Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Spenntur fyrir haustinu eftir strembið sumar

Gengið hefur á ýmsu hjá fótboltamanninum Andra Fannari Baldurssyni síðustu misseri og hefur hann verið á flakki um Evrópu. Hann er á leið í spennandi verkefni í haust og mun skoða sín mál í janúar.

Fótbolti
Fréttamynd

„Langar alltaf jafn mikið að vinna KR“

Boltinn fer að rúlla á ný í Bestu deild karla í fótbolta í dag þegar Íslandsmeistarar Víkings heimsækja KR. Gestirnir verða þó án þjálfara síns, sem er enn í leikbanni. Áfram mun Sölvi Geir Ottesen halda í stjórnartaumana.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

For­seti Marseil­le segist ekki sjá eftir neinu varðandi Greenwood

Mason Greenwood hefur farið frábærlega af stað í Frakklandi en Marseille keypti hann af Manchester United í sumar. Framherjinn hafði ekki spilað fyrir Man United síðan í janúar 2022 þegar þáverandi kærasta sakaði hann um líkamlegt ofbeldi sem og kynferðisofbeldi. Birti hún myndir og myndbönd máli sínu til sönnunar.

Fótbolti
Fréttamynd

Tekur undir með Fergu­son varðandi Bosnich

Paul Scholes tekur undir með þjálfara sínum fyrrverandi, Sir Alex Ferguson, er varðar getu Mark Bosnich en sá lék um árabil í marki félagsins. Markvörðurinn fékk bæði að heyra að hann væri latur sem og að hann gæti ekki sparkað almennilega í fótbolta.

Enski boltinn
Fréttamynd

Segir Gomes ekki fenginn í stað Hákonar

Olivier Létang, formaður franska knattspyrnufélagsins Lille, segir að koma Portúgalans André Gomes til félagsins sé ekki hugsuð til þess að fylla í skarðið fyrir Hákon Arnar Haraldsson.

Fótbolti
Fréttamynd

115 kærur Manchester City teknar fyrir á mánu­dag

Réttarhöld vegna 115 ákæra ensku úrvalsdeildarinnar á hendur Manchester City vegna meintra fjármálabrota hefst á mánudaginn. City er sakað um að hafa brotið reglur um útgjöld. Félagið hafi ekki veitt nákvæmar upplýsingar á níu ára tímabili, auk þess að hnekkja reglum UEFA um fjárhagslega háttvísi.

Enski boltinn
Fréttamynd

Given vor­kennir Heimi

Markvörðurinn margreyndi Shay Given kennir sinnuleysi stjórnenda írska knattspyrnusambandið um þá stöðu sem írska karlalandsliðið í fótbolta er í, og kennir í brjósti um nýja þjálfarann Heimi Hallgrímsson.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ég er mjög spenntur fyrir þessu fyrir­komu­lagi“

Meistaradeild Evrópu í fótbolta hefst í næstu viku en keppnin fer að þessu sinni fram með nýju og gjörólíku fyrirkomulagi. Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingar hans hituðu upp fyrir Meistaradeildartímabilið í sérstökum upphitunarþætti sem má nú sjá inn á Vísi.

Fótbolti
Fréttamynd

Haraldur skammar Pawel: „Ömur­legt pólitískt út­spil“

Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, virðist ekki parsáttur við skrif Pawels Bartoszek, varaborgarfulltrúa Viðreisnar, á Vísi í gær. Pawel birti skoðanapistil þar sem hann veltir upp vandræðum Víkinga vegna þátttöku þeirra í Sambandsdeild Evrópu, kröfurnar sem fylgja og kostnaðinn sem það ber í för með sér fyrir skattgreiðendur.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Man United tapaði yfir tuttugu milljörðum á síðasta ári

Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United gefið út að félagið hafi verið rekið með tapi sem nemur 20 milljörðum króna síðasta árið. Þrátt fyrir það segjast forráðamenn félagsins að það standist fjárhagsreglugerðir ensku úrvalsdeildarinnar og knattspyrnusambands Evrópu.

Enski boltinn
Fréttamynd

Bjóða frítt í Herjólf og rútu í von um fjöl­menni í Breið­holti

Lokaumferð deildarkeppni Lengjudeildar karla í knattspyrnu fer fram á laugardag og getur ÍBV með sigri á Leikni Reykjavík í Breiðholti tryggt sér sigur í deildinni og þar með sæti í Bestu deildinni að ári. Nú hefur ferðin verið gerð talsvert ódýrari fyrir Eyjafólk í von um að stuðningurinn hjálpi liðinu að tryggja sætið.

Íslenski boltinn