Pólverji í átján ára útlegð frá Íslandi Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 9. október 2021 12:19 Hvalfjarðargangamálið vakti mikla athygli á síðasta ári. Sex voru dæmd í fangelsi fyrir aðild sína að málinu. Vísir/Jóhann K. Pólskum manni hefur verið meinuð endurkoma til Íslands næstu átján ár. Kærunefnd útlendingamála staðfesti ákvörðun Útlendingastofnunar þess efnis nýverið. Maðurinn hafði áður verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir aðild sína að Hvalfjarðargangamálinu. Umræddur dómur Landsréttar féll fyrr á þessu ári í Hvalfjarðargangamálinu svokallaða. Þar var maðurinn ákærður fyrir stórfellt fíkniefnabrot eftir umfangsmikla amfetamínframleiðslu. Við handtöku var hann einnig með kannabis í vörslum sínum ásamt töluverðu magni af amfetamíni. Við húsleit á dvalarstað mannsins fundust jafnframt úðavopn og rafbyssur. Eftir dóm Landsréttar barst manninum bréf frá Útlendingastofnun að það stæði mögulega til að vísa honum úr landi. Þá væri einnig til skoðunar mögulegt endurkomubann vegna brotaferils mannsins. Eftir umfjöllun Útlendingastofnunar var tekin ákvörðun um að brottvísa manninum og var endurkomubann ákvarðað í 18 ár. Þetta kemur fram í úrskurði Kærunefndar útlendingamála. Hefur áður verið vísað úr landi Maðurinn hefur fjórum sinnum hlotið dóm fyrir brot á lögum hér á landi . Þá hefur hann einnig verið dæmdur í þriggja ára fangelsi í Póllandi fyrir skipulagða brotastarfsemi. Manninum hefur áður verið vísað úr landi en honum var gert að sæta þriggja ára endurkomubanni árið 2010. Í umsögn lögreglu er vísað til fyrri brota mannsins á Íslandi. Mat lögreglu er það að hann teljist líklegur til að halda áfram afbrotahegðun eftir afplánun dómsins. Af þessu steðji ógn við allsherjarreglu samfélagsins og telur lögregla að nauðsynlegt sé að vísa manninum úr landi til að koma í veg fyrir áframhaldandi afbrotahegðun. Íslensk dóttir búsett í Noregi Maðurinn á íslenska dóttur sem búsett er í Noregi en móðir barnsins er íslenskur ríkisborgari. Í úrskurðinum kemur einnig fram að maðurinn hafi fengið vinnu hjá málningarþjónustu og hann eigi marga vini hér á landi. Maðurinn telur því að brottvísun yrði ósanngjörn; bæði gagnvart honum og nánustu aðstandenum. Kærunefnd útlendingamála bendir á að endurkomubannið vari aðeins á Íslandi. Honum sé því ekkert til fyrirstöðu að heimsækja dóttur sína í Noregi. Þá segir í niðurstöðum kærunefndarinnar að heimilt sé að fella endurkomubannið úr gildi ef sérstakar ástæður mæla með því. Maðurinn geti þá einnig sótt um heimild til stuttrar heimsóknar til Íslands ef sérstaklega stendur á. Lögreglumál Dómsmál Hvalfjarðargöng Tengdar fréttir Þungir dómar í Hvalfjarðargangamálinu Jaroslava Davidsson, ekkja Ásgeirs Davíðssonar - Geira á Goldfinger, hefur verið dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir aðild sína að Hvalfjarðargangamálinu svokallaða. Fimm aðrir sakborningar í málinu fá þriggja til fjögurra ára fangelsisdóma. 8. júlí 2020 10:12 Aceton-leit í Bauhaus styrkti grun um fíkniefnaframleiðslu Lögreglu hafði áður borist upplýsingar um að eitt þeirra væri að undirbúa framleiðslu sterkra fíkniefna og hafði verið gripið til þeirra ráða að hlusta síma annars þeirra. 8. júlí 2020 15:47 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Umræddur dómur Landsréttar féll fyrr á þessu ári í Hvalfjarðargangamálinu svokallaða. Þar var maðurinn ákærður fyrir stórfellt fíkniefnabrot eftir umfangsmikla amfetamínframleiðslu. Við handtöku var hann einnig með kannabis í vörslum sínum ásamt töluverðu magni af amfetamíni. Við húsleit á dvalarstað mannsins fundust jafnframt úðavopn og rafbyssur. Eftir dóm Landsréttar barst manninum bréf frá Útlendingastofnun að það stæði mögulega til að vísa honum úr landi. Þá væri einnig til skoðunar mögulegt endurkomubann vegna brotaferils mannsins. Eftir umfjöllun Útlendingastofnunar var tekin ákvörðun um að brottvísa manninum og var endurkomubann ákvarðað í 18 ár. Þetta kemur fram í úrskurði Kærunefndar útlendingamála. Hefur áður verið vísað úr landi Maðurinn hefur fjórum sinnum hlotið dóm fyrir brot á lögum hér á landi . Þá hefur hann einnig verið dæmdur í þriggja ára fangelsi í Póllandi fyrir skipulagða brotastarfsemi. Manninum hefur áður verið vísað úr landi en honum var gert að sæta þriggja ára endurkomubanni árið 2010. Í umsögn lögreglu er vísað til fyrri brota mannsins á Íslandi. Mat lögreglu er það að hann teljist líklegur til að halda áfram afbrotahegðun eftir afplánun dómsins. Af þessu steðji ógn við allsherjarreglu samfélagsins og telur lögregla að nauðsynlegt sé að vísa manninum úr landi til að koma í veg fyrir áframhaldandi afbrotahegðun. Íslensk dóttir búsett í Noregi Maðurinn á íslenska dóttur sem búsett er í Noregi en móðir barnsins er íslenskur ríkisborgari. Í úrskurðinum kemur einnig fram að maðurinn hafi fengið vinnu hjá málningarþjónustu og hann eigi marga vini hér á landi. Maðurinn telur því að brottvísun yrði ósanngjörn; bæði gagnvart honum og nánustu aðstandenum. Kærunefnd útlendingamála bendir á að endurkomubannið vari aðeins á Íslandi. Honum sé því ekkert til fyrirstöðu að heimsækja dóttur sína í Noregi. Þá segir í niðurstöðum kærunefndarinnar að heimilt sé að fella endurkomubannið úr gildi ef sérstakar ástæður mæla með því. Maðurinn geti þá einnig sótt um heimild til stuttrar heimsóknar til Íslands ef sérstaklega stendur á.
Lögreglumál Dómsmál Hvalfjarðargöng Tengdar fréttir Þungir dómar í Hvalfjarðargangamálinu Jaroslava Davidsson, ekkja Ásgeirs Davíðssonar - Geira á Goldfinger, hefur verið dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir aðild sína að Hvalfjarðargangamálinu svokallaða. Fimm aðrir sakborningar í málinu fá þriggja til fjögurra ára fangelsisdóma. 8. júlí 2020 10:12 Aceton-leit í Bauhaus styrkti grun um fíkniefnaframleiðslu Lögreglu hafði áður borist upplýsingar um að eitt þeirra væri að undirbúa framleiðslu sterkra fíkniefna og hafði verið gripið til þeirra ráða að hlusta síma annars þeirra. 8. júlí 2020 15:47 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Þungir dómar í Hvalfjarðargangamálinu Jaroslava Davidsson, ekkja Ásgeirs Davíðssonar - Geira á Goldfinger, hefur verið dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir aðild sína að Hvalfjarðargangamálinu svokallaða. Fimm aðrir sakborningar í málinu fá þriggja til fjögurra ára fangelsisdóma. 8. júlí 2020 10:12
Aceton-leit í Bauhaus styrkti grun um fíkniefnaframleiðslu Lögreglu hafði áður borist upplýsingar um að eitt þeirra væri að undirbúa framleiðslu sterkra fíkniefna og hafði verið gripið til þeirra ráða að hlusta síma annars þeirra. 8. júlí 2020 15:47