Hr. Ibrahim og blóm Kóransins Þetta er saga sem er einföld í stíl og framsetningu, en hún hefur að geyma ýmsar laglegar vangaveltur um umburðarlyndi, náungakærleik og tilgang jarðvistarinar. Bókinn er stutt og auðveld aflestrar, fjallar um indæl samskipti ráðvillts gyðingadrengs og smákaupmans sem er arabi Gagnrýni 10. október 2004 00:01
Síðasta öld mannkynsins Ekki beinlínis bók sem eykur manni bjartsýni. Martin Rees telur um það bil helmingslíkur á að mannkynið komist í gegnum þessa öld án þess að verða fyrir meiriháttar katastrófu... Gagnrýni 5. október 2004 00:01
Daðrað í rauntíma Það er best að segja það strax að þeir sem vilja skotbardaga, bílaeltingarleiki og tæknibrellur í bíó er ekki ráðlagt að sjá Before Sunset, nema þá að viðkomandi séu reiðubúnir að leggja allar sínar væntingar sem þeir hafa haft til kvikmynda til hliðar, og opna hug sinn fyrir allt öðruvísi kvikmyndalist en þeirri sem hæfir best poppi og kóki. Það er ólíklegt að slíkt gerist í stórum stíl. Ég var einn í bíó. Gagnrýni 15. september 2004 00:01
Lifi kóngurinn! Loksins tók Nick Cave út slátrið aftur og hristi það! Ég gaf síðustu plötu, Nocturama frá því í fyrra, ágætis dóma hér í Fréttablaðinu en eftir það rataði platan aldrei í tækið mitt aftur af einhverjum ástæðum. Hún var ekki slæm, en samt voru buxur meistarans komnar óþægilega nálægt rassskorunni. Gagnrýni 14. september 2004 00:01
Ábyrgðarfullt yfirbragð Súsanna Svavarsdóttir segir ekki nauðsynlegt að vera leiðinlegur til að virka ábyrgur. Gagnrýni 14. september 2004 00:01
Guðni í opinni dagskrá Sýn sendir Boltann með Guðna Bergs út í opinni dagskrá frá og með deginum í dag Gagnrýni 13. september 2004 00:01
Með sínu lagi The Shape of Things Leikstjóri: Neil LaBute Aðalhlutverk: Rachel Weisz, Paul Rudd Einar Árnason Gagnrýni 8. september 2004 00:01
"Viljugir sem og óviljugir" Það er ekki hægt að segja annað en að nýjasta heimildarmynd Michael Moore hafi gert mig þunglyndan. Framtíðin er ekki björt þegar valdamestu menn heimsins virðast vera upp til hópa öfga hægrimenn sem stjórnast af mammón, ofsafenginni þjóðerniskennd og blindri réttsýni. Gagnrýni 5. ágúst 2004 00:01
Sama húfan, betri tónlist Ég skal alveg viðurkenna það að Badly Drawn Boy hefur aldrei verið í neinu uppáhaldi hjá mér til þessa. Svo eftir að ég hafði rennt þessari plötu hans einu sinni í gegn var ég alveg hissa hversu lítið ég mundi eftir af henni. Hún bara rann í gegn, jafn þægilega og lækjarniður í sveitinni án þess að maður gæfi henni neinn sérstakan gaum. Gagnrýni 20. júlí 2004 00:01
Allt er vænt sem vel er grænt <strong>Shrek 2</strong> Þótt nýjabrumið sé vissulega farið af Shrek og félögum er ekki annað hægt en að skemmta sér konunglega á þessum öðrum kapítula þökk sé drepfyndnu handriti og glænýjum persónum. Gagnrýni 15. júlí 2004 00:01
Indí-krakkar á barnum Þetta var víst besta sveitin sem ég missti af á Hróarskelduhátíðinni í ár, samkvæmt því fólki sem ég tek eitthvað mark á þegar kemur að tónlist. Gagnrýni 15. júlí 2004 00:01
Í landi fáránleikans Það er varla hægt að tala um að myndin hafi söguþráð sem slíkan og framan af spyr maður sig hvað í ósköpunum maður sé að horfa á. Það fæst enginn botn í þennan stórundarlega og vægast sagt brotakennda söguþráð. Svo segir nánast engin neitt og það litla sem persónurnar láta frá sér fara er algerlega út í hött. Eða hvað? Gagnrýni 14. júlí 2004 00:01
Siglt undir fölsku flaggi <strong>Around the World in 80 Days</strong> Sjaldan eða aldrei hefur kvikmynd fengið jafn misvísandi titil og þessi nýja útgáfa af Around the World in 80 days. Gagnrýni 13. júlí 2004 00:01
Takið eftir !!! Ég sá hljómsveitina !!! (sagt chk chk chk ef þið getið það) á Hróarskelduhátíðinni í ár. Rauk beint út í búð þegar ég kom til Köben og keypti mér eintak. Ég hafði heyrt mikið um þessa sveit, en aldrei í. Gagnrýni 13. júlí 2004 00:01
Borgaralega rokkaðir hippar Þrátt fyrir að ég hafi farið á Hárið, full fyrirheita um að dæma sýninguna á eigin verðleikum er voðalega erfitt að fara ekki út í samanburð á uppfærslu Baltasar frá því fyrir tíu árum. Gagnrýni 12. júlí 2004 00:01
Magnað maður, magnað! Þó bíósumarið sé rétt hálfnað þori ég að fullyrða að <strong>Spider-Man 2</strong> verði aðalsumarmyndin í ár. Hún toppar allt sem á undan er gengið og það þarf eitthvað mikið að ganga á til þess að þær sumarmyndir sem enn hafa ekki skilað sér í hús skáki Spider-Man 2. Gagnrýni 12. júlí 2004 00:01
Dauðinn skekur undirheima Frank Castle, betur þekktur sem The Punisher, sker sig heldur betur úr í persónugalleríi Marvel. Hann er fullkomlega mannlegur og býr ekki yfir neinum yfirnáttúrlegum eiginleikum á borð við Köngulóarmanninn, Daredevil og Wolverine. Gagnrýni 12. júlí 2004 00:01
Kletturinn í drullupollinum Walking Tall er ekki merkileg mynd en manni leiðist ekkert yfir henni og í þessum geira verður það að teljast býsna gott. Gagnrýni 5. júlí 2004 00:01
Bestu tónleikar Íslandssögunnar! Fallegri hópur af fólki er vandfundinn en sá sem lagði leið sína upp í <strong>Egilshöll</strong> á sunnudagskvöldið. Loksins, <strong>Metallica</strong> á Íslandi. Hver hefði trúað að því að þessi stund myndi renna upp hér, eftir 23ja ára tilvist hljómsveitarinnar? Gagnrýni 5. júlí 2004 00:01
Sama heygarðshornið Ég kynntist Fear Factory fyrst á Ozzfest-hátíðinni á Bretlandi fyrir einhverjum árum síðan og hef, fyrir tilviljun, séð hana tvisvar síðan. Get seint talist til dyggra unnenda hljómsveitarinnar, hljómur hennar er full vélrænn fyrir minn smekk sem gerir tónlistina illflytjanlega á tónleikum, þó að þar séu Fear Factory-menn alveg ágætir. Gagnrýni 1. júlí 2004 00:01
Gruggug lækning Jæja, þá eru jólin hjá mér. Ný plata frá uppáhalds sveitinni minni The Cure. En þá lendi ég í smá vandræðum. Hvernig á ég eiginlega að reyna sannfæra ykkur um að þetta sé góð plata þannig að þið takið eitthvað mark á mér? Gagnrýni 30. júní 2004 00:01
Blóð, sviti og fár Ef einhver hefði komið fyrir sprengju í Rússlandi, tónleikasal Klink og Bank, á þriðjudagskvöldið hefði íslensk listalíf verið nokkur ár að jafna sig. Þar söfnuðust nefnilega saman allar helstu listaspírur landsins til þess að bera Peaches augum. Gagnrýni 30. júní 2004 00:01
Skrattakollurinn góði <strong>Hellboy: Seed of Destruction Mike Mignola, John Byrne</strong> Þessi bók kynnir til sögunnar rauða tröllið með afsöguðu hornin sem kallar sig Hellboy. Nafnið er býsna viðeigandi þar sem allt bendir til þess að hann komi einmitt beint upp úr neðra. Gagnrýni 29. júní 2004 00:01
Nútímastúlka á fornum slóðum <strong>Inu Yasha: Vol. 1 Höfundur: Rumiko Takahashi</strong> <strong>Rumiko Takahashi er</strong> víst einn ástsælasti myndasöguhöfundur Japans og ástæðurnar fyrir vinsældum hennar eru vel skiljanlegar við lestur á ævintýrinu um púkann <strong>Inu Yasha</strong> sem er hálfur maður og hálfur hundur. Gagnrýni 29. júní 2004 00:01
Maðkur í genamysunni Handritið er sköllótt og sagan illa ígrunduð þannig að engin raunveruleg spenna myndast nokkurn tíma enda er myndin með ólíkindum fyrirsjáanleg. Gagnrýni 28. júní 2004 00:01
Sálarflækjur Metallica Að horfa á þessa mynd er í rauninni eins og að horfa á raunveruleikasjónvarpsþátt um gerð plötunnar St. Anger. Gagnrýni 28. júní 2004 00:01
Frægð en ekki frami Söngleikurinn Fame var frumsýndur í Smáralindinni á fimmtudagskvöldið fyrir fullu húsi. Stemningin var nokkuð góð og mikil eftirvænting lá í loftinu áður en leikurinn hófst. Ætli það hafi nokkuð verið nema um helmingur gestanna sem hafði einhvern samanburð við bíómyndina eða sjónvarpsþættina, aðrir voru að sjá krakkana á Framabraut í fyrsta sinn. Gagnrýni 28. júní 2004 00:01