Golf

Tiger að verða blankur?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það er mikil umræða um það í dag hvort fjárhagsstaða Tiger Woods sé slæm og menn velta því jafnvel upp hvort hann sé að verða blankur.

Tiger hefur misst stóra auglýsingasamninga, þurfti að greiða stjarnfræðilega háa upphæð er hann skildi og tók síðan risalán á húsið sitt. Þess utan lækkaði Nike launin við hann.

Umræðan spratt upp er spurðist að Tiger ætlaði að auglýsa hitakrem í Japan. Líkingin við myndina Lost in Translation og þáttinn af Entourage er Vincent fer til Kína þar sem hann auglýsir orkudrykk er augljós.

Í japönsku auglýsingunni sveiflar Tiger kylfu, nuddar á sér bakið og segir: "Áfram Vantelin". Eflaust fékk hann vel greitt fyrir auglýsinguna en samt ekki nálægt því sem hann fékk fyrir að auglýsa Pepsi og Gillette meðal annars.

Það er ekkert launungarmál að Tiger hefur fengið mikinn skell í fjármálunum og nú velta menn því fyrir sér hvort hann sé að verða fyrir fjárskorti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×