Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

FCK tíma­bundið á toppinn

FC Kaupmannahöfn lagði AGF 3-1 í síðasta leik dagsins i efstu deild karla í danska fótboltanum. Landsliðsmaðurinn Mikael Neville Anderson lék allan leikinn á miðjunni hjá AGF á meðan markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson sat á varamannabekk FCK.

Fótbolti
Fréttamynd

„Vonandi fáum við fulla stúku í dag“

Söguleg stund mun eiga sér stað síðar í dag þegar FHL tekur á móti Val. Verður það í fyrsta sinn sem úrvalsdeildar fótboltaleikur fer fram á Austurlandi síðan 1994, fimm árum áður en elsti leikmaður liðsins fæddist.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Vand­ræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og rusla­haugur“

Framkvæmdir við nýjan aðalvöll KR hafa gengið hægar en vonast var til og fyrstu tveir heimaleikir liðsins voru færðir á annan völl. Samkvæmt núverandi plani á sá þriðji að fara fram á nýjum aðalvelli en framkvæmdastjóri félagsins telur það þó ólíklegt. Stefnt er frekar á að vígja völlinn í lok maí eða byrjun júní, en hann slær einnig varnagla við þær dagsetningar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Saka ekki al­var­lega meiddur

Bukayo Saka er ekki alvarlega meiddur segir Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, eftir að vængmaðurinn fór af velli í 4-0 sigri liðsins á fallkandídötum Ipswich Town.

Enski boltinn