Stjarnan handtekin á leiðinni á völlinn: „Hann er á leið í fangelsi“ Valur Páll Eiríksson skrifar 17. maí 2024 11:55 Scheffler leiddur í lögreglubíl í handjárnum. Vísir/Skjáskot Fremsti kylfingur heims, Scottie Scheffler, var handtekinn við Valhalla-völlinn í Louisville í Kentucky. Hann er á meðal þátttakanda á PGA-meistaramótinu sem fer þar fram. „Akkúrat núna er hann á leið í fangelsi og það er ekkert sem þú getur gert í því,“ heyrist í lögreglumanni á myndbandsupptöku af því þegar Scheffler var leiddur í lögreglubíl í handjárnum. Here is video that I took of Scheffler being arrested: https://t.co/8UPZKvPCCf pic.twitter.com/9Tbp2tyrJh— Jeff Darlington (@JeffDarlington) May 17, 2024 Fyrr í morgun varð banaslys við völlinn sem leiddi til þess að keppni var frestað um klukkustund. Mikil umferðarteppa myndaðist vegna slyssins og Scheffler reyndi að forðast teppuna og keyrði framhjá henni. Það var í óþökk lögreglumanna sem stöðvuðu hann. Lögreglan handtók Scheffler vegna tilburða hans í umferðinni, setti hann í handjárn og keyrðu með hann á brott í lögreglubíl. Ekki er ljóst hverjir eftirmálar af atvikinu verða en það virðist sem hann þurfi að fara á lögreglustöð í skýrslutöku áður en lengra er haldið. „Lögreglumaðurinn öskraði á Scheffler og sagði honum að fara út úr bílnum. Þegar Scheffler steig út ýtti lögreglumaðurinn honum upp að bílnum að setti hann strax í handjárn. Hann situr nú í aftursæti lögreglubílsins,“ segir Jeff Darlington, fréttamaður á ESPN, á samfélagsmiðlinum X en hann varð vitni að atvikinu. Scheffler hefur raðað inn titlum síðustu misseri og er sem stendur efstur á heimslistanum. Hann lék á fjórum höggum undir pari á fyrsta hring PGA-meistaramótsins í gær og er jafn í tólfta sæti á mótinu. Xander Schauffele leiðir á níu höggum undir pari. PGA-meistaramótið er í beinni á Stöð 2 Sport 4 alla helgina en bein útsending hefst klukkan 18:00 á Stöð 2 Sport 4. Breaking News: World No. 1 golfer Scottie Scheffler has been detained by police in handcuffs after a misunderstanding with traffic flow led to his attempt to drive past a police officer into Valhalla Golf Club. The police officer attempted to attach himself to Scheffler’s car,…— Jeff Darlington (@JeffDarlington) May 17, 2024 PGA-meistaramótið Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
„Akkúrat núna er hann á leið í fangelsi og það er ekkert sem þú getur gert í því,“ heyrist í lögreglumanni á myndbandsupptöku af því þegar Scheffler var leiddur í lögreglubíl í handjárnum. Here is video that I took of Scheffler being arrested: https://t.co/8UPZKvPCCf pic.twitter.com/9Tbp2tyrJh— Jeff Darlington (@JeffDarlington) May 17, 2024 Fyrr í morgun varð banaslys við völlinn sem leiddi til þess að keppni var frestað um klukkustund. Mikil umferðarteppa myndaðist vegna slyssins og Scheffler reyndi að forðast teppuna og keyrði framhjá henni. Það var í óþökk lögreglumanna sem stöðvuðu hann. Lögreglan handtók Scheffler vegna tilburða hans í umferðinni, setti hann í handjárn og keyrðu með hann á brott í lögreglubíl. Ekki er ljóst hverjir eftirmálar af atvikinu verða en það virðist sem hann þurfi að fara á lögreglustöð í skýrslutöku áður en lengra er haldið. „Lögreglumaðurinn öskraði á Scheffler og sagði honum að fara út úr bílnum. Þegar Scheffler steig út ýtti lögreglumaðurinn honum upp að bílnum að setti hann strax í handjárn. Hann situr nú í aftursæti lögreglubílsins,“ segir Jeff Darlington, fréttamaður á ESPN, á samfélagsmiðlinum X en hann varð vitni að atvikinu. Scheffler hefur raðað inn titlum síðustu misseri og er sem stendur efstur á heimslistanum. Hann lék á fjórum höggum undir pari á fyrsta hring PGA-meistaramótsins í gær og er jafn í tólfta sæti á mótinu. Xander Schauffele leiðir á níu höggum undir pari. PGA-meistaramótið er í beinni á Stöð 2 Sport 4 alla helgina en bein útsending hefst klukkan 18:00 á Stöð 2 Sport 4. Breaking News: World No. 1 golfer Scottie Scheffler has been detained by police in handcuffs after a misunderstanding with traffic flow led to his attempt to drive past a police officer into Valhalla Golf Club. The police officer attempted to attach himself to Scheffler’s car,…— Jeff Darlington (@JeffDarlington) May 17, 2024
PGA-meistaramótið Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira