Golf
Fréttir og úrslit úr heimi golfsins.
Guðmundur í fjórða sæti á Indlandi
Guðmundur Ágúst Kristjánsson er í fjórða sæti eftir fyrsta hringinn á Hero Indian Open mótinu í Nýju Delí á Indlandi í dag. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni.
Tiger gaf Thomas túrtappa
Tiger Woods olli fjölmörgum stuðningsmönnum sínum ekki vonbrigðum á fyrsta hring The Genesis Invitational mótsins í golfi. Gjöf sem hann gaf Justin Thomas á hringnum vakti þó mesta athygli.
Rikki fékk krampa í kostulegri keppni við Tomma Steindórs: „Ég er svo mikill aumingi“
Í tilefni Ofurskálarinnar síðustu helgi stóð Lokasóknin að kostulegri keppni milli útvarpsmannana Rikka G og Tomma Steindórs í Minigarðinum. Að Ofurskálarsið komu kjúklingavængir og bjórdrykkja við sögu er þeir reyndu við sig í minigolfi.
Guðmundur Ágúst fór holu í höggi í Singapúr
Guðmundur Ágúst Kristjánsson gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á Singapore Classic mótinu í golfi sem er hluti af evrópsku mótaröðinni.
Tiger snýr aftur á golfvöllinn
Einn besti kylfingur sögunnar, Tiger Woods snýr aftur á golfvöllinn um næstu helgi og keppir á Genesis Invitational.
Pebble Beach golfvöllurinn þurfti að breyta stórhættulegri golfholu hjá sér
Bandaríski kylfingurinn Jordan Spieth þótti sýna mikið hugrekki á Pebble Beach golfvellinum í fyrra en óaðvitandi skapaði hann líka með því vandamál.
Bale fer vel af stað á PGA
Frumraun Gareths Bale á PGA-mótaröðinni fór vel af stað. Hann keppir á Pebble Beach Pro-Am um helgina.
Segir heimslistann í golfi úreltan
Ástralski kylfingurinn Cameron Smith, sem vann Opna breska mótið í fyrra, segir að heimslistinn í golfi sé sífellt að verða úreltari.
Einn besti kylfingur heims dolfallinn yfir golfhæfileikum Bales
Jon Rahm, sem er í 3. sæti heimslistans í golfi, var dolfallinn yfir golfhæfileikum Gareths Bale eftir að spila níu holur með Walesverjanum á dögunum.
Nýhættur Bale tekur þátt á PGA-mótaröðinni
Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Gareth Bale hefur tilkynnt að hann muni taka þátt í einum viðburði á PGA-mótaröðinni í golfi í byrjun næsta mánaðar.
Sendu röngum Scott boðskort um að keppa á Mastersmótinu
Atvinnukylfingurinn Scott Stallings á sér alnafna í Georgíufylki í Bandaríkjunum og það bjó til mjög sérstakt vandamál.
Farsælir í faraldri, lánlaust landslið og verðlaunaóðir Valsmenn
Íþróttaárið 2022 hófst í miðjum heimsfaraldri sem setti stórt strik í reikninginn hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta sem keppti á EM í upphafi árs. Þrátt fyrir það vann liðið einn sinn stærsta sigur í sögunni.
Sú sigursælasta í sögunni látin: „Yfirgaf þennan heim eins og hún lifði lífi sínu“
Fyrrum atvinnukylfingurinn Kathy Whitworth er látin 83 ára að aldri. Hún er sigursælasti atvinnukylfingur í sögu PGA-mótaraðarinnar.
Aldrei jafn hátt verðlaunafé á Evrópumótaröð kvenna í golfi
Keppendur á Evrópumótaröð kvenna í golfi munu keppast um hæsta verðlaunafé á mótaröðinni frá upphafi á næsta ári.
Einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn
Atvinnukylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Investec South African mótinu á Evrópumótaröðinni í golfi sem er nú í gangi í Jóhannesarborg. Guðmundur Ágúst lauk keppni á öðrum hring í morgun.
Guðmundur Ágúst úr leik
Atvinnukylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson er úr leik á Joburg Open-mótinu í golfi sem nú fer fram í Suður-Afríku. Slæmur fyrsti hringur kostaði Guðmund Ágúst en þó hann hafi leikið betur á öðrum hring þá komst hann ekki í gegnum niðurskurð.
Veður sett strik í reikninginn en ólíklegt að Guðmundur komist í gegnum niðurskurðinn
Guðmundur Ágúst Kristjánsson mun að öllum líkindum ekki komast í gegnum niðurskurðinn á sínu fyrsta móti á Evrópumótaröðinni í golfi, Joburg Open, sem hófst í gær. Veður hefur sett strik í reikninginn og aðeins um helmingur kylfinga hefur náð að klára hring dagsins.
Tiger fékk tveggja milljarða PGA bónus þrátt fyrir að spila lítið sem ekkert í ár
Tiger Woods hefur ekki spilað mikið golf á síðustu árum en hann hefur samt mestu jákvæðu áhrifin á áhuga fólks á PGA-mótaröðinni að mati forráðamanna hennar. Hann var því aftur efstur þegar það átti að útdeila bónus fyrir árið í ár.
Vildi komast heim til Íslands eins fljótt og hægt var
Kylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson er kominn heim til Íslands eftir ævintýraför til Spánar þar sem hann varð fyrsti Íslendingurinn í fimmtán ár til að komast inná Evrópumótaröðina í golfi.
„Ég lifði mig alla leið inn í þetta og veit hvað þetta er ljúft“
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, atvinnukylfingur úr GKG, náði þeim frábæra árangri í gær að tryggja sér keppnisrétt á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu í karlaflokki, DP World Tour.
Guðmundur annar í sögunni til að ná inn á Evrópumótaröðina
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, kylfingur úr GKG, náði frábærum áfanga á Spáni í dag þegar hann tryggði sig inn á Evrópumótaröðina í golfi eftir sex daga lokaúrtökumót.
Bale bannað að spila golf í Katar
Gareth Bale, skærasta stjarna velska fótboltalandsliðsins, dvelur langtímum saman úti á golfvelli. Hann verður hins vegar að finna sér eitthvað annað að gera milli leikja á HM í Katar því honum hefur verið bannað að spila golf.
Ókyrrð meðal eldri borgara á Ísafirði
Félag eldri borgara á Ísafirði (FEBÍ) harmar að ekki hafi verið haft samráð við félagið áður en áform um væntanlega stækkun hjúkrunarheimilis bæjarins var kynnt. Líkur eru á að púttvöllur félagsins þurfi að víkja fyrir nýrri viðbyggingu.
LIV stefnir á að sækja fleiri kylfinga og semja um sjónvarpsrétt fyrir næsta ár
Sádi Arabíska golfmótaröðin LIV kom eins og stormsveipur inn í íþróttaheiminn þegar margir af bestu kylfingum heims skiptu PGA út fyrir gylliboð LIV. Forsvarsmenn mótaraðarinnar hafa nú staðfest að stefnt sé að sækja fleiri stór nöfn fyrir næstu leiktíð sem og að semja um sjónvarpsrétt mótaraðarinnar fyrir næsta ár.
Guðmundur Friðrik varð bráðkvaddur á Spáni
Guðmundur Friðrik Sigurðsson, fyrrverandi formaður handknattleiksdeildar Hauka og fyrrverandi formaður golfklúbbsins Keilis, er látinn 76 ára. Guðmundur Friðrik varð bráðkvaddur í golfferð á Spáni í síðustu viku.
Þola kylfingar á Kjalarnesi ekki smá skítalykt?
Formaður Bændasamtaka Íslands spyr sig af hverju það megi ekki vera öðru hvori skítalykt á golfvellinum á Kjalarnesi. Spurningin er sett fram í ljósi þess að kjúklinga og svínabændur á Kjalarnesi eru að berjast fyrir því að stækka starfsemi sína en það gengur illa því kylfingar vilja ekki skítalykt af búunum yfir golfvöllinn.
Fyrsti meistari LIV mótaraðarinnar vann sér inn 2,6 milljarða króna
Dustin Johnson er fyrsti meistari LIV mótaraðarinnar í golfi og það er óhætt að segja að það hafi borgað sig fyrir hann að „svíkja lit“ og semja við Sádana.
Stefna á nýjan golfvöll í Múlaþingi
Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs hefur óskað eftir því að byggður verði nýr golfvöllur á Eiðum. Félagið notast við völl við Ekkjufell sem að sögn stjórnarmanns klúbbsins veldur óánægju meðal golfiðkenda á svæðinu.
Golfkúluhundurinn Kjói á Ísafirði
Hundurinn Kjói á Ísafirði er magnaður þegar kemur að golfi og golfíþróttinni því hann týnir upp í kjaftinn sinn allar golfkúlur, sem eru fyrir utan golfvöllinn í bænum. Hann tekur engar kúlur inn á vellinum, bara kúlurnar fyrir utan og skilar þeim til eiganda síns, sem er með mörg hundruð kúlur, sem Kjói hefur komið með heim.
LIV-kylfingar fá engin stig á heimslistanum á næstu mótum
Þeir kylfingar sem yfirgáfu PGA-mótaröðina og Evrópumótaröðina í golfi munu ekki fá nein stig á heimslistann á næstu tveimur mótum sádí-arabísku mótaraðarinnar.