Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Íslendingalið voru í eldlínunni í þýska handboltanum i kvöld þar sem Melsungen styrkti stöðu sína í toppsætinu og Magdeburg hafði betur í Íslendingaslag á móti Gummersbach. Handbolti 11. desember 2024 20:05
Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Kristján Örn Kristjánsson átti mjög góðan leik þegar Skanderborg vann Bjerringbro/Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Handbolti 11. desember 2024 19:56
Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Óðinn Þór Ríkharðsson og félagar í Kadetten Schaffhausen styrktu stöðu sína á toppi svissnesku handboltadeildarinnar með öruggum heimasigri í kvöld. Handbolti 11. desember 2024 19:17
Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Danmörk varð í kvöld fjórða og síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum á Evrópumóti kvenna í handbolta. Handbolti 11. desember 2024 18:28
Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Ný landsliðstreyja HSÍ fer ekki í sölu fyrir jólin en stefnt er að því að hefja sölu á henni áður en HM karla hefst í næsta mánuði. Handbolti 11. desember 2024 13:30
Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Nora Mörk segist skilja gagnrýni Þóris Hergeirssonar á það að þessi stjarna norska handboltalandsliðsins skuli starfa sem sérfræðingur í sjónvarpi á EM í ár. Hún hrósar Þóri í hástert og segir að kveðjustundin á sunnudag verði erfið. Handbolti 11. desember 2024 08:30
Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Kristín Þorleifsdóttir og félagar hennar í sænska kvennalandsliðinu í handbolta tryggðu sér í kvöld sæti í leiknum um fimmta sætið á EM. Handbolti 10. desember 2024 21:07
Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Heimsmeistarar Frakka og Ólympíumeistarar Norðmanna mætast ekki fyrr en í fyrsta lagi í úrslitaleiknum á Evrópumóti kvenna í handbolta. Handbolti 10. desember 2024 18:32
Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Noregur vann Þýskaland af öryggi í gær og Ólympíumeistararnir hans Þóris Hergeirssonar komust því á flugi í undanúrslit EM. Eitt marka Þýskalands í leiknum þótti hins vegar skorað með afar óheiðarlegum hætti. Handbolti 10. desember 2024 10:31
Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Stiven Tobar Valencia og félagar í Benfica fögnuðu sigri í Íslendingaslag á móti Sporting í portúgalska handboltanum í kvöld. Þetta var fyrsta tap Orra Freys Þorkelssonar og félagar í deildinni í vetur. Handbolti 9. desember 2024 21:36
Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi Danmörk og Holland spila hreinan úrslitaleik um sæti í undanúrslitum í lokaumferð milliriðlanna á EM kvenna í handbolta. Handbolti 9. desember 2024 21:09
FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin FH og Valur urðu í kvöld tvö síðustu liðin til að tryggja sér sæti í átta liða úrslit Powerade bikars karla í handbolta. Handbolti 9. desember 2024 21:06
Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Íslenska handboltagoðsögnin Guðjón Valur Sigurðsson, núverandi þjálfari þýska úrvalsdeildarfélagsins Gummersbach er allt annað en sáttur með svikahrapp sem siglir undir fölsku flaggi, þykist vera Guðjón Valur á samfélagsmiðlum og hefur verið að svíkja peninga af fólki. Handbolti 9. desember 2024 20:01
Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Noregur tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum á EM kvenna í handbolta með sannfærandi sigri á Þjóðverjum. Það gerðu þær þótt að það sé ein umferð eftir í milliriðlinum. Handbolti 9. desember 2024 18:27
Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Hollenska kvennalandsliðið í handbolta steig skrefi nær undanúrslitaleiknum á EM í handbolta eftir öruggan sigur á Sviss í Vín í kvöld. Handbolti 9. desember 2024 17:02
Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Sandra Toft var niðurbrotin eftir að hafa ekki verið valin í EM-hóp danska kvennalandsliðsins í handbolta en núna hefur þessi mikli reynslubolti skyndilega verið kallaður til. Althea Reinhardt fékk nefnilega skot í höfuðið á æfingu. Handbolti 9. desember 2024 12:45
Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Króatíski landsliðsmarkvörðurinn Matej Mandic hefur verið útskrifaður af spítala, eftir að liðsfélagi hans kýldi hann í andlitið, en talið er að Dagur Sigurðsson muni samt ekki geta nýtt krafta hans á HM í handbolta í janúar. Handbolti 9. desember 2024 08:32
Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ „Það yrði algjör snilld,“ segir Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha sem gæti mætt Íslandi á HM í handbolta í byrjun næsta árs, sem leikmaður Grænhöfðaeyja. Hafsteinn er nýkominn úr sinni fyrstu keppnisferð með liðinu. Hún gekk vel fyrir utan smá tungumálaörðugleika. Aðdragandinn að því að Hafsteinn spili fyrir heimaland föður síns er nokkuð langur. Handbolti 9. desember 2024 08:03
Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach eru snúnir aftur á sigurbraut. Lærisveinar Rúnars Sigtryggsonar í Leipzig þurftu hins vegar að sætta sig við svekkjandi tap í þrettándu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Handbolti 8. desember 2024 17:39
Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Melsungen endurheimti efsta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta með 29-27 sigri á útivelli gegn Wetzlar í 13. umferð. Handbolti 7. desember 2024 20:01
Guðmundur skákaði Arnóri Eftir tvö töp í röð vann Fredericia sigur á Team Tvis Holstebro, 31-24, í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Í leiknum áttust lið íslensku þjálfaranna Guðmundar Guðmundssonar og Arnórs Atlasonar við. Handbolti 7. desember 2024 15:52
Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Haukar og Stjarnan unnu örugga sigra á KA og ÍBV þegar 13. umferð Olís deildar karla í handbolta lauk í kvöld. Handbolti 6. desember 2024 19:42
Slæmt tap Svía Svíar töpuðu fyrir Rúmenum, 23-25, í öðrum leik sínum í milliriðli 1 á Evrópumótinu í handbolta kvenna. Fyrir vikið minnkuðu möguleikar Svíþjóðar á að komast í undanúrslit mótsins. Handbolti 6. desember 2024 17:32
Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Orlane Kanor skoraði skemmtilegt mark fyrir Frakka á móti Rúmeníu í milliriðli Evrópumóts kvenna í handbolta í gær. Handbolti 6. desember 2024 14:32
Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Haukar eru komnir í 16-liða úrslit EHF-keppninnar í handbolta og í dag kom í ljós að næsti andstæðingur þeirra verður slóvenska liðið RK Jeruzalem Ormoz. Handbolti 6. desember 2024 14:02
Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Eftir að hafa fengið afar lítið að spila hjá Rhein-Neckar Löwen er Arnór Snær Óskarsson kominn í stórt hlutverk hjá Kolstad. Það var að hrökkva eða stökkva þegar norsku meistararnir vildu fá hann strax til sín. Arnór flutti inn á bróður sinn og samherja, Benedikt Gunnar, en þeir eru að koma sér fyrir í nýrri íbúð í Þrándheimi. Handbolti 6. desember 2024 10:00
Árni Indriðason er látinn Árni Indriðason, menntaskólakennari og sagnfræðingur, er látinn, 74 ára að aldri. Innlent 6. desember 2024 08:56
Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum Sporting, sem Orri Freyr Þorkelsson leikur með, tapaði naumlega fyrir Füchse Berlin, 33-32, í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í handbolta. Handbolti 5. desember 2024 22:42
„Við vorum sjálfum okkur verstir“ Óskar Bjarni Óskarsson og lærisveinar hans í Val fóru tómhentir heim úr Mosfellsbæ en liðið tapaði með fjórum mörkum á móti Aftureldingu í Olís-deild karla í kvöld. Þetta er annar leikurinn sem liðið tapar í röð í deildinni og Óskar Bjarni viðurkennir að það hafi ekki mikið gengið upp í Mosfellsbæ í kvöld. Handbolti 5. desember 2024 22:00
Stelpurnar hans Þóris unnu Dani Noregur hefur unnið alla fjóra leiki sína á Evrópumóti kvenna í handbolta. Í kvöld sigruðu Norðmenn Dani, 24-27, í fyrsta leik sínum í milliriðli 2. Handbolti 5. desember 2024 21:57