„Ekkert nálægt því að vera eins og píkur“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. maí 2023 22:11 Ummæli Arnars Gunnlaugssonar um lið sitt í fyrra hafa vakið mikla athygli. Vísir/Hulda Margrét Ummæli þjálfara Víkings í úrvalsdeild karla þar sem hann sagði sig og leikmenn sína hafa verið „algjörar píkur í fyrra“ hafa vakið mikla athygli. Keppast netverjar við að gagnrýna ummælin og segja líkingarmálið í ósamræmi við veruleikann. Ummælin lét Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings falla í samtali við Fótbolta.net eftir að Heimir Guðjónsson þjálfari FH gagnrýndi lið hans í samtali við Stöð 2 Sport fyrir að vera grófasta lið deildarinnar. Sagðist Arnar taka því sem hrósi. „Af því við vorum algjörar píkur í fyrra.“ Orðin hafa vakið gríðarlega athygli á samfélagsmiðlum. Er Arnar gagnrýndur fyrir líkinguna af ótal mörgum sem segja hana ekki eiga sérlega vel við. Hefði átt að velja meira lýsandi orð „Enn leiðinlegt fyrir þá að vera ekki eins og vel þjálfaðar píkur, það er ekki neinn líkamspartur sem er magnaðri,“ segir borgarfulltrúinn Heiða Björg Hilmisdóttir um ummæli Arnars. Björk Eiðsdóttir fyrrverandi ritstjóri helgarblaðs Fréttablaðsins, deilir frétt Fótbolta.net einnig á Facebook og vitnar í ódauðleg orð bandarísku leikkonunnar Betty White um píkur. White furðaði sig á því að það að vera með pung væri notað sem samheiti yfir það að vera sterkur. „Hann hefði mögulega átt að velja meira lýsandi orð, kannski viðkvæman líkamspart sem þolir illa álag,“ skrifar Björk. Viðhaldi staðalmyndum Körfuboltaþjálfarinn og Grindvíkingurinn Bryndís Gunnlaugsdóttir tjáir sig einnig um ummæli Arnars og segir óþolandi hvað það sé viðloðandi íþróttir að ef lið spili illa eða séu aumingjar á vellinum að þá sé því líkt við kvenfólk eða líkamsparta kvenna. „Í hugum sumra er þetta kannski bara „smámál“ en þetta viðheldur þeirri staðal ímynd að konur eru annars flokks hvort sem það er í íþróttum, atvinnulífinu eða á öðru sviði,“ segir Bryndís. Hún segir píkuna vera magnað fyrirbæri og að í raun ætti það að vera hrós að „spila“ eins og píka því píkur geti tekist á við fæðingu, blæðingar og fullnægingar. „Hvernig væri frekar að segja „við spiluðum eins og aumingjar“ eða „við vorum algjörir kettlingar“ eða „Við spiluðum eins og laflaust tippi.“ Fleiri leggja orð í belg á samfélagsmiðlum, eins og má sjá hér að neðan. Úbbs . þarna hefði blaðamaðurinn átt að segja þú meinar pungar enda varla til viðkvæmara líffæri https://t.co/PCi6Wt8aqL— Helga Vala Helgadóttir (@Helgavalan) May 15, 2023 "Við vorum algjörar píkur"Gaur, nei þið voruð ekkert nálægt því að vera eins og píkur. Líffæri gerast nú ekki mikið sterkari og flottari. Hlustið á dásamlega lofræðu Trevor Noah um píkuna. https://t.co/DNbssVxzx5— Einar Karl Friðriksson (@EinarKF) May 15, 2023 Kæri Arnar. Píkur (og leghálsar) eru magnað fyrirbæri og algjör hörkutól þannig að ef þér finnst liðið ekki hafa verið nógu hart af sér í fyrra þá ættirðu kannski að finna aðra samlíkingu. Bestu kveðjur frá stuðningskonu Víkings og píkuhafa. pic.twitter.com/4Hx76RfVIH— María SB (@Maria_Asdis) May 15, 2023 Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Körfubolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti Fleiri fréttir „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Sjá meira
Ummælin lét Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings falla í samtali við Fótbolta.net eftir að Heimir Guðjónsson þjálfari FH gagnrýndi lið hans í samtali við Stöð 2 Sport fyrir að vera grófasta lið deildarinnar. Sagðist Arnar taka því sem hrósi. „Af því við vorum algjörar píkur í fyrra.“ Orðin hafa vakið gríðarlega athygli á samfélagsmiðlum. Er Arnar gagnrýndur fyrir líkinguna af ótal mörgum sem segja hana ekki eiga sérlega vel við. Hefði átt að velja meira lýsandi orð „Enn leiðinlegt fyrir þá að vera ekki eins og vel þjálfaðar píkur, það er ekki neinn líkamspartur sem er magnaðri,“ segir borgarfulltrúinn Heiða Björg Hilmisdóttir um ummæli Arnars. Björk Eiðsdóttir fyrrverandi ritstjóri helgarblaðs Fréttablaðsins, deilir frétt Fótbolta.net einnig á Facebook og vitnar í ódauðleg orð bandarísku leikkonunnar Betty White um píkur. White furðaði sig á því að það að vera með pung væri notað sem samheiti yfir það að vera sterkur. „Hann hefði mögulega átt að velja meira lýsandi orð, kannski viðkvæman líkamspart sem þolir illa álag,“ skrifar Björk. Viðhaldi staðalmyndum Körfuboltaþjálfarinn og Grindvíkingurinn Bryndís Gunnlaugsdóttir tjáir sig einnig um ummæli Arnars og segir óþolandi hvað það sé viðloðandi íþróttir að ef lið spili illa eða séu aumingjar á vellinum að þá sé því líkt við kvenfólk eða líkamsparta kvenna. „Í hugum sumra er þetta kannski bara „smámál“ en þetta viðheldur þeirri staðal ímynd að konur eru annars flokks hvort sem það er í íþróttum, atvinnulífinu eða á öðru sviði,“ segir Bryndís. Hún segir píkuna vera magnað fyrirbæri og að í raun ætti það að vera hrós að „spila“ eins og píka því píkur geti tekist á við fæðingu, blæðingar og fullnægingar. „Hvernig væri frekar að segja „við spiluðum eins og aumingjar“ eða „við vorum algjörir kettlingar“ eða „Við spiluðum eins og laflaust tippi.“ Fleiri leggja orð í belg á samfélagsmiðlum, eins og má sjá hér að neðan. Úbbs . þarna hefði blaðamaðurinn átt að segja þú meinar pungar enda varla til viðkvæmara líffæri https://t.co/PCi6Wt8aqL— Helga Vala Helgadóttir (@Helgavalan) May 15, 2023 "Við vorum algjörar píkur"Gaur, nei þið voruð ekkert nálægt því að vera eins og píkur. Líffæri gerast nú ekki mikið sterkari og flottari. Hlustið á dásamlega lofræðu Trevor Noah um píkuna. https://t.co/DNbssVxzx5— Einar Karl Friðriksson (@EinarKF) May 15, 2023 Kæri Arnar. Píkur (og leghálsar) eru magnað fyrirbæri og algjör hörkutól þannig að ef þér finnst liðið ekki hafa verið nógu hart af sér í fyrra þá ættirðu kannski að finna aðra samlíkingu. Bestu kveðjur frá stuðningskonu Víkings og píkuhafa. pic.twitter.com/4Hx76RfVIH— María SB (@Maria_Asdis) May 15, 2023
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Körfubolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti Fleiri fréttir „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti