Segja vinslit hjá Tiger Woods og Rory McIlroy Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2024 14:01 Rory McIlroy og Tiger Woods hafa verið miklir vinir en nú er samband þeirra sagt hafa breyst. Getty/Ross Kinnaird Rory McIlroy verður ekki aftur tekinn inn í leikmannaráð bandarísku PGA-mótaraðarinnar og einn af þeim sem er sagður hafa kosið gegn honum er Tiger Woods. Þeir Tiger og Rory hafa verið miklir félagar í gegnum tíðina en Golf Digest slær því upp að það séu vinslit hjá þeim. „Samband McIlroy and Woods hefur versnað mikið undanfarna sex mánuði. Það eru engin leiðindi en þeir hafa ólíka sýn á framtíð golfsins. Það hefur eitthvað komið upp á milli þeirra,“ skrifar blaðamaður Golf Digest og hefur það eftir heimildarmönnum sínum. Tiger Woods and Rory McIlroy's relationship has become "soured" amid "messy" PGA Tour board drama in recent months.From @jack_milko: https://t.co/4zlMMEgR0I— Playing Through (@_PlayingThrough) May 9, 2024 McIlroy gekk á sínum tíma mjög langt í að gagnrýna sádi-arabísku mótaröðina en hann er núna opinn fyrir samvinnu, eitthvað sem margir aðrir kylfingar eru enn á móti. McIlroy telur að eina leiðina til að koma golfinu á rétta braut á nýju sé að fara að vinna saman við að styrkja íþróttina en ekki draga hana niður með deilum og því ófremdarástandi að bestu kylfingarnir séu ekki að spila á bestu mótunum. Tiger Woods-Rory McIlroy relationship souring as ‘messy’ PGA Tour drama grows https://t.co/bk7gwK7zxB pic.twitter.com/7bdutYvuf5— New York Post (@nypost) May 9, 2024 Þessi þróun mála sýnir ekki aðeins vinslitin hjá Rory og Tiger heldur einnig þá spennu sem ríkir í golfheiminum vegna kapphlaups PGA og LIV um að tryggja sér bestu kylfinga heims. Aftonbladet fjallar líka um málið. Í raun lýsa fróðir menn ástandinu sem hálfgerðri ringulreið þar sem kylfingar, mótshaldarar og auglýsendur eru allir að toga í sitthvora áttina. Á sama tíma er hætt við því að vinsældir golfsins dvíni. Norður Írinn McIlroy var meðlimur í leikmannaráði PGA á sínum tíma en ákvað að hætta þar vegna þess að starfið þar tók að hans mati of mikinn tíma. Nú vildi hann komst aftur inn en fékk neitun. Tiger Woods and Rory McIlroy 'fall out' in new drama surrounding golfhttps://t.co/ykIi0XLKwU— talkSPORT (@talkSPORT) May 9, 2024 „Það voru greinilega einhverjir meðlimir í ráðinu sem af einhverri ástæðu leið ekki vel með það að fá mig aftur til baka,“ sagði McIlroy við Golf Digest. Hann nefndi ekki Tiger í þessu viðtali en Rory vill fara samningaleiðina því annars tapi allir. Patrick Cantlay, meðlimur í ráðinu, er sagður harður andstæðingur þess. PGA og LIV voru sögð ætla að fara samningaleiðina fyrir mörgum mánuðum síðan en lítið hefur frést af þeim samningum síðan. Golf Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Þeir Tiger og Rory hafa verið miklir félagar í gegnum tíðina en Golf Digest slær því upp að það séu vinslit hjá þeim. „Samband McIlroy and Woods hefur versnað mikið undanfarna sex mánuði. Það eru engin leiðindi en þeir hafa ólíka sýn á framtíð golfsins. Það hefur eitthvað komið upp á milli þeirra,“ skrifar blaðamaður Golf Digest og hefur það eftir heimildarmönnum sínum. Tiger Woods and Rory McIlroy's relationship has become "soured" amid "messy" PGA Tour board drama in recent months.From @jack_milko: https://t.co/4zlMMEgR0I— Playing Through (@_PlayingThrough) May 9, 2024 McIlroy gekk á sínum tíma mjög langt í að gagnrýna sádi-arabísku mótaröðina en hann er núna opinn fyrir samvinnu, eitthvað sem margir aðrir kylfingar eru enn á móti. McIlroy telur að eina leiðina til að koma golfinu á rétta braut á nýju sé að fara að vinna saman við að styrkja íþróttina en ekki draga hana niður með deilum og því ófremdarástandi að bestu kylfingarnir séu ekki að spila á bestu mótunum. Tiger Woods-Rory McIlroy relationship souring as ‘messy’ PGA Tour drama grows https://t.co/bk7gwK7zxB pic.twitter.com/7bdutYvuf5— New York Post (@nypost) May 9, 2024 Þessi þróun mála sýnir ekki aðeins vinslitin hjá Rory og Tiger heldur einnig þá spennu sem ríkir í golfheiminum vegna kapphlaups PGA og LIV um að tryggja sér bestu kylfinga heims. Aftonbladet fjallar líka um málið. Í raun lýsa fróðir menn ástandinu sem hálfgerðri ringulreið þar sem kylfingar, mótshaldarar og auglýsendur eru allir að toga í sitthvora áttina. Á sama tíma er hætt við því að vinsældir golfsins dvíni. Norður Írinn McIlroy var meðlimur í leikmannaráði PGA á sínum tíma en ákvað að hætta þar vegna þess að starfið þar tók að hans mati of mikinn tíma. Nú vildi hann komst aftur inn en fékk neitun. Tiger Woods and Rory McIlroy 'fall out' in new drama surrounding golfhttps://t.co/ykIi0XLKwU— talkSPORT (@talkSPORT) May 9, 2024 „Það voru greinilega einhverjir meðlimir í ráðinu sem af einhverri ástæðu leið ekki vel með það að fá mig aftur til baka,“ sagði McIlroy við Golf Digest. Hann nefndi ekki Tiger í þessu viðtali en Rory vill fara samningaleiðina því annars tapi allir. Patrick Cantlay, meðlimur í ráðinu, er sagður harður andstæðingur þess. PGA og LIV voru sögð ætla að fara samningaleiðina fyrir mörgum mánuðum síðan en lítið hefur frést af þeim samningum síðan.
Golf Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira