Alonso skammaði Massa Heimsmeistarinn Fernando Alonso vandaði Brasilíumanninum Felipe Mass ekki kveðjurnar í dag eftir að hann landaði sigrinum í Þýskalandskappakstrinum í Formúlu 1 á Nurburgring. Alonso skammaði Massa fyrir glæfralegan akstur í æsilegu einvígi þeirra um sigurinn. Formúla 1 22. júlí 2007 21:15
Alonso sigraði í æsilegri keppni á Nurburgring Heimsmeistarinn Fernando Alonso á McLaren sigraði með glæsibrag í Þýskalandskappakstrinum í Formúlu 1 í dag og saxaði þar með forskot félaga síns Lewis Hamilton niður í tvö stig í keppni ökumanna. Lewis Hamilton lenti í vandræðum og þurfti að sætta sig við að ná ekki á verðlaunapall í sinn á tímabilinu. Formúla 1 22. júlí 2007 14:07
Hamilton vongóður um að keppa á morgun Bretinn Lewis Hamilton er vongóður um að geta ekið fyrir McLaren í Þýskalandskappakstrinum á morgun þrátt fyrir að hafa verið fluttur á sjúkrahús í dag eftir árekstur í tímatökunum. Forráðamenn McLaren liðsins taka í sama streng eftir að í ljós kom að meiðsli ökuþórsins voru ekki eins alvarleg og óttast var í fyrstu. Formúla 1 21. júlí 2007 16:28
Raikkönen á ráspól - Hamilton á sjúkrahús Finnski ökuþórinn Kimi Raikkönen verður á ráspól í þýska kappakstrinum á Nurburgring í Formúlu 1 á morgun eftir að hann náði besta tímanum í tímatökum í dag. Lewis Hamilton ók út af brautinni og var fluttur á sjúkrahús eftir að hafa klesst bíl sinn. Fernando Alonso hjá McLaren náði öðrum besta tímanum og Felipe Massa félagi Raikkönen á Ferrari þriðja. Formúla 1 21. júlí 2007 13:42
Hamilton vonsvikinn að mæta ekki Schumacher Breski nýliðinn Lewis Hamilton hefur viðurkennt að hann sé mjög vonsvikinn yfir hann muni aldrei fá tækifæri til að keppa við Michael Schumacher í formúlunni. Schumacher varð sjö sinnum heimsmeistari í íþróttinni, og sigraði 91 sinnum á 15 ára ferli. Schumacher hætti svo í fyrra, áður en Hamilton keppti í sinni fyrstu keppni. Formúla 1 14. júlí 2007 14:54
Engin Formúla í Bandaríkjunum á næsta ári Formúlumógúllinn Bernie Ecclestone hefur tilkynnt að ekki verði keppt í Indianapolis í Bandaríkjunum á næsta ári. Ecclestone er einráður þegar kemur að auglýsingasamningum í Formúlu 1 og segir hann að slitnað hafi upp úr viðræðum við Bandaríkjamenn um mótshald á næsta ári. "Við náðum ekki samningum - við skulum sjá hvort við söknum Bandaríkjanna á næsta ári," sagði Ecclestone í samtali við Reuters í dag. Formúla 1 12. júlí 2007 16:55
Hamilton: Ég verð að herða mig Breska ungstirnið Lewis Hamilton hjá McLaren í Formúlu 1, segir að hann verði greinilega að herða sig í næstu keppnum í kjölfar þess að Kimi Raikkönen hjá Ferrari vann sína aðra keppni í röð á Silverstone í gær. Formúla 1 9. júlí 2007 14:00
Raikkönen á sigurbraut Finnski ökuþórinn Kimi Raikkönen hjá Ferrari vann í dag sinn annan sigur í röð í Formúlu 1 þegar hann kom fyrstur í mark í Silverstone kappakstrinum á Englandi. Hann gerði þar með út um vonir hins unga Lewis Hamilton um að landa sigri á heimavelli í sinni fyrstu keppni þar. Formúla 1 8. júlí 2007 14:00
Hamilton á ráspól á heimavelli Breska ungstirnið Lewis Hamilton hjá McLaren heldur áfram að stimpla sig inn í metabækurnar í Formúlu 1 og í dag náði hann besta tíma í tímatökunum fyrir breska kappaksturinn á Silverstone-brautinni á morgun. Formúla 1 7. júlí 2007 13:50
Hamilton bjartsýnn á heimavelli Breska ungstirnið Lewis Hamilton hjá McLaren liðinu í Formúlu 1 segist fullviss um að hans menn geti endurheimt yfirburði sína í breska kappakstrinum á Silverstone um helgina. Ferrari stal loksins senunni á Magny-Cours um síðustu helgi og náðu ökumenn liðsins fyrsta og öðru sæti. Formúla 1 4. júlí 2007 20:29
Alonso: Ég get náð Hamilton Heimsmeistarinn Fernando Alonso segist vel geta náð félaga sínum Lewis Hamilton hjá McLaren í stigakeppni ökuþóra í Formúlu 1, þú breska ungstirnið hafi á hann 14 stiga forystu það sem af er mótinu. Formúla 1 3. júlí 2007 16:32
Hamilton spenntur fyrir næstu helgi Lewis Hamilton segir það vera frábæra tilfinningu að vita það að hann sé stigahæsti ökuþórinn á tímabilinu þegar hann tekur þátt í breska kappakstrinum í Silverstone um næstu helgi. Formúla 1 2. júlí 2007 17:14
Raikkonen sigraði í Frakklandi Finninn Kimi Raikkonen sigraði í Frakklandi í dag á Magny-Course brautinni. Raikkonen sem ekur fyrir Ferrari kom í mark á undan félaga sínum hjá Ferrari, Felipe Massa, en sá hafði byrjað fremst á ráslínu í dag. Breski nýliðinn, Lewis Hamilton, endaði í þriðja sæti. Formúla 1 1. júlí 2007 13:49
Massa fyrstur á ráspól Felipe Massa, ökumaður Ferrari í formúlu 1, verður fyrstur á ráspól í Magny-Course á morgun. Massa náði besta tímanum um ráspól í dag, en þetta er í fjórða sinn sem Massa verður fremstur á þessu tímabili. Lewis Hamilton verður annar en naumt var þó á milli Hamilton og Massa þar sem aðeins munaði 0,070 sekúndum á þeim. Formúla 1 30. júní 2007 14:29
Kubica efast um kraftaverkamátt páfa Pólski ökuþórinn Robert Kubica í Formúlu 1 vill ekki meina að það hafi verið hreinræktað kraftaverk þegar hann slapp að mestu ómeiddur úr skelfilegum árekstri í Kanadakappakstrinum fyrr í þessu mánuði. Fréttastofa í Póllandi vill meina að um kraftaverk frá Jóhannesi Páli páfa hafi verið að ræða. Fótbolti 28. júní 2007 18:07
Hamilton gleymir ekki börnunum Breska ungstirnið Lewis Hamilton hefur unnið hug og hjörtu allra sem fylgjast með Formúlu 1 í ár og um helgina kom hann fyrst fram opinberlega í heimalandinu síðan hann skaust upp á stjörnuhimininn með McLaren liðinu. 2000 manns fögnuðu honum við sérstaka athöfn eftir hraðahátíðina í Goodwood. Formúla 1 25. júní 2007 12:45
Coulthard: Þriðja sæti er stórslys á McLaren bíl David Coulthard hjá Red Bull í Formúlu 1 segir að þó ökumenn McLaren liðsins Fernando og Lewis Hamilton séu vissulega góðir ökumenn, séu bílar liðsins það góðir um þessar mundir það sé hreinlega stórslys ef þeir enda í þriðja sæti eða neðar í keppni í ár. Formúla 1 24. júní 2007 20:30
Ferrari bíður eftir hinum rétta Raikkönen Luca di Montezemolo, forseti Ferrari-liðsins í Formúlu 1, segir að Kimi Raikkönen eigi mikið inni með liðinu eftir erfiða byrjun á keppnistímabilinu. Hann segir Ferrari-menn vera að bíða eftir hinum rétta Raikkönen. Formúla 1 23. júní 2007 21:00
Mætir Hamilton Schumacher í keppni? Svo gæti farið að breska ungstirnið Lewis Hamilton fái tækifæri til að reyna sig gegn goðsögninni Michael Schumacher eftir allt saman. Stofnandi kappakstursins árlega, Race of Champions, segir báða kappa hafa tekið vel í að taka þátt í keppninni næsta vetur. Formúla 1 20. júní 2007 17:17
Alonso líður betur í herbúðum McLaren Heimsmeistarinn Fernando Alonso segir að sér líði betur í herbúðum McLaren nú en honum gerði fyrir kappaksturinn í Bandaríkjunum á dögunum. Ástæðuna segir hann vera þá að liðið hafi tekið betur á smáatriðunum í umgengni sinni við ökumennina. Formúla 1 20. júní 2007 13:14
Hamilton gæti þurft að flytja vegna ágangs fjölmiðla Ron Dennis, liðsstjóri McLaren liðsins í Formúlu 1, segir að enska ungstirnið Lewis Hamilton þurfi sérstaka vernd frá ágangi fjölmiðla eftir að honum skaut óvænt upp á stjörnuhimininn. Dennis segist reikna með því að hinn 22 ára gamli Hamilton þurfi að flytja búferlum í kjölfar velgengni sinnar. Formúla 1 19. júní 2007 13:16
Hamilton sigrar í Indianapolis Lewis Hamilton sigraði kappaksturinn í Indianapolis í dag. Þar með styrkti hann stöðu sína á toppnum í einstaklingskeppninni. Fernando Alonso, félagi Hamilton hjá McClaren kom annar í mark. Formúla 1 17. júní 2007 18:35
Raikkönen: Hvert stig skiptir máli Kimi Raikkönen, ökumaður Ferrari liðsins í Formúluakstri segir að nú skipti hvert stig máli. Fyrir þreumur umferðum deildi hann efsta sætinu með Alonso og Hamilton en nú situr hann í fjórða sæti og hann er að vonum ekki sáttur við það. Formúla 1 17. júní 2007 13:52
Hamilton á ráspól Bretinn Lewis Hamilton verður á ráspól fyrir F1 kappaksturinn í Indianapolis. Félagi hans hjá McClaren, Fernando Alonso, verður annar. Þetta er í þriðja sinn sem þessir tveir ökuþórar eru fremstir á ráspól. Formúla 1 16. júní 2007 18:25
Hamilton vísar kvörtunum Alonso á bug Lewis Hamilton segir kvartanir félaga síns Fernando Alonso um hlutdrægni forráðamanna McLaren liðsins ekki á rökum reistar, en segir ástandið í herbúðum erfitt í augnablikinu. Í vikunni sagði Alonso liðið hampa Hamilton frekar en sér af því hann sé Englendingur. Formúla 1 14. júní 2007 20:10
Kubica klár í næstu keppni Pólski ökuþórinn Robert Kubica hjá BMW Sauber í Formúlu 1 stefnir í að taka þátt í bandaríska kappakstrinum um næstu helgi þrátt fyrir að hafa lent í hörðum árekstri á hátt í 300 kílómetra hraða fyrir þremur dögum. Formúla 1 13. júní 2007 14:49
Stjóri McLaren reynir að stilla til friðar Ron Dennis, stjóri McLaren liðsins í Formúlu 1, vísar því á bug að deilur standi milli ökuþóra liðsins þeirra Fernando Alonso og Lewis Hamilton. Alonso gagnrýndi lið sitt í viðtali við spænska útvarpsstöð á dögunum eftir að Hamilton vann sinn fyrsta sigur í Kanada um síðustu helgi. Formúla 1 13. júní 2007 14:40
Hamilton: Ég vissi að ég myndi vinna Breski ökuþórinn Lewis Hamilton hefur svo sannarlega stolið senunni í Formúlu 1 í ár og vann sinn fyrsta sigur á ferlinum í Kanada um helgina. Hann er efstur í stigakeppni ökuþóra það sem af er og margir eru farnir að líkja hinum 22 ára gamla ökuþór við Tiger Woods vegna tilþrifa hans svo snemma á ferlinum. Formúla 1 11. júní 2007 19:21
Damon Hill: Hamilton getur orðið meistari Fyrrum heimsmeistarinn í Formúlu 1, Damon Hill, segir að nýliðinn Lewis Hamilton hjá McLaren sé búinn að sýna það að hann geti orðið heimsmeistari á sínu fyrsta ári. Hamilton vann sinn fyrsta sigur í aðeins sjöttu keppni sinni á ferlinum í Kanada um helgina og er efstur í stigakeppni ökuþóra. Formúla 1 11. júní 2007 18:15
Kubica slapp eftir árekstur á 290 km hraða Pólski ökuþórinn Robert Kubica hjá BMW slapp ótrúlega vel í dag þegar hann ók bíl sínum á vegg á um 290 kílómetra hraða á klukkustund í Kanadakappakstrinum í Formúlu 1 í dag. Kubica missti aldrei meðvitund þegar bíllinn skall á veggnum og fór nokkur heljarstökk í loftinu. Hann fékk aðhlynningu á brautinn og var síðar fluttur á sjúkrahús, en hann er nú á batavegi eftir þessa óskemmtilegu reynslu og fær að fara heim á morgun. Sport 10. júní 2007 21:43