Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

Íslendingalið Melsungen með nauman sigur

Íslendingaliðið MT Melsungen vann nauman tveggja marka sigur þegar að liðið heimsótti Hannover-Burgdorf í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Elvar Örn Jónsson var markahæstur Íslendinga með fjögur mörk.

Handbolti
Fréttamynd

Forréttindi að spila svona marga allt eða ekkert leiki

Íslandsmeistarar Vals unnu Fram í úrslitum um Coca-Cola bikarinn. Staðan var jöfn í hálfleik 12-12. Líkt og í undanúrslitum spiluðu Valsarar frábærlega í seinni hálfleik og unnu leikinn 25-29.Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var afar sáttur með að vera orðin Íslands og bikarmeistari. 

Sport
Fréttamynd

Björgvin Páll: Erum í sturluðu leikjaálagi

Valur tryggði sér í bikarúrslit eftir ellefu marka sigur á Aftureldingu. Eftir jafnan fyrri hálfleik komu Valsmenn frábærlega inn í síðari hálfleik og unnu leikinn 21-32.Björgvin Páll Gústavsson, markmaður Vals, var hæstánægður með sína menn sem eru í miklu leikjaálagi.

Sport
Fréttamynd

Teitur hafði betur í Íslendingaslag

Bjarni Ófeigur Valdimarsson og félagar hans í Skövde heimsóttu Teit Örn Einarsson og félaga í Kristianstad í sænska handboltanum í dag. Eftir jafnan og spennandi fyrri hálfleik tóku Teitur og félagar forystuna og unnu að lokum góðan tveggja marka sigur, 26-24.

Handbolti
Fréttamynd

Ómar Ingi og Gísli Þorgeir enn með fullt hús stiga

Fjórir leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, en þrír af þeim voru Íslendingaslagir. Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson hafa unnið alla sex leiki sína í deildinn með Magdeburg eftir þriggja marka sigur gegn MT Melsungen, 27-24.

Handbolti
Fréttamynd

Andrea setti fimm í öruggum bikar­sigri

Andrea Jacobsen, leikmaður Kristianstad og íslenska landsliðsins, skoraði fimm mörk er lið henanr pakkaði Lugi saman í fyrri leik liðanna í sænska bikarnum í handbolta í kvöld, lokatölur 37-23.

Handbolti