka í leikina í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna. Í kvöld mætast Þór/KA-Breiðablik á Akureyri og ÍBV-Þróttur R. í Vestmannaeyjum en þeir hefjast klukkan 18.00. Annað kvöld verða þrír leikir klukkan 19.15 en það eru Stjarnan-Valur, Selfoss-Tindastóll og FH-Keflavík. Klippa: Bestu mörkin: Upphitun fyrir fjórðu umferð Bestu deildar kvenna
Besta deild kvenna FH Keflavík ÍF Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira