Golf

Golf

Fréttir og úrslit úr heimi golfsins.

Fréttamynd

Örn Ævar sló næstum inn í klúbbhúsið

Örn Ævar Hjartarson úr GS sló annað höggi inn á 18. braut nánast inn í klúbbhúsið í dag á Íslandsmótinu í golfi sem fer fram á Kiðjabergsvelli. Annað högg Arnar misheppnaðist algjörlega.

Golf
Fréttamynd

Birgir Leifur með tveggja högga forystu

Birgir Leifur Hafþórsson er enn efstur á Íslandsmótinu í golfi sem nú er hálfnað. Birgir lék á einum yfir pari í dag en hefur tveggja högga forysta á næstu menn.

Golf
Fréttamynd

Keppendur tímamældir til að flýta leik á Íslandsmótinu í golfi í dag

Margir kvörtuðu yfir hægum leik á fyrsta hring á Íslandsmótinu í golfi á Kiðjabergi í gær, enda voru sumir um fimm klukkustundir að leika 18 holur. Mótstjórn tók þá ákvörðun í morgun að tímamæla keppendur með fimm ráshópa millibili og munu tímaverðir ganga með hollunum þrjár brautir í dag. Í morgun þurfti að áminna tvö holl fyrir hægan leik. Þetta kom fram á heimasíðu GKB.

Golf
Fréttamynd

Birgir Leifur: Rosalega stutt á milli fuglasöngs og skollanna

Birgir Leifur Hafþórsson setti glæsilegt vallarmet á Kiðjabergsvelli í gær. Hann lék hringinn á 68 höggum, þremur undir pari. Búið er að setja upp hvíta teiga í fyrsta skipti í sögu vallarins og því féll vallarmetið sem Hlynur Geir Hjartarson setti á mánudaginn fyrst fyrr um daginn þegar Sigurpáll Geir Sveinsson skilaði skorkorti upp á 69 högg í hús.

Golf
Fréttamynd

Unglingarnir stálu senunni í Kiðjaberginu

Þrjár átján ára gamlar stelpur úr GR leiða listann á Íslandsmótinu í höggleik sem hófst í Kiðjabergi í Grímsnesinu í gær. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er efst en hún verður reyndar ekki 18 ára fyrr en í október.

Golf
Fréttamynd

Tiger launahæsti íþróttamaður heims

Þó svo Tiger Woods hafi orðið af milljónum dollara í auglýsingatekjur þá er hann enn langlaunahæsti íþróttamaður heims samkvæmt lista Sports Illustrated.

Golf
Fréttamynd

Berglind byrjaði Íslandsmótið á þremur fuglum í röð

Íslandsmótið í golfi hófst á Kiðjabergsvelli í morgun en framundan eru fjórir spennandi golfdagar við einstakar aðstæður á þessum glæsilega velli í Grímsnesinu. Það eru kjöraðstæður til golfleiks í dag og kylfingar voru fljótir að nýta sér það.

Golf
Fréttamynd

Kjöraðstæður til golfleiks á fyrsta degi Íslandsmóts

Íslandsmótið í golfi hófst á á Kiðjabergsvelli í morgun og frábært veður heilsaði mótsgestum þar sem var logn og hálfskýjað og hiti um 15 stig. Það rigndi í nótt og því kjöraðstæður til golfleiks í dag, á fyrsta degi Íslandsmóts. Mótið er hápunktur golfsumarsins og Eimskipsmótaraðarinnar, enda keppt um eftirsóttustu titla í íslensku golfi.

Golf
Fréttamynd

Íslandsmót í einstakri náttúrufegurð

Mánudaginn síðasta hélt Golfsamband Íslands, GSÍ, svokallað Pro/Am-golfmót en þar fá „venjulegir" kylfingar tækifæri til þess að spila með þeim bestu á sjálfum Íslandsmótsvellinum.

Golf
Fréttamynd

Aldrei verið eins margir góðir kylfingar á Íslandi

Ólafur Björn Loftsson tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í Grafarholti í fyrra á dramatískan hátt. Hann kom þá til baka á lokaholunum og tryggði sér síðan titilinn með einhverju stórkostlegasta pútti sem sést hefur á íslenskum golfvelli.

Golf
Fréttamynd

Birgir Leifur aftur með á Íslandsmótinu

Þekktasti kylfingur Íslands, Birgir Leifur Hafþórsson, verður mættur í Kiðjabergið í dag en hann tekur þá þátt í sínu fyrsta Íslandsmóti síðan í Eyjum árið 2007.

Golf
Fréttamynd

Margfaldir meistarar ekki með á Kiðjabergsvelli

Björgvin Sigurbergsson úr GK og Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR sem bæði eru fjórfaldir Íslandsmeistarar í höggleik verða ekki með í Íslandsmótinu í höggleik sem hefst á Kiðjabergsvelli á fimmtudag. Þetta kemur fram á kylfingur.is.

Golf
Fréttamynd

Oozthuizen: Spilaði vel allan tímann

"Þetta var ótrúlegt og eftir fyrstu tólf holurnar var þetta mjög erfitt," sagði Oosthuizen eftir sigurinn á Opna breska meistaramótinu í golfi í dag.

Golf
Fréttamynd

Shrek með fimm högga forustu á opna breska

Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen hefur fimm högga forskot eftir annan daginn á opna breska meistaramótinu í golfi en Norður-Íriinn Rory Mcllroy sem var í forustu eftir fyrsta daginn átti hinsvegar afleitan dag í gær og var einn af fórnarlömdum erfiða aðstæðna.

Golf
Fréttamynd

John Daly: Happa-buxurnar hjálpuðu

Stuðboltinn John Daly sló vel á fyrsta hringnum á opna breska meistaramótinu í golfi í dag. Hann lauk keppni á 66 höggum, sex undir pari, og var óheppinn að gera ekki betur.

Golf
Fréttamynd

Kylfusveinn Tigers gagnrýnir púttin hans

Steve Williams, kylfusveinn Tiger Woods, er nú ekki vanur að tjá sig mikið en hann hefur nú ákveðið að gagnrýna púttin hans Tigers rétt áður en Opna breska meistaramótið hefst.

Golf
Fréttamynd

Afleitt veður á St. Andrews í Skotlandi

Meistaraáskoruninni á opna breska mótinu í golfi hefur verið aflýst. Fyrrum sigurvegarar mótsins áttu að keppa í liðakeppni í dag en afleitt veður hefur sett strik í reikninginn.

Golf
Fréttamynd

Tiger skiptir um pútter

Tiger Woods greindi frá því í dag að hann muni nota nýjan pútter á Opna breska meistaramótinu sem hefst á St. Andrews á fimmtudag.

Golf