Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Ó­heppnin eltir Gavi

Gavi, miðjumaður Spánarmeistara Barcelona, verður frá keppni í allt að fimm mánuði vegna hnémeiðsla.

Fótbolti
Fréttamynd

Sér­fræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael

Sérfræðingar hjá Sameinuðu þjóðunum biðla til Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, og Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, að vísa fótboltaliðum Ísraels tafarlaust úr keppni á þeirra vegum. Það sé nauðsynlegt viðbragð við þjóðarmorði Ísraela á Palestínumönnum.

Fótbolti
Fréttamynd

Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum

Gianni Infantino, forseti FIFA, fundaði í Trump-turninum í New York í gær með forkólfum úr suðurameríska knattspyrnusambandinu, CONMEBOL, um þá hugmynd að á HM karla árið 2030 muni hvorki fleiri né færri en 64 lið taka þátt.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona vill fá Ras­h­ford á tom­bólu­verði

Enski framherjinn Marcus Rashford hefur farið ágætlega af stað með Spánarmeisturum Barcelona. Hann er þar á láni frá Manchester United og hefur spænska félagið forkaupsrétt á leikmanninum næsta sumar. Það vonast til að fá hann á enn lægra verði en upphaflega samið var um.

Enski boltinn
Fréttamynd

Glódís Perla hafði betur gegn Ingi­björgu

Þýskalandsmeistarar Bayern München lögðu Freiburg í efstu deild þýska fótboltans. Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir stóð vaktina í vörn Bayern og kollegi hennar í íslenska landsliðinu, Ingibjörg Sigurðardóttir, var í hjarta varnar gestanna.

Fótbolti
Fréttamynd

Madueke frá í tvo mánuði

Noni Madueke, leikmaður Arsenal, verður frá keppni næstu tvo mánuðina vegna meiðsla sem hann varð fyrir í jafnteflinu við Manchester City, 1-1, í fyrradag.

Enski boltinn
Fréttamynd

Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni

Hinn 28 ára gamli Ousmane Dembélé er orðinn besti knattspyrnumaður heims en það kemur mömmu hans, hinni hlédrægu Fatimötu, ekki á óvart. Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni á Ballon d‘Or verðlaunahátíðinni í París í gærkvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or

Fjölskylda bræðranna Diogo Jota og André Silva, sem létust í bílslysi á Spáni í sumar, var á meðal gesta á Ballon d‘Or verðlaunahátíðinni í París í gær þar sem bræðranna var minnst.

Fótbolti