Hamilton vill losna við Alonso Lewis Hamilton segist ekki eiga von á því að hann og liðsfélagi hans Fernando Alonso geti verið saman í liði á næsta keppnistímabili, en deilur þeirra tveggja síðustu mánuði hafa skapað gríðarlega spennu í herbúðum McLaren. Formúla 1 30. september 2007 14:45
Hamilton skrefi nær titlinum Breski ökuþórinn Lewis Hamilton tók í morgun stórt skref í áttina að því að verða fyrsti nýliðinn til að verða heimsmeistari í Formúlu 1 þegar hann sigraði í Japanskappakstrinum. Formúla 1 30. september 2007 12:16
Hamilton náði ráspól Breski ökuþórinn Lewis Hamilton hjá McLaren stakks sér fram úr félaga sínum Fernando Alonso á síðustu stundu í tímatökum fyrir Japanskappaksturinn í morgun og verður því á ráspól í keppninni á morgun. Kimi Raikkönen og Felipe Massa hjá Ferrari hirtu þriðja og fjórða sætið. Formúla 1 29. september 2007 11:33
McLaren vill að ég verði heimsmeistari Spennustigið í herbúðum McLaren liðsins í Formúlu 1 hefur nú hækkað enn frekar eftir nýjustu yfirlýsingu Lewis Hamilton. Hann segir forráðamen liðsins vera búna að sjá að hann sé maðurinn til að styðja til heimsmeistaratignar í keppni ökuþóra. Formúla 1 28. september 2007 09:51
Hamilton ætlar að ræða við Alonso Lewis Hamilton segist ætla að setjast niður með félaga sínum Fernando Alonso hjá McLaren til að ræða keppnisáætlun sína fyrir Japanskappaksturinn um helgina. Formúla 1 27. september 2007 11:00
McLaren mun ekki áfrýja Ron Dennis, liðsstjóri McLaren, segir að liðið muni ekki áfrýja dómnum sem liðið fékk vegna njósnamálsins svokallaða. Formúla 1 21. september 2007 14:47
Ron Dennis og Alonso talast ekki við Ron Dennis, liðsstjóri McLaren, greindi frá því við vitnaleiðslur á njósnamálinu í síðustu viku að samband hans við Fernando Alonso væri afar stirt. Formúla 1 19. september 2007 15:56
Hamilton sannfærður um að hann getur haldið forystunni Þó svo að Fernando Alonso hafi haft betur í slagnum við félaga sinn hjá McLaren, Lewis Hamilton, í Belgíu um helgina segist sá síðarnefndi viss um að hann muni standa uppi sem sigurvegari. Formúla 1 17. september 2007 10:44
Raikkönen sigraði örugglega í Belgíu Kimi Raikkönen saxaði forskot Lewis Hamilton niður um tvö stig í keppni ökuþóra í Formúlu 1 í dag þegar hann vann öruggan sigur á Spa brautinni í Belgíu. Félagi hans Felipe Massa náði öðru sætinu og heimsmeistarinn Fernando Alonso varð þriðji. Formúla 1 16. september 2007 13:50
Raikkönen á ráspól á Spa Finninn Kimi Raikkönen hjá Ferrari verður á ráspól á Spa brautinni í Belgíu á morgun eftir að hann náði besta tímanum í líflegri tímatöku í dag. Raikkönen skákaði félaga sínum Felipe Massa með minnsta mögulega mun en Fernando Alonso hjá McLaren náði þriðja besta tímanum. Formúla 1 15. september 2007 13:25
Alonso ætlar ekki að yfirgefa McLaren Umboðsmaður heimsmeistarans Fernando Alonso hjá McLaren í Formúlu 1 vísar því á bug að skjólstæðingur hans ætli sér að yfirgefa herbúðir liðsins eins og talað hefur verið um í fjölmiðlum undanfarna daga. Hann neitar því þó ekki að Alonso sé óánægður með stöðu mála hjá liðinu. Formúla 1 15. september 2007 12:02
Raikkönen leggur línurnar á Spa Kimi Raikkönen náði besta tíma allra á fyrstu æfingunum fyrir Spa kappaksturinn í Formúlu 1 í morgun. Ferrari-menn eru því vel stemmdir fyrir keppnina í skugga áfallsins sem McLaren liðið varð fyrir í gær, en þeir Lewis Hamilton og Fernando Alonso héldu þó haus og náðu öðrum og þriðja besta tímanum í Belgíu í morgun. Formúla 1 14. september 2007 13:28
McLaren fær háa sekt FIA hefur komist að þeirri niðurstöðu að sekta McLaren liðið í Formúlu-1 um hundrað milljónir dollara vegna njósnamálsins. Þá verða stig dregin af liðinu. Hinsvegar mun úrskurðurinn ekki hafa nein áhrif í keppninni um heimsmeistaratitil ökumanna. Formúla 1 13. september 2007 17:58
Alonso fyrstur í mark Fernando Alonso, ökumaður McLaren, kom fyrstur í mark á Monza brautinni í dag. Þar með náði hann að minnka forystu liðsfélaga síns, Lewis Hamilton, í heildarstigakeppninni niður í aðeins þrjú stig. Formúla 1 9. september 2007 13:24
Alonso fremstur Það var líf og fjör á Monza brautinni á Ítalíu nú í hádeginu en þá fóru fram tímatökur fyrir ítalska Formúlu-1 kappaksturinn sem fram fer á morgun. Fernando Alonso, ökumaður McLaren, verður á ráspól. Formúla 1 8. september 2007 13:35
Ferrari í sérflokki á Monza Liðsmenn Ferrari voru í sérflokki á æfingum fyrir Monza kappaksturinn í morgun. Kimi Raikkönen náði þá besta tíma allra þegar hann ók brautina á 1,22:446 mínútum sem var meira en tíundahluta úr sekúndu betri tími en félagi hans Felipe Massa náði. Illa gekk hjá McLaren liðinu þar sem bæði Lewis Hamilton og Fernando Alonso lentu í vandræðum með bíla sína. Formúla 1 7. september 2007 09:51
Höfum ekki efni á að gera fleiri mistök Finnski ökuþórinn Kimi Raikkönen hjá Ferrari á von á gríðarlega harðri keppni um helgina þegar Ítalíukappaksturinn í Formúlu 1 fer fram á Monza brautinni sögufrægu. Raikkönen segir Ferrari ekki hafa efni á að gera fleiri mistök á næstunni ef liðið ætli sér að skáka McLaren. Formúla 1 5. september 2007 14:54
Spánverjar heiðra Schumacher Michael Schumacher hefur verið sæmdur æðstu verðlaunum sem íþróttamönnum eru veitt á Spáni þegar hann tók við Principe de Astruias verðlaununum í dag. Schumacher hampaði sjö heimsmeistaratitlum í Formúlu 1 á ferlinum en hefur auk þess verið duglegur í mannúðarmálum og góðgerðastarfsemi. Formúla 1 5. september 2007 12:06
Massa hrósaði sigri í Tyrklandi Felipe Massa, ökuþór Ferrari, kom fyrstur í mark í tyrkneska Formúlu-1 kappakstrinum sem lauk fyrir skömmu. Lewis Hamilton, efsti maður stigalistans, hafnaði í fimmta sæti. Formúla 1 26. ágúst 2007 13:53
Massa fremstur á morgun Það var líf og fjör í Tyrklandi fyrr í dag þegar tímatökur fóru fram fyrir Formúlu-1 kappaksturinn í Istanbúl. Það verður Ferrari ökumaðurinn Felipe Massa sem verður á ráspól á morgun eftir spennandi tímatökur. Lewis Hamilton varð rétt á eftir Massa. Formúla 1 25. ágúst 2007 13:18
Hamilton og Alonso sættast Ökuþórarnir og liðsfélagarnir Lewis Hamilton og Fernando Alonso eru nú loksins orðnir sáttir við hvorn annan. Mikill rígur á milli þeirra hefur einkennt þetta tímabil í formúlunni en kapparnir hafa nú ákveðið að gleyma ágreiningi sínum og einbeita sér að restinni af tímabilinu. Formúla 1 24. ágúst 2007 19:56
Alonso fetar í fótspor Schumacher - Byrjaður í boltanum Ökuþórinn og heimsmeistarinn Fernando Alonso hefur nú fetað í fótspor fyrrverandi heimsmeistara í formúlunni, Michael Schumacher, og gengið til liðs við knattspyrnulið í þriðju deildini í Sviss. Dagblaðið „24 Heures" í Sviss greindi frá því í gær að Alonso hefði mætt á sína fyrstu æfingu með Prangis FC í síðustu viku. Formúla 1 23. ágúst 2007 17:51
Coulthard þjáðist af átröskun Formúli 1 ökuþórinn David Coulthard opinberar það í nýrri ævisögu sinni, It is what it is, að hafa um árabil þjáðs af átröskunarsjúkdómnum búlemíu. Coulthart segir að á sínum yngri árum, þegar hann var að vinna sig upp í akstursíþróttum, hafi hann ítrekað kastað upp til þess að halda líkamsþyngd sinni niðri. Sport 22. ágúst 2007 14:22
Heidfeld og Kubica áfram Þjóðverjinn Nick Heidfeld og Pólverjinn Robert Kubica verða áfram ökuþórar BMW Sauber í Formúlu-1 á næsta ári. Þetta var tilkynnt í dag. Mario Thiessen liðsstjóri segir að mikil ánægja sé með frammistöðu Heidfeld og Kubica. Formúla 1 21. ágúst 2007 16:51
Ferrari ætlar að lokka Hamilton frá McLaren Formúlulið Ferrari ætlar að reyna að „stela" Lewis Hamilton frá McLaren eftir að yfirstandandi keppnistímabili lýkur með að bjóða honum 20 milljónir punda á ári í laun. Hamilton er núna með eina milljón punda á ári hjá McLaren. Þetta kemur fram á vef Daily Mail. Formúla 1 7. ágúst 2007 17:28
Hamilton vann í Ungverjalandi Englendingurinn Lewis Hamilton sigraði í Ungverjalandskappstrinum í dag. Hamilton ók McMaren bíl sínum til sigur en hann hafði forystu frá upphafi. Annar í dag varð Kimi Raikkonen á Ferrari og Þjóðverjinn Nick Heidfeld á BMV varð í þriðja sæti. Formúla 1 5. ágúst 2007 14:08
Alonso skammaði Massa Heimsmeistarinn Fernando Alonso vandaði Brasilíumanninum Felipe Mass ekki kveðjurnar í dag eftir að hann landaði sigrinum í Þýskalandskappakstrinum í Formúlu 1 á Nurburgring. Alonso skammaði Massa fyrir glæfralegan akstur í æsilegu einvígi þeirra um sigurinn. Formúla 1 22. júlí 2007 21:15
Alonso sigraði í æsilegri keppni á Nurburgring Heimsmeistarinn Fernando Alonso á McLaren sigraði með glæsibrag í Þýskalandskappakstrinum í Formúlu 1 í dag og saxaði þar með forskot félaga síns Lewis Hamilton niður í tvö stig í keppni ökumanna. Lewis Hamilton lenti í vandræðum og þurfti að sætta sig við að ná ekki á verðlaunapall í sinn á tímabilinu. Formúla 1 22. júlí 2007 14:07
Hamilton vongóður um að keppa á morgun Bretinn Lewis Hamilton er vongóður um að geta ekið fyrir McLaren í Þýskalandskappakstrinum á morgun þrátt fyrir að hafa verið fluttur á sjúkrahús í dag eftir árekstur í tímatökunum. Forráðamenn McLaren liðsins taka í sama streng eftir að í ljós kom að meiðsli ökuþórsins voru ekki eins alvarleg og óttast var í fyrstu. Formúla 1 21. júlí 2007 16:28
Raikkönen á ráspól - Hamilton á sjúkrahús Finnski ökuþórinn Kimi Raikkönen verður á ráspól í þýska kappakstrinum á Nurburgring í Formúlu 1 á morgun eftir að hann náði besta tímanum í tímatökum í dag. Lewis Hamilton ók út af brautinni og var fluttur á sjúkrahús eftir að hafa klesst bíl sinn. Fernando Alonso hjá McLaren náði öðrum besta tímanum og Felipe Massa félagi Raikkönen á Ferrari þriðja. Formúla 1 21. júlí 2007 13:42