Ferðamennska á Íslandi

Ferðamennska á Íslandi

Fréttir af ýmsum málum tengdum ferðamennsku á Íslandi.

Fréttamynd

Kjördæmapot Vísis: Þetta brennur á fólki í Norðausturkjördæmi

Ómalbikaðir og vanræktir vegir, flugsamgöngur, skortur á byggðastefnu og raforkurskortur virðast vera þau málefni sem brenna hvað heitast hjá kjósendum í Norðausturkjördæmi. Þá er aðgengi að heilbrigðisþjónustu, fáliðuð lögregla auk mikils straums ferðamanna í kjördæmið hitamál.

Innlent
Fréttamynd

Segir verslanir blekkja ferðamenn

Neytendasamtökunum hefur borist fjöldi kvartana og ábendinga um uppstillingar léttbjórs og áfengislauss víns í smávöruverslunum í miðbæ Reykjavíkur. Varaformaður samtakanna segir verslanir vera í blekkingaleik sem miði að því að selja ferðamönnum - sem ókunnugt er um íslenskar reglur um áfengi - áfengislaust vín. Neytendastofa telur ástæðu til að kanna málið.

Innlent
Fréttamynd

Hamfaraflóðin gera Kötlu sérstaka

Löng jarðskjálftahrina í Mýrdalsjökli er mesta virkni í Kötlueldstöðinni um langt skeið. Eldgosi mun fylgja mikil truflun á daglegu lífi fjölmargra. Engin mannvirki standast jökulhlaup frá Kötlu og ótti landsmanna skiljanlegur.

Innlent
Fréttamynd

Bílveikir skólakrakkar hossast um Húnaþing

Foreldrar á Vatnsnesi hafa rætt um að senda börnin ekki í skólann vegna lengri ferðatíma og bílveiki á síversnandi þjóðvegi. Ekki til peningar til að lagfæringa, svarar Vegagerðin skólastjóranum.

Innlent
Fréttamynd

Nóg komið af átaksverkefnum, nú þarf kerfisbreytingu

Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri segir að það hljóti að verða að kosningamáli hvernig hlúa eigi að ferðaþjónustunni. Tímabundin átaksverkefni dugi ekki til þegar bregðast þurfi við ferðamannastraumnum með auknum fjárútlát

Innlent
Fréttamynd

Norðurljósin eftirminnilegust

Ferðamenn sem sækja Ísland heim virðast vera mjög sáttir við dvöl sína hér á landi ef marka má nýja könnun sem Maskína framkvæmdi á meðal ferðamenna fyrir Ferðamálastofu.

Innlent
Fréttamynd

Arkitektúr og túrismi – þriðji hluti

Í fyrri greinum um efnið var farið í gegn um mikilvægi þess að hlúa vel að ferðamannastöðum með faglegum vinnubrögðum og hvernig það skilaði sér í auknum tekjum og bættri ímynd landsins.

Skoðun
Fréttamynd

Verslunarrisar mættir til leiks

Við batnandi efnahagsskilyrði sjá stór erlend vörumerki í auknum mæli tækifæri í því að koma til landsins. Mismunandi ástæður eru fyrir því, afnám tolla var drifkraftur H&M, bætt efnahagslíf ýtti undir komu spænsku keðjunnar Cortefiel en fjölgun ferðamanna gerði Hard Rock kleift að opna.

Viðskipti innlent