Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Imanol Alguaciol greindi Orra Steini Óskarssyni og öðrum leikmönnum Real Sociedad frá því í morgun að hann yrði ekki lengur þjálfari spænska liðsins eftir tíambilið sem senn lýkur. Fótbolti 24. apríl 2025 13:33
Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski markahrókurinn Jamie Vardy mun yfirgefa Leicester í sumar eftir þrettán ár hjá félaginu sem keypti hann á sínum tíma frá utandeildarfélagi. Vardy var meðal annars lykilmaður í ótrúlegum Englandsmeistaratitli Leicester árið 2016. Enski boltinn 24. apríl 2025 12:46
Snýr aftur eftir lungnabólguna Knattspyrnustjórinn Eddie Howe hefur misst af síðustu þremur leikjum Newcastle en snýr nú aftur til starfa eftir sjúkrahúsdvöl vegna lungnabólgu. Enski boltinn 24. apríl 2025 10:30
Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fái Liverpool stig gegn Tottenham á sunnudaginn verður liðið Englandsmeistari í tuttugasta sinn. Enski boltinn 24. apríl 2025 09:00
Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Eni Aluko, fyrrverandi framherji enska fótboltalandsliðsins, segist hafa fengið færri tækifæri í sjónvarpi eftir að hún kærði Joey Barton fyrir meiðyrði. Enski boltinn 24. apríl 2025 08:02
Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Blikinn Andri Rafn Yeoman lék í kvöld sinn þrjú hundraðasta leik í efstu deild í fótbolta. Hann er sá fimmti sem nær þessum áfanga. Íslenski boltinn 23. apríl 2025 23:32
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslandsmeistarar Breiðabliks tóku á móti Stjörnunni í nágrannaslag á Kópavogsvelli þegar þriðja umferð Bestu deild karla hóf göngu sína. Það var í uppbótartíma sem fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson tryggði Breiðablik 2-1 sigur. Íslenski boltinn 23. apríl 2025 22:00
„Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Óli Valur Ómarsson var að vonum kampa kátur með sigur sinna manna gegn Stjörnunni í kvöld en Breiðablik skoraði sigurmarkið í uppbótartíma til þess að tryggja sér 2-1 sigur. Sport 23. apríl 2025 21:50
Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni AC Milan tryggði sér sæti í úrslitum ítölsku bikarkeppninnar með 0-3 sigri á grönnum sínum í Inter í kvöld. Fótbolti 23. apríl 2025 21:47
Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum Arda Güler skoraði eina mark leiksins þegar Real Madrid sótti Getafe heim í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Orri Steinn Óskarsson og félagar í Real Sociedad töpuðu fyrir Alavés. Fótbolti 23. apríl 2025 21:30
„Ég fer bara sáttur á koddann“ KR gerði jafntefli við FH í þriðju umferð Bestu-deildar karla í kvöld. Þetta er þriðja jafntefli KR-inga í röð og var Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari liðsins, þokkalega sáttur með niðurstöðuna í leikslok. Íslenski boltinn 23. apríl 2025 21:15
„Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jónatan Ingi Jónsson skoraði tvö marka Vals þegar liðið bar sigurð af KA, 3-1, í þriðju umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á N1-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. Jónatan Ingi komst trekk í trekk í góðar stöður í þessum leik og hefði hæglega getað skorað þessu. Þessi leikni kantmaður kveðst ekki missa svefn þó þrennan hafi ekki litið dagsins ljós. Fótbolti 23. apríl 2025 20:55
Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arsenal og Crystal Palace skildu jöfn, 2-2, á Emirates í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Ef Palace hefði unnið leikinn hefði Liverpool orðið Englandsmeistari. Enski boltinn 23. apríl 2025 20:55
Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Vestri sótti 0-2 sigur gegn ÍA í Akraneshöllinni og er því enn ósigrað eftir þrjár umferðir. Daði Berg Jónsson og Diego Montiel skiptust á að skora og leggja upp fyrir gestina í fyrri hálfleik, Skagamönnum tókst síðan illa að skapa sér færi í seinni hálfleik gegn vel skipulagðri vörn. Íslenski boltinn 23. apríl 2025 20:45
„Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, sagði leikmenn sína ekki hafa byrjað að spila eins og lagt var upp fyrr en um miðjan fyrri hálfleik þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Val í þriðju umferð Bestu-deildar karla í fótbolta í leik liðanna á N1-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. Fótbolti 23. apríl 2025 20:42
„Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, stýrði liði sínu til síns fyrsta sigurs í Bestu-deild karla í fótbolta á yfirstandandi leiktíð þegar liðið lagði hans fyrrum félag, KA, að velli í þriðju umferð deildarinnar á N1-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. Fótbolti 23. apríl 2025 20:39
„Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ „Þetta var alvöru liðsheild sem sigldi þessum sigri heim og Vestri með sjö stig eftir þrjá leiki, maður biður nú ekki um mikið meira“ sagði Daði Berg Jónsson eftir að hafa skorað og gefið stoðsendingu í 0-2 sigri Vestra gegn ÍA. Hann er ekkert að pæla í því hvort Víkingar sakni hans. Íslenski boltinn 23. apríl 2025 20:27
Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs FH og KR skildu jöfn í fjörugu jafntefli í fyrsta grasleik tímabilsins á Kaplakrikavelli í Bestu-deild karla í kvöld. Leikurinn fór 2-2 en Hafnfirðingar spiluðu einum færri lungann af seinni hálfleik og vörðust pressu KR undir lok leiks. Íslenski boltinn 23. apríl 2025 20:00
Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Valsmenn unnu sannfærandi sigur, 3-1, þegar þeir fengu KA-menn í heimsókn á N1-völlinn að Hlíðarenda í kvöld í þriðju umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Hvorugu liðinu hafði tekist að landa sigri í tveimur fyrstu tveimur umferðunum og sigurinn því kærkominn hjá Valsliðinu. Íslenski boltinn 23. apríl 2025 19:48
Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Elfsborg vann Sirius í sjö marka leik, 4-3, í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Ari Sigurpálsson skoraði fyrsta mark Elfsborg. Fótbolti 23. apríl 2025 19:18
Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Albert Guðmundsson lék allan leikinn fyrir Fiorentina sem vann 1-2 útisigur á Cagliari í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Fótbolti 23. apríl 2025 18:47
Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Mikel Arteta mun að eigin sögn ekki hvíla lykilmenn liðsins fyrir undanúrslitaleikina í Meistaradeildinni. Enski boltinn 23. apríl 2025 15:17
Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir var bæði með mark og stoðsendingu í sigri Víkingskvenna í Garðabænum í Bestu deild kvenna í fótbolta í gær. Íslenski boltinn 23. apríl 2025 14:32
Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Arsenal er eina enska liðið sem er enn með í Meistaradeild Evrópu í fótbolta og ef við horfum til baka á fótboltasöguna þá segir andlát páfans okkur það að þeir fari alla leið í ár. Enski boltinn 23. apríl 2025 12:31
Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Leikmenn og forráðamenn Real Madrid hafa vælt og skælt undan myndbandsdómgæslunni í allan vetur og kannski hafa menn þar á bæ eitthvað til síns máls. Fótbolti 23. apríl 2025 12:02
Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Blaðamenn The Athletic hafa tekið saman sláandi tölur yfir rekstur enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea undanfarin áratug. Enski boltinn 23. apríl 2025 11:32
„Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Þjálfari Barcelona finnur til með kollega sínum hjá erkifjendunum í Real Madrid en fjölmiðlamenn á Spáni tóku því afar illa þegar Real Madrid fékk skell á móti Arsenal á dögunum. Fótbolti 23. apríl 2025 10:30
„Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tvíburarnir Arnar og Bjarki Gunnlaugsson tóku óvænt við þjálfun ÍA eftir nokkrar umferðir sumarið 2006. Nálgun þeirra á þjálfarahlutverkið var nokkuð óvenjuleg en þeir áttu sér hauk í horni í verkalýðsleiðtoganum Vilhjálmi Birgissyni. Íslenski boltinn 23. apríl 2025 09:01
Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Úrúgvæski framherjinn Darwin Nunez hefur ekki komið við sögu í síðustu tveimur leikjum Liverpool og blaðamenn í Portúgal velta ástæðunni fyrir sér. Enski boltinn 23. apríl 2025 08:01
Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Þrátt fyrir að það segi í samningi Chelsea og Manchester United að fyrrnefnda félagið þurfi að kaupa Jadon Sancho endi Chelsea ofar en 15. sæti í ensku úrvalsdeildinni þá er enn óvíst hvort Chelsea standi við samninginn. Enski boltinn 23. apríl 2025 07:02