Lofaði að selja tvær fasteignir til að gera upp skuldina við Slayer Friðrik Ólafsson skipuleggjandi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær til að greiða umboðsfyrirtæki bandarísku hljómsveitarinnar Slayer um 20 milljónir króna í eftirstandandi þóknun fyrir að spila á hátíðinni í júní 2018. Innlent 30. apríl 2020 14:15
Lögreglumaður stefnir fyrrverandi ritstjóra DV vegna umfjöllunar Lögreglumaðurinn krefst 1,5 milljóna í miskabætur. Innlent 30. apríl 2020 07:46
Hæstiréttur veitir Sveini Andra áfrýjunarleyfi í máli gegn Skúla í Subway Hæstiréttur hefur ákveðið að veita Sveini Andra Sveinssyni lögmanni og skiptastjóra EK1923 ehf. leyfi til áfrýjunar í máli Sjöstjörnunnar, fasteignafélags í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar sem oft er kenndur við Subway, gegn félaginu. Innlent 29. apríl 2020 18:14
Stal níu milljónum af ADHD-samtökunum Þröstur Emilsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna og fréttamaður, hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir að draga sér níu milljónir króna í starfi fyrir ADHD-samtökin. Innlent 29. apríl 2020 16:26
Boða hópmálsókn gegn Úrval-Útsýn vegna draumaferðarinnar sem aldrei var farin Nokkrir viðskiptavinir ferðaskrifstofunnar Úrval-Útsýn hafa í hyggju að fara í hópmálsókn gegn félaginu. Þeim hefur gengið illa að fá ferðaskrifstofuna til þess að endurgreiða draumaferðina til Egyptalands sem aldrei var farin vegna kórónuveirufaraldursins. Innlent 28. apríl 2020 16:00
Fagnar niðurstöðu Hæstaréttar og segist taka við afsökunarbeiðni á fimmtudögum Hæstiréttur hefur staðfest dóm Landsréttar þess efnis að fella skuli úr gildi áminningu Lögmannafélags Íslands á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni og fyrrverandi hæstaréttardómara. Innlent 28. apríl 2020 10:52
Staðfesta framlengt gæsluvarðhald yfir hinum grunaða í Sandgerði Framlengdur gæsluvarðhaldsúrskurður yfir manni á sextugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana á heimili þeirra í Sandgerði í lok síðast mánaðar hefur verið staðfestur af Landsrétti. Innlent 26. apríl 2020 13:23
Karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna alvarlegrar líkamsárásar Karlmaður á fimmtugsaldri var í kvöld úrskurðaður í sex daga gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness vegna alvarlegrar líkamsárásar í Kópavogi. Innlent 24. apríl 2020 22:09
Dæmi um að kynferðisbrotamál gegn börnum séu ekki nægilega vel rannsökuð þegar ákæra er gefin út Dæmi eru um að kynferðisbrotamál gegn börnum séu ekki nægilega vel rannsökuð þegar ákæra er gefin út að sögn varahéraðssaksóknara. Innlent 24. apríl 2020 20:00
Sætir nálgunarbanni vegna gruns um ítrekað heimilisofbeldi Landsréttur staðfesti á föstudag úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá 8. apríl síðastliðnum um að maður skyldi sæta nálgunarbanni og brottvísun af heimili vegna gruns um ítrekað heimilisofbeldi og hótanir við konu sína. Innlent 20. apríl 2020 18:34
Gunnlaugur krefst 60 milljóna frá Borgarbyggð vegna uppsagnarinnar Gunnlaugur A. Júlíusson, fyrrverandi sveitarstjóri Borgarbyggðar, hefur stefnt sveitarfélaginu og krafið það um 60 milljónir króna í bætur. Innlent 18. apríl 2020 09:37
Áfrýja dómi yfir manni sem réðst á fyrrverandi kærustu sína Tólf mánaða fangelsisdómi yfir ungum manni sem réðst á fyrrverandi kærustu sína og hafði í hótunum við barnsmóður sína verður áfrýjað til Landsréttar. Ríkisútvarpið segir að ríkissaksóknari hafi tekið ákvörðun um þetta. Innlent 17. apríl 2020 23:39
Mótmæltu gæsluvarðhaldskröfu með vísan í faraldurinn Þrír karlmenn sem hlutu þunga fangelsisdóma fyrir amfetamínframleiðslu í Borgarfirði vísuðu til kórónuveirufaraldursins þegar þeir mótmælu kröfu saksóknara um að þær sæti gæsluvarðhaldi á meðan þeir bíða þess að áfrýjun þeirra verði tekin fyrir. Landsréttur staðfesti gæsluvarðhald yfir þeim öllum. Innlent 16. apríl 2020 18:06
Áfram í farbanni vegna dauðsfalls í Úlfarsárdal Landsréttur staðfesti að karlmaður um fimmtugt skuli áfram sæti farbanni fram í júní í tengslum við rannsókn á mannsláti í Úlfarsárdal í desember. Maðurinn er grunaður um að hafa valdið dauða manns sem féll þá fram af svölum á þriðju hæð fjölbýlishúss. Innlent 16. apríl 2020 17:35
Huginn vill halda kröfunni til streitu en Vinnslustöðin fundar síðdegis Fimm útgerðir af sjö sem stóðu að málsókn á hendur íslenska ríkinu vegna úthlutun makrílaflaheimilda ákváðu í gær að falla frá henni. Viðskipti innlent 16. apríl 2020 13:09
Eyþing óskaði eftir leynd um dómsátt eftir uppsögn framkvæmdastjóra Pétur Þór Jónasson fékk tæpar 15 milljónir króna í bætur vegna þess sem hann taldi ólöglega uppsögn, eftir að dómsátt var gerð í máli hans fyrr á árinu. Innlent 16. apríl 2020 08:11
Tólf mánaða fangelsi fyrir lífshættulega árás á sautján ára stúlku 21 árs karlmaður hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir hótanir í garð barnsmóður sinnar annars vegar og afar grófar líkamsárásir á fyrrverandi kærustu hins vegar. Innlent 14. apríl 2020 16:52
Bjarni segir að útgerðin sjálf muni borga reikninginn vegna makrílmálsins Fjármálaráðherra segir að reikningurinn verði ekki sendur á skattgreiðendur fari svo að útgerðin vinni málið á hendur ríkinu. Innlent 14. apríl 2020 15:17
Landspítala gert að greiða tugi milljóna vegna mistaka við uppsetningu þvagleggs Landspítala hefur verið gert að greiða sjúklingi rúmlega 41 milljón, auk hárra vaxta, vegna læknamistaka árið 2012. Innlent 8. apríl 2020 17:36
Ber við minnisleysi Héraðsdómur Reykjaness framlengdi nú fyrir skömmu gæsluvarðhald yfir karlmanni á sextugsaldri sem er grunaður um að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana til 15. apríl. Innlent 8. apríl 2020 15:12
Breytingar vegna kórónuveiru gætu haft áhrif á 225 hælisleitendur Um 225 hælisleitendur gætu orðið fyrir áhrifum af breyttu mati Útlendingastofnunar á því hvort mál einstaklinganna eigi að taka til efnismeðferðar vegna aðstæðnanna sem skapast hafa vegna kórónuveirufaraldursins. Innlent 4. apríl 2020 11:20
Landsréttur staðfestir dóm yfir tveimur föngum fyrir „sérstaklega hættulega“ líkamsárás Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Suðurlands yfir tveimur föngum á Litla-Hrauni fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Þá var annar maðurinn einnig sakfelldur fyrir að hafa kastað stól í fangavörð og hrækt í andlit hans. Innlent 3. apríl 2020 23:30
Viðsnúningur í nauðgunarmáli norðan heiða Karlmaður á fertugsaldri hefur verið sýknaður í Landsrétti af ákæru um nauðgun á Akureyri í janúar 2018. Innlent 3. apríl 2020 16:03
Sigrihrósandi Skúli sakar Svein Andra um endurtekin „handarbaksvinnubrögð“ Skúli í Subway fer hörðum orðum um hæstaréttarlögmanninn Svein Andra Sveinsson eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði frá máli gegn Skúla í gær. Viðskipti innlent 3. apríl 2020 12:02
Birkir um fangelsisdvölina: „Umhverfi sem kennir manni að það er ekki allt sjálfgefið“ Landsliðsmarkvörðurinn fyrrverandi ræddi um tímann í fangelsi í hlaðvarpsþættinum Miðjunni á Fótbolta.net. Íslenski boltinn 31. mars 2020 14:12
Mjólkursamsalan greiðir 480 milljónir vegna samkeppnislagabrota Mjólkursamsalan mun þurfa að greiða 480 milljónir króna til ríkisins, 440 milljónir vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu og 40 milljónir vegna brota á upplýsingaskyldu. Innlent 27. mars 2020 19:45
Danskt fyrirtæki stefnir Önnu Kolbrúnu eftir langan aðdraganda Önnu Kolbrúnu Árnadóttur, þingmanni Miðflokksins, hefur verið stefnt af danska innheimtufyrirtækinu Lowell Danmark en málið snýst um greiðslur af húsnæðisláni sem hún tók þar í landi. Innlent 27. mars 2020 09:00
Ríkið sýknað af 1,3 milljarða bótakröfu Guðjóns Skarphéðinssonar Ríkið var í dag sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af öllum kröfum Guðjóns Skarphéðinssonar. Guðjón krafðist þess að íslenska ríkið yrði dæmt til að greiða sér rétt rúman 1,3 milljarða króna í bætur. Innlent 26. mars 2020 15:03
Dæmdur fyrir ofbeldi en ekki nauðgun Karlmaður nokkur hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi meðal annars fyrir alvarlegt ofbeldi gagnvart fyrrverandi unnustu sinni. Hann var sýknaður af ákæru fyrir að nauðga konunni sömu nótt. Innlent 25. mars 2020 16:24