
Vessa- og vandræðahúmor
Fortíðardaðrið er töluvert og aðdáendur myndanna geta eflaust skemmt sér sæmilega yfir American Reunion, en upplifunin á meira skylt við nostalgíuna sem fylgir því að lesa gamla dagbók sem fannst uppi á háalofti en að horfa á góða gamanmynd. Andrúmsloftið er til staðar en grínið þarf að vera meira og betra.