Innrás Rússa í Úkraínu

Innrás Rússa í Úkraínu

Fréttir af yfirstandandi innrás Rússa í Úkraínu sem hófst 24. febrúar 2022.

Fréttamynd

Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi

Viðræðunum milli úkraínskra og rússneskra erindreka í Istanbúl í Tyrklandi er lokið, innan við tveimur tímum eftir að þær hófust. Rússar eru sagðir hafa lagt fram mjög umfangsmiklar kröfur sem Úkraínumenn gætu ekki sætt sig við.

Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Rúss­land vill aug­ljós­lega stríð“

Kaja Kallas, yfirmaður utanríkis- og öryggismála Evrópusambandsins, telur ljóst að Rússar hafi ekki áhuga á að semja um frið í Úkraínu og segir nauðsynlegt að halda áfram að setja enn meiri þrýsting á Rússa með frekari viðskiptaþvingunum. Þá sé áhyggjuefni að evrópsk fyrirtæki leiti sum leiða til að komast hjá viðskiptaþvingunum og haldi áfram að eiga viðskipti við Rússa, þvert á reglur um viðskiptaþvinganir.

Erlent
Fréttamynd

Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár

Fyrstu beinu friðarviðræðurnar í rúm þrjú ár á milli fulltrúa Rússlands og Úkraínu fara fram í Tyrklandi í dag. Takmarkaðar væntingar ríkja um árangur viðræðnanna, en hvorki Pútín Rússlandsforseti né Selenskí Úkraínuforseti taka beinan þátt í viðræðunum. Trump Bandaríkjaforseti segist vilja hitta Pútín eins fljótt og hægt er.

Erlent
Fréttamynd

„Tákn­rænt sterk“ for­ysta Græn­lands hefst í dag

Danska konungsríkið; Danmörk, Grænland og Færeyjar, taka í dag við formennsku í Norðurskautsráðinu. Vivian Motzfeldt, utanríkisráðherra Grænlands, fer með formennsku í ráðinu næstu tvö árin fyrir hönd ríkissambandsins en þetta er í fyrsta sinn sem Grænlendingar mun leiða ráðið.

Erlent
Fréttamynd

Hafnar aftur al­mennu vopna­hléi og leggur til við­ræður

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, lagði til í gær að hefja beinar viðræður við Úkraínumenn í Tyrklandi í vikunni. Var það í kjölfar þess að leiðtogar Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Póllands kröfðust þess að Pútín samþykkti almenn þrjátíu daga vopnahlé, sem ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur lagt til.

Erlent
Fréttamynd

Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður pirraður yfir því hver erfiðlega honum hefur gengið að binda enda á átök sem hann hafði heitið að stöðva fljótt. Fyrir forsetakosningarnar í fyrra hafði forsetinn heitið því að stöðva átökin í Úkraínu og á Gasaströndinni mjög fljótt.

Erlent
Fréttamynd

Sam­þykktu Trump-samninginn ein­róma

Úkraínska þingið hefur samþykkt samning við Bandaríkin um nýtingu auðlinda í Úkraínu. Samningurinn felur í sér að Bandaríkjamenn muni fá aðgang að auðlindum í Úkraínu og taka þátt í uppbyggingu þar í landi og vonast Úkraínumenn til þess að samningurinn opni á frekari hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Ein­hliða vopna­hlé Rússa hafið

Þriggja sólarhringa vopnahlé sem Vladímír Pútín Rússlandsforseti boðaði í Úkraínu hefur tekið gildi. Tilefni vopnahlésins er að áttatíu ár eru liðin frá lokum seinni hemisstyrjaldar.

Erlent
Fréttamynd

Lokuðu flug­völlum í Moskvu vegna dróna

Ráðamenn í Rússlandi segjast hafa þurft að loka flugvöllum í Moskvu í nokkrar klukkustundir vegna drónaárása Úkraínumanna. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir 105 dróna hafa verið skotna niður í nótt, víðsvegar yfir Rússlandi.

Erlent
Fréttamynd

Gera úkraínsk ung­menni að sjálfsmorðssprengjumönnum

Útsendarar leyniþjónusta Rússlands hafa notað samfélagsmiðla til að fá unga Úkraínumenn til að gera sprengjuárásir í Úkraínu. Í einhverjum tilfellum hefur fólkið ekki vitað að það bæri sprengju og hefur þó óafvitandi verið gert að sjálfsmorðssprengjumönnum.

Erlent
Fréttamynd

Glittir í að Trump beiti loksins Rússa þrýstingi – eða snýr hann baki við Úkraínu?

Með Trump varð sú grundvallarbreyting á stefnu Bandaríkjanna að upp kom óvissa um hvort Úkraína nyti yfir höfuð stuðnings þeirra gegn Rússum. Einnig varð til óvissa um afstöðu Bandaríkjanna til Rússlands og Pútín-stjórnarinnar. Markmiðið virtist allt að því vera að vingast við Pútín á kostnað Úkraínu. Standa með andstæðingi NATO á örlagatímum í Evrópu.

Umræðan
Fréttamynd

Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst

Leyniþjónusta Suður-Kóreu áætlar að um sex hundruð hermenn frá Norður-Kóreu hafi fallið í átökum við Úkraínumenn. Rúmlega fjögur þúsund eru sagðir hafa særst en heilt yfir er talið að Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafi sent um fimmtán þúsund dáta til Rússlands.

Erlent
Fréttamynd

Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar í­treka um­fangs­miklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi

Friðarviðleitni Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, og erindreka hans virðist ekki ætla að bera árangur. Trump virðist þreyttur á að reyna að stilla til friðar og hefur hann sakað Úkraínumenn og Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, um að standa í vegi friðar með því að vilja ekki verða við umfangsmiklum kröfum Rússa og þá sérstaklega fyrir það að vilja ekki viðurkenna tilkall Rússa til Krímskaga.

Erlent